Adolf Ingi leiðir fyrsta hóp erlendra ferðamanna um landið Jakob Bjarnar skrifar 18. maí 2021 16:17 Adolf Ingi er kominn á stjá með hóp erlendra ferðamanna, átta Bandaríkjamenn fara nú kátir hringinn. Til stendur að ljúka leiðangrinum við gosið. aðsend Ferðaþjónustan er komin í fyrsta gír. Adolf Ingi Erlingsson fararstjóri með meiru er nú á ferðalagi með hóp Bandaríkjamanna, hringinn í kringum landið. Eftir því sem næst verður komist er þetta fyrsti hópur erlendra ferðamanna sem leggur land undir fót í hópferð. Adolf Ingi er með átta Bandaríkjamenn og er nú staddur á Siglufirði. Þau lögðu upp á föstudag en ljúka ferðinni morgun með að fara á gosið. Kanarnir kátir með að vera „pioneers“ „Við erum komin af stað,“ segir Adolf Ingi í samtali við Vísi og er á honum að heyra að honum sé létt. Honum sýnist þetta vera fyrsti hópur erlendra ferðamanna sem kominn er á stjá. „Ég vissi að þetta var fyrsti hópurinn hjá okkur hjá Artic Adventures. Þau á hótelum og veitingastöðum reka upp stór augu. Við erum einskonar brautryðjendur og þeir eru hreyknir af því Kanarnir mínir, að vera „pioneers“. Á Djúpavogi, á hótelinu á Akureyri, Dalvík, alls staðar fyrsti hópurinn sem lætur sjá sig í átta mánuði.“ Adolf Ingi segir sína Kana vera allstaðar að frá Bandaríkjunum, Chicago, Miami, Ohio … og það gengur vel. „En þetta er skrítið, eftir allan þennan tíma þegar ekkert hefur verið um að vera er misjafnt hvað er opið. Ákaflega rólegt og maður sér svona einn og einn ferðamann á bílaleigubílum. Og hafa verið síðustu vikuna. En þetta er fyrsti hópurinn sem þeir sjá.“ Ísland framarlega með að opna fyrir ferðamenn Nú eru þetta eingöngu Banaríkjamenn sem koma en þeir hafa fengið bólusetningu. Og þeir eru glaðir að geta ferðast, loks, eftir að kórónuveirufaraldurinn brast á. „Það eru ein hjón í túrnum en þetta er í fimmta skipti sem þau koma til Íslands. Þeim líkar það svo vel að þau koma aftur og aftur. Ætluðu að vera að ferðast um Rússland með Síberíulestinni frægu en það gekk ekki upp þannig að þau ákváðu að fara aftur til Íslands fyrst það stóð til boða.“ Adolf Ingi segir að svo virðist sem Ísland sé með fyrstu löndum til að opna fyrir ferðamennsku. „Það kom mér á óvart, við erum með þeim fyrstu sem erum bæði búin að opna fyrir að hingað sé hægt að ferðast og að þetta sé öruggt umhverfi,“ segir fararstjórinn káti en þegar hann kvaddi blaðamann voru Siglfirskir krakkar ávarpa hópinn á ensku, glaðir að sjá erlenda ferðamenn á ný, kannski búnir að fá sig fullsödd af hinum íslensku? Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Adolf Ingi endurráðinn og farinn á flakk með ferðamenn á ný Adolf Ingi Erlingsson ökuleiðsögumaður fór sinn fyrsta leiðangur með ferðamenn í gær. Hann segir að eldgosið sé og eigi eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl. 5. maí 2021 11:24 Sannleikurinn um íslenska ferðamenn sem enginn þori að segja upphátt Egill Páll Egilsson, Húsvíkingur og blaðamaður á Vikublaðinu, telur starfsfólk í ferðamennsku margt hvert óttast annað íslenskt ferðasumar. Stór hluti Íslendinga gleymi nefnilega öllum mannasiðum um leið og það setur niður í ferðatösku. 17. maí 2021 22:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Eftir því sem næst verður komist er þetta fyrsti hópur erlendra ferðamanna sem leggur land undir fót í hópferð. Adolf Ingi er með átta Bandaríkjamenn og er nú staddur á Siglufirði. Þau lögðu upp á föstudag en ljúka ferðinni morgun með að fara á gosið. Kanarnir kátir með að vera „pioneers“ „Við erum komin af stað,“ segir Adolf Ingi í samtali við Vísi og er á honum að heyra að honum sé létt. Honum sýnist þetta vera fyrsti hópur erlendra ferðamanna sem kominn er á stjá. „Ég vissi að þetta var fyrsti hópurinn hjá okkur hjá Artic Adventures. Þau á hótelum og veitingastöðum reka upp stór augu. Við erum einskonar brautryðjendur og þeir eru hreyknir af því Kanarnir mínir, að vera „pioneers“. Á Djúpavogi, á hótelinu á Akureyri, Dalvík, alls staðar fyrsti hópurinn sem lætur sjá sig í átta mánuði.“ Adolf Ingi segir sína Kana vera allstaðar að frá Bandaríkjunum, Chicago, Miami, Ohio … og það gengur vel. „En þetta er skrítið, eftir allan þennan tíma þegar ekkert hefur verið um að vera er misjafnt hvað er opið. Ákaflega rólegt og maður sér svona einn og einn ferðamann á bílaleigubílum. Og hafa verið síðustu vikuna. En þetta er fyrsti hópurinn sem þeir sjá.“ Ísland framarlega með að opna fyrir ferðamenn Nú eru þetta eingöngu Banaríkjamenn sem koma en þeir hafa fengið bólusetningu. Og þeir eru glaðir að geta ferðast, loks, eftir að kórónuveirufaraldurinn brast á. „Það eru ein hjón í túrnum en þetta er í fimmta skipti sem þau koma til Íslands. Þeim líkar það svo vel að þau koma aftur og aftur. Ætluðu að vera að ferðast um Rússland með Síberíulestinni frægu en það gekk ekki upp þannig að þau ákváðu að fara aftur til Íslands fyrst það stóð til boða.“ Adolf Ingi segir að svo virðist sem Ísland sé með fyrstu löndum til að opna fyrir ferðamennsku. „Það kom mér á óvart, við erum með þeim fyrstu sem erum bæði búin að opna fyrir að hingað sé hægt að ferðast og að þetta sé öruggt umhverfi,“ segir fararstjórinn káti en þegar hann kvaddi blaðamann voru Siglfirskir krakkar ávarpa hópinn á ensku, glaðir að sjá erlenda ferðamenn á ný, kannski búnir að fá sig fullsödd af hinum íslensku?
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Adolf Ingi endurráðinn og farinn á flakk með ferðamenn á ný Adolf Ingi Erlingsson ökuleiðsögumaður fór sinn fyrsta leiðangur með ferðamenn í gær. Hann segir að eldgosið sé og eigi eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl. 5. maí 2021 11:24 Sannleikurinn um íslenska ferðamenn sem enginn þori að segja upphátt Egill Páll Egilsson, Húsvíkingur og blaðamaður á Vikublaðinu, telur starfsfólk í ferðamennsku margt hvert óttast annað íslenskt ferðasumar. Stór hluti Íslendinga gleymi nefnilega öllum mannasiðum um leið og það setur niður í ferðatösku. 17. maí 2021 22:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Adolf Ingi endurráðinn og farinn á flakk með ferðamenn á ný Adolf Ingi Erlingsson ökuleiðsögumaður fór sinn fyrsta leiðangur með ferðamenn í gær. Hann segir að eldgosið sé og eigi eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl. 5. maí 2021 11:24
Sannleikurinn um íslenska ferðamenn sem enginn þori að segja upphátt Egill Páll Egilsson, Húsvíkingur og blaðamaður á Vikublaðinu, telur starfsfólk í ferðamennsku margt hvert óttast annað íslenskt ferðasumar. Stór hluti Íslendinga gleymi nefnilega öllum mannasiðum um leið og það setur niður í ferðatösku. 17. maí 2021 22:00