Grafa upp líkamsleifar í von um að leysa 70 ára ráðgátu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. maí 2021 09:08 Lögregla birti myndir af Somerton-manninum í þeirri von að almenningur gæti aðstoðað við að bera kennsl á hann. Áströlsk lögregluyfirvöld vinna nú að því að grafa upp líkamsleifar manns sem fannst á strönd fyrir meira en 70 árum. Markmiðið er að bera kennsl á manninn en málið er eitt þekktustu óleystu sakamála landsins. Í raun er ef til réttara að tala um ráðgátu en sakamál, þar sem fátt er vitað um hvernig dauða mannsins bar að. Hann fannst 1. desember 1948, þar sem hann lá upp við varnargarð á Somerton-strönd í borginni Adelaide, klæddur í jakkaföt og með bindi. Lögregla með ferðatösku mannsins. Ekkert fannst á Somerton-manninum sem benti til þess hver hann væri og hann var jarðsettur í kirkjugarði í Adelaide, undir legsteini sem á stóð „Óþekkti maðurinn“. Við rannsókn málsins fannst ferðataska sem talin er hafa tilheyrt manninum. Í henni var meðal annars fatnaður en athygli vakti að allir merkimiðar höfðu verkið fjarlægðir. Áður en maðurinn var jarðsettur fannst dularfullur miði í földum vasa á buxum mannsins. Um var að ræða afrifu sem á stóð „Tamad Shud“, sem þýðir „lokið“ eða „búinn“. Lögregla komst að því að um var að ræða lokaorð ljóðabókar eftir 12. aldar persneskan stærðfræðing. Ótrúlegt en satt þá tókst lögreglu að finna bókina sem orðin höfðu verið rifið úr. Á einni síðu var að finna för eftir texta sem hafði verið skrifaður á annað blað og var það tilgáta lögreglu að um dulmál væri að ræða. Í bókinni fannst einnig símanúmer, sem reyndist vera í eigu hjúkrunarfræðingsins Jessicu Ellen Thompson. Þegar henni var sýnd afsteypa af höfði mannsins sagðist hún ekki kannast við hann en lögregla taldi viðbrögð hennar benda til annars. Dulmálið óleysta. Thompson viðurkenndi að hafa gefið fyrrverandi kærasta eintak af ljóðabókinni, Rubaiyat. Kærastinn, Alf Boxall, reyndist hins vegar enn eiga sitt eintak og það var órifið. Boxall var þá verkamaður en hafði starfað hjá leyniþjónustunni í stríðinu. Það komst aldrei upp hvort einhver tengsl voru á milli Thompson, Boxall og Somerton-mannsins en árið 2014 sagðist dóttir Thompson þess fullviss að móðir hennar hefði þekkt manninn dularfulla. Þá vekur athygli að í júní árið 1945, rétt hjá hótelinu þar sem Thompson gaf Boxall eintak af Rubaiyat, fannst maður að nafni George Marshall látinn. Á líkinu lá eintak af Rubaiyat og rannsókn leiddi í ljós að eitrað hafði veirð fyrir Marshall. Þegar Somerton-maðurinn var krufinn þremur árum seinna komst meinafræðingur að þeirri niðurstöðu að hann hefði mætt sömu örlögum. Umfjöllun BBC. Erlend sakamál Ástralía Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Í raun er ef til réttara að tala um ráðgátu en sakamál, þar sem fátt er vitað um hvernig dauða mannsins bar að. Hann fannst 1. desember 1948, þar sem hann lá upp við varnargarð á Somerton-strönd í borginni Adelaide, klæddur í jakkaföt og með bindi. Lögregla með ferðatösku mannsins. Ekkert fannst á Somerton-manninum sem benti til þess hver hann væri og hann var jarðsettur í kirkjugarði í Adelaide, undir legsteini sem á stóð „Óþekkti maðurinn“. Við rannsókn málsins fannst ferðataska sem talin er hafa tilheyrt manninum. Í henni var meðal annars fatnaður en athygli vakti að allir merkimiðar höfðu verkið fjarlægðir. Áður en maðurinn var jarðsettur fannst dularfullur miði í földum vasa á buxum mannsins. Um var að ræða afrifu sem á stóð „Tamad Shud“, sem þýðir „lokið“ eða „búinn“. Lögregla komst að því að um var að ræða lokaorð ljóðabókar eftir 12. aldar persneskan stærðfræðing. Ótrúlegt en satt þá tókst lögreglu að finna bókina sem orðin höfðu verið rifið úr. Á einni síðu var að finna för eftir texta sem hafði verið skrifaður á annað blað og var það tilgáta lögreglu að um dulmál væri að ræða. Í bókinni fannst einnig símanúmer, sem reyndist vera í eigu hjúkrunarfræðingsins Jessicu Ellen Thompson. Þegar henni var sýnd afsteypa af höfði mannsins sagðist hún ekki kannast við hann en lögregla taldi viðbrögð hennar benda til annars. Dulmálið óleysta. Thompson viðurkenndi að hafa gefið fyrrverandi kærasta eintak af ljóðabókinni, Rubaiyat. Kærastinn, Alf Boxall, reyndist hins vegar enn eiga sitt eintak og það var órifið. Boxall var þá verkamaður en hafði starfað hjá leyniþjónustunni í stríðinu. Það komst aldrei upp hvort einhver tengsl voru á milli Thompson, Boxall og Somerton-mannsins en árið 2014 sagðist dóttir Thompson þess fullviss að móðir hennar hefði þekkt manninn dularfulla. Þá vekur athygli að í júní árið 1945, rétt hjá hótelinu þar sem Thompson gaf Boxall eintak af Rubaiyat, fannst maður að nafni George Marshall látinn. Á líkinu lá eintak af Rubaiyat og rannsókn leiddi í ljós að eitrað hafði veirð fyrir Marshall. Þegar Somerton-maðurinn var krufinn þremur árum seinna komst meinafræðingur að þeirri niðurstöðu að hann hefði mætt sömu örlögum. Umfjöllun BBC.
Erlend sakamál Ástralía Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira