Selfosskonur unnu markaleik, drama í blálokin í Boganum og Valskonur gerðu það sem Blikunum tókst ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2021 16:30 Selfosskonur fagna hér marki Caity Heap í Laugardalnum í gær. Vísir/Hulda Margrét Selfoss er áfram með fullt hús á toppi Pepsi Max deildar kvenna í fótbolta eftir að þær sluppu með öll stigin úr Laugardalnum eftir sjö marka leik. Heil umferð fór fram í Pepsi Max deild kvenna í gær og það voru skoruð sautján mörk í leikjunum sex þar af komu þrettán þeirra í tveimur leikjum. Fylkiskonur urðu síðasta liðið til að ná í stig í gær en það er ekki hægt að sjá annað en að deildin verði mjög jöfn í ár þar sem engin stig fást gefins. Svava Kristín Grétarsdóttir fór yfir leikina fimm í fjórðu umferðinni í gær og smá sjá samantekt hennar hér fyrir neðan. Klippa: Fjórða umferð Pepsi Max deildar kvenna Selfoss vann 4-3 sigur á Þrótti í Laugardalnum og hafa Selfosskonur því unnið alla fjóra leiki sína og skorað í þeim tólf mörk. Selfossliðið komst bæði í 2-0 og 4-2 í leiknum. Brenna Lovera skoraði tvívegis og er markahæsti leikmaður deildarinnar með fimm mörk. Valur og Breiðablik unnu bæði leiki sína í gær og fylgja Selfyssingum eftir. Valskonur unnu 4-2 sigur á ÍBV í Eyjum þar sem Blikakonur töpuðu 4-2 á dögunum. Blikar þurftu að hafa mikið fyrir 1-0 sigri á nýliðum Tindastóls þar sem þjálfari Stólanna tók því sem miklu hrósi á sitt lið að Íslandsmeistararnir hafi verið að tefja í lokin. Ein mesta dramatíkin var í Boganum á Akureyri þar sem Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði sigurmark Stjörnunnar á þriðju mínútu í uppbótartíma. Fylkir og Keflavík gerðu svo 1-1 jafntefli í Árbænum þar sem umdeild vítaspyrna færði heimastúlkum stigið en þær skoruðu jöfnunarmarkið úr frákastinu. Öll umferðin verður svo gerð upp í Pepsi Max mörkum kvenna í kvöld en þátturinn verður á dagskrá klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Þróttur Reykjavík Valur Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Sjá meira
Heil umferð fór fram í Pepsi Max deild kvenna í gær og það voru skoruð sautján mörk í leikjunum sex þar af komu þrettán þeirra í tveimur leikjum. Fylkiskonur urðu síðasta liðið til að ná í stig í gær en það er ekki hægt að sjá annað en að deildin verði mjög jöfn í ár þar sem engin stig fást gefins. Svava Kristín Grétarsdóttir fór yfir leikina fimm í fjórðu umferðinni í gær og smá sjá samantekt hennar hér fyrir neðan. Klippa: Fjórða umferð Pepsi Max deildar kvenna Selfoss vann 4-3 sigur á Þrótti í Laugardalnum og hafa Selfosskonur því unnið alla fjóra leiki sína og skorað í þeim tólf mörk. Selfossliðið komst bæði í 2-0 og 4-2 í leiknum. Brenna Lovera skoraði tvívegis og er markahæsti leikmaður deildarinnar með fimm mörk. Valur og Breiðablik unnu bæði leiki sína í gær og fylgja Selfyssingum eftir. Valskonur unnu 4-2 sigur á ÍBV í Eyjum þar sem Blikakonur töpuðu 4-2 á dögunum. Blikar þurftu að hafa mikið fyrir 1-0 sigri á nýliðum Tindastóls þar sem þjálfari Stólanna tók því sem miklu hrósi á sitt lið að Íslandsmeistararnir hafi verið að tefja í lokin. Ein mesta dramatíkin var í Boganum á Akureyri þar sem Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði sigurmark Stjörnunnar á þriðju mínútu í uppbótartíma. Fylkir og Keflavík gerðu svo 1-1 jafntefli í Árbænum þar sem umdeild vítaspyrna færði heimastúlkum stigið en þær skoruðu jöfnunarmarkið úr frákastinu. Öll umferðin verður svo gerð upp í Pepsi Max mörkum kvenna í kvöld en þátturinn verður á dagskrá klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Þróttur Reykjavík Valur Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Sjá meira