Af líffræðilegri fjölbreytni! Starri Heiðmarsson skrifar 22. maí 2021 08:00 Hugtakið líffræðileg fjölbreytni tekur til fjölbreytni milli og innan vistkerfa og tegunda en einnig til fjölbreytileika innan einstakra tegunda og stofna þeirra. Gildi líffræðilegrar fjölbreytni er ótvírætt og hefur vægi þess í umræðu um umhverfismál aukist á síðustu árum. Þetta aukna vægi hugtaksins má að stórum hluta rekja til samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (Convention on biological diversity, CBD) sem samþykktur var á heimsráðstefnu um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiro árið 1992. Líffræðileg fjölbreytni tekur til breytileika innan náttúrulegs útbreiðslusvæðis lífvera og þrátt fyrir að skilningur okkar á hugtakinu fjölbreytni sé í grunninn sá að meiri breytileiki þýði meiri fjölbreytni þá er hugtakið „líffræðileg fjölbreytni“ margræðara hugtak. Þannig veldur einangrun Íslands, ásamt þeim tiltölulega skamma tíma sem liðinn er síðan síðasta kuldaskeiði ísaldar lauk, því að hér er frekar fábreytt fána, flóra og funga. Líffræðileg fjölbreytni Íslands einkennist því oft af færri tegundum en sambærileg svæði hýsa á meginlöndum. Annað eftirtektarvert sérkenni líffræðilegrar fjölbreytni Íslands er skortur á einlendum tegundum sem sömuleiðis undirstrikar jarðsögulega ungan aldur lífríkisins hér. Þekkt eru örfá dæmi um einlendar tegundir á Íslandi en eyjalífríki sem lengi hafa verið einangruð einkennast oft af stóru hlutfalli einlendra tegunda. Sem dæmi um slíkt má nefna Hawaii eða Galapagoseyjar. Líffræðileg fjölbreytni á Íslandi einkennist hinsvegar í mörgum tilfellum af fábreytni. Það að líffræðileg fjölbreytni á Íslandi sé fábreytt í mörgum hópum (t.d. meðal landspendýra eða ferskvatnsfiska) dregur ekki úr gildi hennar né dregur það úr skyldu okkar að leitast við að vernda og viðhalda líffræðilegri fjölbreytni. Mosaþembur þær sem klæða nútímahraun, einkum sunnanlands og vestan, eru einstakar á heimsvísu og ekki öðrum til að dreifa að vernda þær. Sama má segja um fjölmörg búsvæði og vistgerðir sem finna má á Íslandi og í hafsvæðum umhverfis landið. Alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni er 22. maí. Grundvöllur lífsafkomu okkar, líkt og annarra íbúa jarðarkringlunnar, er lífríkið kringum okkur sem við erum hluti af og höfum óumdeild áhrif á. Jarðsagan vitnar um stórkostlegar útdauðahrinur fortíðar og því miður virðumst við stödd í einni slíkri. Hamfarirnar nú stafa þó ekki af óviðráðanlegum hamförum, eins og árekstri við loftstein, heldur má kenna okkur sjálfum um. Líffræðilegri fjölbreytni stafar hætta af eyðingu búsvæða og ágengum aðfluttum tegundum að ógleymdri loftslagsógninni. Á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni er kannski ekki úr vegi að íhuga aðeins tengsl breytni okkar og þeirra ákvarðana sem við tökum og áhrif þeirra á lífríkið umhverfis okkur. Höfundur er grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Starri Heiðmarsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Hugtakið líffræðileg fjölbreytni tekur til fjölbreytni milli og innan vistkerfa og tegunda en einnig til fjölbreytileika innan einstakra tegunda og stofna þeirra. Gildi líffræðilegrar fjölbreytni er ótvírætt og hefur vægi þess í umræðu um umhverfismál aukist á síðustu árum. Þetta aukna vægi hugtaksins má að stórum hluta rekja til samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (Convention on biological diversity, CBD) sem samþykktur var á heimsráðstefnu um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiro árið 1992. Líffræðileg fjölbreytni tekur til breytileika innan náttúrulegs útbreiðslusvæðis lífvera og þrátt fyrir að skilningur okkar á hugtakinu fjölbreytni sé í grunninn sá að meiri breytileiki þýði meiri fjölbreytni þá er hugtakið „líffræðileg fjölbreytni“ margræðara hugtak. Þannig veldur einangrun Íslands, ásamt þeim tiltölulega skamma tíma sem liðinn er síðan síðasta kuldaskeiði ísaldar lauk, því að hér er frekar fábreytt fána, flóra og funga. Líffræðileg fjölbreytni Íslands einkennist því oft af færri tegundum en sambærileg svæði hýsa á meginlöndum. Annað eftirtektarvert sérkenni líffræðilegrar fjölbreytni Íslands er skortur á einlendum tegundum sem sömuleiðis undirstrikar jarðsögulega ungan aldur lífríkisins hér. Þekkt eru örfá dæmi um einlendar tegundir á Íslandi en eyjalífríki sem lengi hafa verið einangruð einkennast oft af stóru hlutfalli einlendra tegunda. Sem dæmi um slíkt má nefna Hawaii eða Galapagoseyjar. Líffræðileg fjölbreytni á Íslandi einkennist hinsvegar í mörgum tilfellum af fábreytni. Það að líffræðileg fjölbreytni á Íslandi sé fábreytt í mörgum hópum (t.d. meðal landspendýra eða ferskvatnsfiska) dregur ekki úr gildi hennar né dregur það úr skyldu okkar að leitast við að vernda og viðhalda líffræðilegri fjölbreytni. Mosaþembur þær sem klæða nútímahraun, einkum sunnanlands og vestan, eru einstakar á heimsvísu og ekki öðrum til að dreifa að vernda þær. Sama má segja um fjölmörg búsvæði og vistgerðir sem finna má á Íslandi og í hafsvæðum umhverfis landið. Alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni er 22. maí. Grundvöllur lífsafkomu okkar, líkt og annarra íbúa jarðarkringlunnar, er lífríkið kringum okkur sem við erum hluti af og höfum óumdeild áhrif á. Jarðsagan vitnar um stórkostlegar útdauðahrinur fortíðar og því miður virðumst við stödd í einni slíkri. Hamfarirnar nú stafa þó ekki af óviðráðanlegum hamförum, eins og árekstri við loftstein, heldur má kenna okkur sjálfum um. Líffræðilegri fjölbreytni stafar hætta af eyðingu búsvæða og ágengum aðfluttum tegundum að ógleymdri loftslagsógninni. Á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni er kannski ekki úr vegi að íhuga aðeins tengsl breytni okkar og þeirra ákvarðana sem við tökum og áhrif þeirra á lífríkið umhverfis okkur. Höfundur er grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar