Hugsanlega engar skráðar sóttvarnarreglur upp úr miðju sumri Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. maí 2021 11:44 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fyrirhugaðar afléttingar sem kynntar voru í gær séu í samræmi við hans tillögur. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur að að öllu óbreyttu verði engar skráðar sóttvarnareglur hér á landi upp úr miðju sumri. Annan daginn í röð greindist enginn með covid-19 hér á landi í gær. Er covid búið? „Nei, covid er ekki búið. Það er bara í einhver staðar í láginni. Það er bara fínt. Ég veit ekki hvað voru tekin mörg sýni í gær en þau voru mjög mörg í fyrradag en þá greindist enginn. Ég minni samt á að það tekur tvær til þrjár vikur fyrir fólk að fá einkenni og þá greinast. En við vonum bara það besta að þetta haldi áfram svona,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Ertu bjartsýnn? „Já, ég er bara mjög bjartsýnn og það er búið að bólusetja mjög marga með einni sprautu sem við vitum að gerir gagn þannig ég held að það sé kominn þokkalegur viðnámsþáttur í samfélagið en við þurfum að ná harðónæminu ennþá betur upp. En þetta lítur bara vel út finnst mér,“ segir Þórólfur. 48 voru í einangrun í gær og 157 í sóttkví. Þá voru 1043 í skimunarsóttkví í gær. Afléttingar í samræmi við tillögur Þórólfs Fyrirhugaðar afléttingar stjórnvalda voru kynntar í gær. Þegar nýjar reglur taka gildi næsta þriðjudag mega 150 manns koma saman í einu og hefur fjarlægðarreglan færst úr tveimur metrum í einn inni á veitingastöðum og börum. Þórólfur segir afléttingarnar vera í samræmi við hans tillögur. Af hverju er eins metra reglan ekki á vinnustöðum? „Við erum bara að reyna breyta þessu hægt og bítandi. Við erum með eins metra reglu á ákveðnum stöðum þar sem grímuskylda er. Ég minni á það að við breyttum í eins metra reglu fyrir ári síðan og bara skömmu síðar fór faraldurinn á flug þannig við vildum bara fara aðeins varlegar í sakirnar núna,“ segir Þórólfur. Hvenær heldur þú að það verði engar reglur í gildi? „Ég held að það verði alltaf einhverjar óskrifaðar reglur. Ég hugsa að það verði alltaf eitthvað sem menn eru með á varðbergi en á meðan við erum ekki að fá nýtt afbrigði af veirunni sem er ónæmt fyrir bólusetningu eða fyrri sýkingu og við sjáum að þetta er allt að virka vel þá held ég að þetta fjari allt saman út svona upp úr miðju sumri,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Er covid búið? „Nei, covid er ekki búið. Það er bara í einhver staðar í láginni. Það er bara fínt. Ég veit ekki hvað voru tekin mörg sýni í gær en þau voru mjög mörg í fyrradag en þá greindist enginn. Ég minni samt á að það tekur tvær til þrjár vikur fyrir fólk að fá einkenni og þá greinast. En við vonum bara það besta að þetta haldi áfram svona,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Ertu bjartsýnn? „Já, ég er bara mjög bjartsýnn og það er búið að bólusetja mjög marga með einni sprautu sem við vitum að gerir gagn þannig ég held að það sé kominn þokkalegur viðnámsþáttur í samfélagið en við þurfum að ná harðónæminu ennþá betur upp. En þetta lítur bara vel út finnst mér,“ segir Þórólfur. 48 voru í einangrun í gær og 157 í sóttkví. Þá voru 1043 í skimunarsóttkví í gær. Afléttingar í samræmi við tillögur Þórólfs Fyrirhugaðar afléttingar stjórnvalda voru kynntar í gær. Þegar nýjar reglur taka gildi næsta þriðjudag mega 150 manns koma saman í einu og hefur fjarlægðarreglan færst úr tveimur metrum í einn inni á veitingastöðum og börum. Þórólfur segir afléttingarnar vera í samræmi við hans tillögur. Af hverju er eins metra reglan ekki á vinnustöðum? „Við erum bara að reyna breyta þessu hægt og bítandi. Við erum með eins metra reglu á ákveðnum stöðum þar sem grímuskylda er. Ég minni á það að við breyttum í eins metra reglu fyrir ári síðan og bara skömmu síðar fór faraldurinn á flug þannig við vildum bara fara aðeins varlegar í sakirnar núna,“ segir Þórólfur. Hvenær heldur þú að það verði engar reglur í gildi? „Ég held að það verði alltaf einhverjar óskrifaðar reglur. Ég hugsa að það verði alltaf eitthvað sem menn eru með á varðbergi en á meðan við erum ekki að fá nýtt afbrigði af veirunni sem er ónæmt fyrir bólusetningu eða fyrri sýkingu og við sjáum að þetta er allt að virka vel þá held ég að þetta fjari allt saman út svona upp úr miðju sumri,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira