Jónas hættur sem framkvæmdastjóri KR eftir hitafund Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2021 14:05 Jónas hefur sagt upp eftir margra ára starf. UMFÍ Jónas Kristinsson sagði upp sem framkvæmdastjóri KR, stöðu sem hann hefur gegnt um árabil, í kjölfar aðalfundar félagsins á fimmtudag. Mikill hiti var á fundinum. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, fráfarandi formaður KR, gaf ekki kost á sér til frekara kjörs og því ljóst að nýr maður myndi taka við. Kjörið stóð milli fyrrum körfuboltamannsins Páls Kolbeinssonar, sem hefur verið í stjórn félagsins og í körfuknattleiksdeild KR í mörg ár, og Lúðvíks Georgssonar. Lúðvík sat lengi vel í stjórn KR, sem og stjórn Knattspyrnusambands Íslands frá 1996 til 2014. Sá síðarnefndi hafði betur í kjörinu og greinir Hjörvar Hafliðason frá því á Twitter-síðu sinni að Jónas hafi sagt upp vegna ósættis við niðurstöðu kjörsins. KR hefur hvorki tilkynnt um kjör nýs formanns, né um afsögn Jónasar á sínum miðlum, en Vísir hefur fengið tíðindin staðfest. Þó hefur ekki hefur fengist staðfest að kjörið sé ástæða afsagnarinnar, líkt og Hjörvar vill meina. Samkvæmt heimildum Vísis var aðalfundurinn þó erfiður og þar mikill hiti. Áhugavert verður að fylgjast með framhaldinu í Vesturbænum en ljóst er að fyrsta verk nýs formanns er að finna nýjan framkvæmdastjóra. Ekki náðist í Jónas við gerð fréttarinnar. Hann er bróðir Rúnars Kristinssonar, þjálfara meistaraflokks karla hjá KR. Uppfært 15:10: Jónas segir sögu Hjörvars uppspuna og að hann hafi engan stutt fram yfir annan. Að auki hafi hann sagt upp áður en fundurinn fór fram. KR mætir FH í Pepsi Max-deild karla í fótbolta klukkan 16:00 í dag og hefst bein útsending frá Kaplakrika klukkan 15:30 á Stöð 2 Sport. KR Reykjavík Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, fráfarandi formaður KR, gaf ekki kost á sér til frekara kjörs og því ljóst að nýr maður myndi taka við. Kjörið stóð milli fyrrum körfuboltamannsins Páls Kolbeinssonar, sem hefur verið í stjórn félagsins og í körfuknattleiksdeild KR í mörg ár, og Lúðvíks Georgssonar. Lúðvík sat lengi vel í stjórn KR, sem og stjórn Knattspyrnusambands Íslands frá 1996 til 2014. Sá síðarnefndi hafði betur í kjörinu og greinir Hjörvar Hafliðason frá því á Twitter-síðu sinni að Jónas hafi sagt upp vegna ósættis við niðurstöðu kjörsins. KR hefur hvorki tilkynnt um kjör nýs formanns, né um afsögn Jónasar á sínum miðlum, en Vísir hefur fengið tíðindin staðfest. Þó hefur ekki hefur fengist staðfest að kjörið sé ástæða afsagnarinnar, líkt og Hjörvar vill meina. Samkvæmt heimildum Vísis var aðalfundurinn þó erfiður og þar mikill hiti. Áhugavert verður að fylgjast með framhaldinu í Vesturbænum en ljóst er að fyrsta verk nýs formanns er að finna nýjan framkvæmdastjóra. Ekki náðist í Jónas við gerð fréttarinnar. Hann er bróðir Rúnars Kristinssonar, þjálfara meistaraflokks karla hjá KR. Uppfært 15:10: Jónas segir sögu Hjörvars uppspuna og að hann hafi engan stutt fram yfir annan. Að auki hafi hann sagt upp áður en fundurinn fór fram. KR mætir FH í Pepsi Max-deild karla í fótbolta klukkan 16:00 í dag og hefst bein útsending frá Kaplakrika klukkan 15:30 á Stöð 2 Sport.
KR Reykjavík Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira