Legsteinar sem fundust í garðinum mikil ráðgáta Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. maí 2021 14:58 Tveir legsteinar fundust á einkalóð parsins Finnboga Dags Sigurðssonar og Marínar Elvardóttur skömmu eftir að þau fluttu inn. Tveir legsteinar fundust á einkalóð parsins Finnboga Dags Sigurðssonar og Marínar Elvarsdóttur skömmu eftir að þau keyptu íbúðina sína. Þau segja málið hina mestu ráðgátu. Finnbogi og Marín keyptu sér íbúð á jarðhæð í fjórbýli í Hafnarfirði í desember. Hluti af eigninni er garður sem tilheyrir þeirra íbúð. Í byrjun maí stóð til að hefja framkvæmdir við stækkun bílastæðis en þegar þau voru að grafa í beði í garðinum brá þeim aldeilis í brún. „Það komu þarna tvær hellur í ljós og við áttuðum okkur ekkert á þessu strax. Svo fer ég að sópa af þessu og þá föttum við að þetta eru legsteinar. Þarna voru grafin í nöfn, fæðingarár og dánardagar,“ segir Finnbogi. Hjónin létust 1966 og 1980 Í fyrstu taldi Finnbogi að um væri að ræða systkini þar sem nöfnin báru þess merki. „En síðan fór mamma að fletta þessu upp og fann út að þetta væru líklega foreldrar þeirra sem byggðu húsið á sínum tíma,“ segir hann. Á legsteinunum segir að hjónin hafi dáið árið 1966 og 1980. Þá hafi tekið við mikil rannsóknarvinna. „Við komumst sem sagt að því eftir mikla rannsóknarvinnu að þessi hjón eru líklega grafin annars staðar eða vonandi. Internetið segir það að minnsta kosti,“ segir Finnbogi. Hann kann þó enga skýringu á því hvers vegna legsteinar fólksins hafi verið í garðinum ef fólkið er grafið annars staðar. Annar legsteinninn. Fyrsta nóttin óhugnanleg Sem fyrr segir hafi þau komist að því að um sé að ræða foreldra konu sem byggði húsið um 1960. „Síðan fær sonur þeirra íbúðina. Sá selur svo öðru fólki sem er ekki í fjölskyldunni og við kaupum síðan af þeim,“ segir Finnbogi en hann og Marín eru þá fjórða fjölskyldan sem býr í íbúðinni. Finnbogi neitar því ekki að fyrst um sinn hafi þeim þótt þetta dálítið óþægilegt. „Fyrsta nóttin var óhugnanleg þegar við vissum ekkert. Mér fannst þetta samt eiginlega bara skemmtilegt en kærustunni minni var ekkert alveg sama og sagðist ekki vilja upplifa það að eitthvað færi að klóra í gluggana,“ segir Finnbogi og hlær. Hinn legsteinninn. Tveir viðarkrossar geri málið skrítnara Atvikið hafi sett smá strik í reikninginn hvað framkvæmdirnar varðar. Þær hafi lítið sem ekkert þokast áfram. „Samt bara skemmtilegt strik. Við förum nú að halda áfram. Við færðum legsteinana upp í hraunið fyrir ofan húsið og ætlum að leyfa þeim að vera þar, í bili að minnsta kosti,“ segir Finnbogi. Finnbogi segir að nágrannar hans, sem einnig búa í húsinu, hafi einnig verið mjög hissa þegar legsteinarnir fundust. Sérstaklega þar sem tveir viðarkrossar séu á sameiginlegum bletti fyrir ofan húsið. „Það brá öllum. Nágrannarnir höfðu oft velt fyrir sér hvað þessir krossar væru að gera þarna en hafa alltaf talið að þetta hafi verið gæludýr. Þetta er mistería allt saman,“ segir Finnbogi léttur í bragði. Hafnarfjörður Kirkjugarðar Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Finnbogi og Marín keyptu sér íbúð á jarðhæð í fjórbýli í Hafnarfirði í desember. Hluti af eigninni er garður sem tilheyrir þeirra íbúð. Í byrjun maí stóð til að hefja framkvæmdir við stækkun bílastæðis en þegar þau voru að grafa í beði í garðinum brá þeim aldeilis í brún. „Það komu þarna tvær hellur í ljós og við áttuðum okkur ekkert á þessu strax. Svo fer ég að sópa af þessu og þá föttum við að þetta eru legsteinar. Þarna voru grafin í nöfn, fæðingarár og dánardagar,“ segir Finnbogi. Hjónin létust 1966 og 1980 Í fyrstu taldi Finnbogi að um væri að ræða systkini þar sem nöfnin báru þess merki. „En síðan fór mamma að fletta þessu upp og fann út að þetta væru líklega foreldrar þeirra sem byggðu húsið á sínum tíma,“ segir hann. Á legsteinunum segir að hjónin hafi dáið árið 1966 og 1980. Þá hafi tekið við mikil rannsóknarvinna. „Við komumst sem sagt að því eftir mikla rannsóknarvinnu að þessi hjón eru líklega grafin annars staðar eða vonandi. Internetið segir það að minnsta kosti,“ segir Finnbogi. Hann kann þó enga skýringu á því hvers vegna legsteinar fólksins hafi verið í garðinum ef fólkið er grafið annars staðar. Annar legsteinninn. Fyrsta nóttin óhugnanleg Sem fyrr segir hafi þau komist að því að um sé að ræða foreldra konu sem byggði húsið um 1960. „Síðan fær sonur þeirra íbúðina. Sá selur svo öðru fólki sem er ekki í fjölskyldunni og við kaupum síðan af þeim,“ segir Finnbogi en hann og Marín eru þá fjórða fjölskyldan sem býr í íbúðinni. Finnbogi neitar því ekki að fyrst um sinn hafi þeim þótt þetta dálítið óþægilegt. „Fyrsta nóttin var óhugnanleg þegar við vissum ekkert. Mér fannst þetta samt eiginlega bara skemmtilegt en kærustunni minni var ekkert alveg sama og sagðist ekki vilja upplifa það að eitthvað færi að klóra í gluggana,“ segir Finnbogi og hlær. Hinn legsteinninn. Tveir viðarkrossar geri málið skrítnara Atvikið hafi sett smá strik í reikninginn hvað framkvæmdirnar varðar. Þær hafi lítið sem ekkert þokast áfram. „Samt bara skemmtilegt strik. Við förum nú að halda áfram. Við færðum legsteinana upp í hraunið fyrir ofan húsið og ætlum að leyfa þeim að vera þar, í bili að minnsta kosti,“ segir Finnbogi. Finnbogi segir að nágrannar hans, sem einnig búa í húsinu, hafi einnig verið mjög hissa þegar legsteinarnir fundust. Sérstaklega þar sem tveir viðarkrossar séu á sameiginlegum bletti fyrir ofan húsið. „Það brá öllum. Nágrannarnir höfðu oft velt fyrir sér hvað þessir krossar væru að gera þarna en hafa alltaf talið að þetta hafi verið gæludýr. Þetta er mistería allt saman,“ segir Finnbogi léttur í bragði.
Hafnarfjörður Kirkjugarðar Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira