„Gerðum það sem við þurftum til að vinna leikinn“ Andri Gíslason skrifar 22. maí 2021 18:24 Rúnar var stoltur af sínum mönnum í dag. vísir/vilhelm Rúnar Kristinsson var ánægður með frammistöðu síns liðs þegar KR-ingar unnu FH á Kaplakrikavelli í dag. „Ég er gríðarlega ánægður. Þetta er erfiður útivöllur eins og allir eru í deildinni og FH með frábært lið sem er erfitt að brjóta á bak aftur. Við vorum heppnir að skora mark á þá snemma úr föstu leikatriði. Það bætti töluvert í vindinn í upphafi og við vorum þvingaðir til baka en við stóðumst þá pressu sem FH setti á okkur síðustu 20 mínútur í fyrri hálfleik. Svo erum við massífir í seinni hálfleik og gerum það sem þarf til að vinna leikinn. Við vörðumst vel og reyndum að beita skyndisóknum og fáum svo þessa vítaspyrnu og komum okkur í 2-0 sem gerði stöðuna þægilega fyrir okkur.“ Mikill vindur var á annað markið í Kaplakrika og hafði það áhrif á spilamennsku liðanna. „Það gerir báðum liðum erfitt fyrir og sérstaklega liðinu sem er að sækja. Með vindinn í bakið þýðir ekkert að spila langa bolta en við náðum að nýta okkur það í seinni hálfleik. Við vorum að negla boltanum fram og hægja aðeins á leiknum og gerðum bara það sem við þurftum til að vinna leikinn. Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur og okkur er sama hvernig við vinnum. Þetta var lífsnauðsynlegt fyrir okkur svo við fáum að taka eitthvað þátt í þessu móti áfram.“ Miðverðir KR-inga áttu flottan leik og var Rúnar hæstánægður með framlag þeirra á vellinum í dag. „Þeir voru frábærir. Finnur þekkir okkar styrkleika og okkar lið og Grétar er búinn að vaxa rosalega í sumar. Þetta eru ungir strákar sem eiga framtíð hérna nema Finnur fari út aftur sem við náttúrulega vonum. Þetta er gott hafsentapar og við eigum Aron Bjarka inni sem bíður tilbúinn á bekknum og svo var Arnór Sveinn meiddur í dag þannig við erum ágætlega mannaðir. Það hefur styrkt hópinn töluvert að fá Finn Tómas og Kjartan Henry heim og erum við ánægðir með það.“ Stutt er á milli leikja og hafa leikmenn deildarinnar fengið litla hvíld en Rúnar reynir að líta á björtu hliðarnar varðandi það og mun gera sitt til að halda hópnum í lagi. „Það eru árekstar í leikjum, menn fá hné í læri og rassinn og vöðvarnir stífna upp fljótt og sérstaklega í kuldanum. Pálmi Rafn þurfti að fara út í dag útaf því en fótboltinn er bara svona. Það eru búnir að vera 5 dagar á milli leikja hjá okkur í allt sumar og fáum við ekki meiri undirbúning en það og þegar menn fá högg þá tekur 2-3 daga að jafna sig. Við þekkjum það allir sem hafa verið í þessu. Nú fáum við tvo sólarhringa til að gera okkur klára fyrir næsta leik sem er kannski fulllítið en við verðum bara að halda áfram og vera klárir.“ Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: FH - KR 0-2 | Auðvelt hjá KR í Krikanum KR, sem hafði ekki unnið síðan í 1. umferð, lenti ekki í miklum vandræðum með FH í Kaplakrika í stórleik 5. umferðar. 22. maí 2021 17:55 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
„Ég er gríðarlega ánægður. Þetta er erfiður útivöllur eins og allir eru í deildinni og FH með frábært lið sem er erfitt að brjóta á bak aftur. Við vorum heppnir að skora mark á þá snemma úr föstu leikatriði. Það bætti töluvert í vindinn í upphafi og við vorum þvingaðir til baka en við stóðumst þá pressu sem FH setti á okkur síðustu 20 mínútur í fyrri hálfleik. Svo erum við massífir í seinni hálfleik og gerum það sem þarf til að vinna leikinn. Við vörðumst vel og reyndum að beita skyndisóknum og fáum svo þessa vítaspyrnu og komum okkur í 2-0 sem gerði stöðuna þægilega fyrir okkur.“ Mikill vindur var á annað markið í Kaplakrika og hafði það áhrif á spilamennsku liðanna. „Það gerir báðum liðum erfitt fyrir og sérstaklega liðinu sem er að sækja. Með vindinn í bakið þýðir ekkert að spila langa bolta en við náðum að nýta okkur það í seinni hálfleik. Við vorum að negla boltanum fram og hægja aðeins á leiknum og gerðum bara það sem við þurftum til að vinna leikinn. Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur og okkur er sama hvernig við vinnum. Þetta var lífsnauðsynlegt fyrir okkur svo við fáum að taka eitthvað þátt í þessu móti áfram.“ Miðverðir KR-inga áttu flottan leik og var Rúnar hæstánægður með framlag þeirra á vellinum í dag. „Þeir voru frábærir. Finnur þekkir okkar styrkleika og okkar lið og Grétar er búinn að vaxa rosalega í sumar. Þetta eru ungir strákar sem eiga framtíð hérna nema Finnur fari út aftur sem við náttúrulega vonum. Þetta er gott hafsentapar og við eigum Aron Bjarka inni sem bíður tilbúinn á bekknum og svo var Arnór Sveinn meiddur í dag þannig við erum ágætlega mannaðir. Það hefur styrkt hópinn töluvert að fá Finn Tómas og Kjartan Henry heim og erum við ánægðir með það.“ Stutt er á milli leikja og hafa leikmenn deildarinnar fengið litla hvíld en Rúnar reynir að líta á björtu hliðarnar varðandi það og mun gera sitt til að halda hópnum í lagi. „Það eru árekstar í leikjum, menn fá hné í læri og rassinn og vöðvarnir stífna upp fljótt og sérstaklega í kuldanum. Pálmi Rafn þurfti að fara út í dag útaf því en fótboltinn er bara svona. Það eru búnir að vera 5 dagar á milli leikja hjá okkur í allt sumar og fáum við ekki meiri undirbúning en það og þegar menn fá högg þá tekur 2-3 daga að jafna sig. Við þekkjum það allir sem hafa verið í þessu. Nú fáum við tvo sólarhringa til að gera okkur klára fyrir næsta leik sem er kannski fulllítið en við verðum bara að halda áfram og vera klárir.“
Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: FH - KR 0-2 | Auðvelt hjá KR í Krikanum KR, sem hafði ekki unnið síðan í 1. umferð, lenti ekki í miklum vandræðum með FH í Kaplakrika í stórleik 5. umferðar. 22. maí 2021 17:55 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Leik lokið: FH - KR 0-2 | Auðvelt hjá KR í Krikanum KR, sem hafði ekki unnið síðan í 1. umferð, lenti ekki í miklum vandræðum með FH í Kaplakrika í stórleik 5. umferðar. 22. maí 2021 17:55