Stefnir í metár í fæðingum á Íslandi: „Börn sem hafa verið getin í kórónuveirufaraldrinum“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. maí 2021 12:01 Búist er við metári í fæðingartíðni hér á landi. mynd/getty Það stefnir í metár í fæðingum á Íslandi. Gert er ráð fyrir að 5000 börn fæðist í ár, sem eru 500 fleiri en í fyrra. Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítala, segir mikla aukningu hafa orðið á þjónustu Landspítala vegna meðgöngu og fæðinga. „Við erum búin að vera sjá svona aðeins aukningu á síðustu þremur til fjórum árum en síðan fórum við að sjá kipp upp úr áramótum núna og þá megum við búast við því að þau séu börn sem hafi verið getin í kórónuveirufaraldrinum,“ segir Ingibjörg. Horft sé á tölfræðina út frá 20 vikna ómskoðunum. „Við erum að sjá töluvert mikla aukningu núna um mitt þetta ár.“ Fimm þúsund börn fæðist í ár 2021 verði að öllum líkindum metár í fæðingum hér á landi. „Það lítur út fyrir að það ætli að verða metár. Við sáum þetta líka í kjölfarið á bankahruninu og þetta eru svona tölur sem er svipaðar og voru þá. Það var aukning frá 2010 til 2012 en síðan jafnaði það sig út. Nú er þetta er að gerast aftur og það er útlit fyrir metár 2021 og líka 2022,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítalanum.Vísir Búist er við því að það fæðist hátt í 5000 börn á Íslandi í ár. „Við horfum á þetta út frá fósturgreiningunni fyrir landið allt. Ekki bara fæðingar á Landspítala heldur á landinu öllu. Ef við horfum á landið allt eru þetta 500 börnum fleiri en í fyrra. Þetta gætu verið 4800 til 5000 börn sem myndu fæðast á þessu ári en þetta eru tölur sem við erum að skjóta á,“ segir Ingibjörg. Sautján próset fjölgun Þannig sé gert ráð fyrir sautján prósent fjölgun á fæðingum á landinu öllu í júní og ágúst á þessu ári miðað við sömu mánuði í fyrra. Eruði með nægan mannskap til að sinna þessu? „Við gerum ráð fyrir því að við ráðum við þetta. Við erum að vinna í að koma til móts við þessa spá. Starfsfólk færir til dæmis sumarfrí og svo förum við langt á gleðinni í starfinu,“ segir Ingibjörg. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Fæðingarorlof Frjósemi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítala, segir mikla aukningu hafa orðið á þjónustu Landspítala vegna meðgöngu og fæðinga. „Við erum búin að vera sjá svona aðeins aukningu á síðustu þremur til fjórum árum en síðan fórum við að sjá kipp upp úr áramótum núna og þá megum við búast við því að þau séu börn sem hafi verið getin í kórónuveirufaraldrinum,“ segir Ingibjörg. Horft sé á tölfræðina út frá 20 vikna ómskoðunum. „Við erum að sjá töluvert mikla aukningu núna um mitt þetta ár.“ Fimm þúsund börn fæðist í ár 2021 verði að öllum líkindum metár í fæðingum hér á landi. „Það lítur út fyrir að það ætli að verða metár. Við sáum þetta líka í kjölfarið á bankahruninu og þetta eru svona tölur sem er svipaðar og voru þá. Það var aukning frá 2010 til 2012 en síðan jafnaði það sig út. Nú er þetta er að gerast aftur og það er útlit fyrir metár 2021 og líka 2022,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítalanum.Vísir Búist er við því að það fæðist hátt í 5000 börn á Íslandi í ár. „Við horfum á þetta út frá fósturgreiningunni fyrir landið allt. Ekki bara fæðingar á Landspítala heldur á landinu öllu. Ef við horfum á landið allt eru þetta 500 börnum fleiri en í fyrra. Þetta gætu verið 4800 til 5000 börn sem myndu fæðast á þessu ári en þetta eru tölur sem við erum að skjóta á,“ segir Ingibjörg. Sautján próset fjölgun Þannig sé gert ráð fyrir sautján prósent fjölgun á fæðingum á landinu öllu í júní og ágúst á þessu ári miðað við sömu mánuði í fyrra. Eruði með nægan mannskap til að sinna þessu? „Við gerum ráð fyrir því að við ráðum við þetta. Við erum að vinna í að koma til móts við þessa spá. Starfsfólk færir til dæmis sumarfrí og svo förum við langt á gleðinni í starfinu,“ segir Ingibjörg.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Fæðingarorlof Frjósemi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira