Yndisleg sveitaferð heyrnarlausra barna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. maí 2021 20:21 Mikil ánægja var hjá krökkunum og starfsfólkinu með sveitaferðina í Myrkholt í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikil gleði og ánægja sem skein úr hverju andliti þegar ellefu heyrnarlaus börn eða verulega heyrnarskert heimsóttu sveitabæ í Biskupstungum í Bláskógabyggð í vikunni og fengu að skoða lömbin og að fara á hestbak. Bærinn heitir Myrkholt. Loftur Jónasson og Vilborg Guðmundsdóttir eru bændur í Myrkholti með kindur og hesta, auk ferðaþjónustu. Krakkarnir, sem eru úr Hlíðaskóla í Reykjavík komu í heimsóknina með kennurum sínum og táknmálstúlkum. „Börnin okkar á táknmálssviði þurfa að fá tækifæri til að hitta dýrin og kynnast kindum og nýfæddum lömbum og haft ró og næði til að kynnast dýrunum, þetta er algjört ævintýri fyrir þau að koma hingað. Það er líka svo mikið vor í lofti hérna og skemmtilegt að koma á bæinn, mjög góð tilbreyting,“ segir Eyrún Ólafsdóttir, grunnskólakennari á táknmálssviði Hlíðaskóla. Eyrún Ólafsdóttir, kennari á táknmálssviði Hlíðaskóla var alsæl með heimsóknina í Myrkholt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Krökkunum þótti frábært að komast í sveitaheimsókn, ekki síst að sjá lömbin. Lömbin eru svo sæt „Mér finnst það ofboðslega skemmtilegt og ég elska dýr og mér finnst svo skemmtilegt að sjá svona mismunandi dýr, þau eru svo loðin og miklar dúllur. Ég myndi svo gjarnan vilja fá að taka eitt með mér heim en ég efast um að það megi,“ segir Amalie Daszkowska, 11 ára nemandi í Hlíðaskóla, sem er alveg heyrnarlaus, alsæl með sveitaferðina. Amalie Daszkowska, sem vild helst taka eitt lambið með sér heim því henni fannst þau svo krúttleg og sæt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir krakkarnir fengu að fara á hestbak en sum þeir höfðu aldrei áður farið á hestbak og hvað þá haldið á lömbum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitaferðin heppnaðist frábærlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Landbúnaður Krakkar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Loftur Jónasson og Vilborg Guðmundsdóttir eru bændur í Myrkholti með kindur og hesta, auk ferðaþjónustu. Krakkarnir, sem eru úr Hlíðaskóla í Reykjavík komu í heimsóknina með kennurum sínum og táknmálstúlkum. „Börnin okkar á táknmálssviði þurfa að fá tækifæri til að hitta dýrin og kynnast kindum og nýfæddum lömbum og haft ró og næði til að kynnast dýrunum, þetta er algjört ævintýri fyrir þau að koma hingað. Það er líka svo mikið vor í lofti hérna og skemmtilegt að koma á bæinn, mjög góð tilbreyting,“ segir Eyrún Ólafsdóttir, grunnskólakennari á táknmálssviði Hlíðaskóla. Eyrún Ólafsdóttir, kennari á táknmálssviði Hlíðaskóla var alsæl með heimsóknina í Myrkholt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Krökkunum þótti frábært að komast í sveitaheimsókn, ekki síst að sjá lömbin. Lömbin eru svo sæt „Mér finnst það ofboðslega skemmtilegt og ég elska dýr og mér finnst svo skemmtilegt að sjá svona mismunandi dýr, þau eru svo loðin og miklar dúllur. Ég myndi svo gjarnan vilja fá að taka eitt með mér heim en ég efast um að það megi,“ segir Amalie Daszkowska, 11 ára nemandi í Hlíðaskóla, sem er alveg heyrnarlaus, alsæl með sveitaferðina. Amalie Daszkowska, sem vild helst taka eitt lambið með sér heim því henni fannst þau svo krúttleg og sæt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir krakkarnir fengu að fara á hestbak en sum þeir höfðu aldrei áður farið á hestbak og hvað þá haldið á lömbum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitaferðin heppnaðist frábærlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Landbúnaður Krakkar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira