Assad gefur lítið fyrir gagnrýni vesturlanda á kosningar Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2021 12:09 Bashar Assad og eiginkona ohans Asma á kjörstaði í Douma. AP/Hassan Ammar Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir gagnrýni vestrænna ríkja á kosningar í Sýrlandi vera marklausa. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa, auk annarra, gagnrýnt framkvæmd kosninga í Sýrlandi og segja þær hvorki frjálsar né sanngjarnar. Kosningarnar eru eingöngu haldnar á þeim svæðum sem Assad-liðar stjórna. Þá hafa einungis tveir lítt þekktir menn boðið sig fram gegn forsetanum. Sýrlenskum andstæðingum Assad sem búa erlendis var meinað að bjóða sigi fram. Þetta verður í fjórða sinn sem Assad sigrar kosningar í Sýrlandi en hann tók við völdum af föður sínum árið 2000. Faðir hans, Hafez, hafði þá stjórnað Sýrlandi í þrjátíu ár. Samkvæmt AFP fréttaveitunni eru þetta aðrar kosningarnar sem haldnar hafa verið síðan borgarastyrjöld hófst í Sýrlandi fyrir um áratug. Styrjöldin hófst þegar stjórnarher Assads mætti mótmælendum sem kröfðust umbóta í Sýrlandi af mikilli hörku. Um 23 milljónir bjuggu í Sýrlandi þegar átökin hófust. Síðan þá hafa minnst 388 þúsund fallið í átökunum og um helmingur íbúa landsins hafa þurft að flýja heimili sín. Minnst fimm milljónir hafa flúið Sýrland. Assad og eiginkona hans, Asma, greiddu atkvæði í Douma, úthverfi Damascus, sem var lengi eitt helsta vígi uppreisnarmanna en stjórnarher Sýrlands náði tökum á Douma árið 2018. Það var eftir mannskæða efnavopnaárás sem stjórnarher Assads hefur verið sakaður um að gera. Aðrir kjósendur umkringdu þau hjón og kyrjuðu: „Með blóði okkar og sálum, fórnum við lífum okkar fyrir þig Bashar,“ samkvæmt AFP. Eftir að hann greiddi atkvæði sitt ræddi Assad við sýrlenska blaðamenn og sagði að Sýrland myndi ekki sætta sig við ummæli vestrænna ríkja, sem hefðu mörg hver átt nýlendur, um kosningarnar. Hagkerfi Sýrlands hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum og þá sérstaklega nú nýlega. Það má að miklu leyti rekja til efnahagsvandræða Líbanon, einnar helstu lífæðar Sýrlands við umheiminn undanfarin ár. AP fréttaveitan segir efnahagsvandræði Sýrlands einnig mega rekja til stríðsrekstrar undanfarin áratug, viðskiptaþvingana og refsiaðgerða og spillingar. Sýrland Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Kosningarnar eru eingöngu haldnar á þeim svæðum sem Assad-liðar stjórna. Þá hafa einungis tveir lítt þekktir menn boðið sig fram gegn forsetanum. Sýrlenskum andstæðingum Assad sem búa erlendis var meinað að bjóða sigi fram. Þetta verður í fjórða sinn sem Assad sigrar kosningar í Sýrlandi en hann tók við völdum af föður sínum árið 2000. Faðir hans, Hafez, hafði þá stjórnað Sýrlandi í þrjátíu ár. Samkvæmt AFP fréttaveitunni eru þetta aðrar kosningarnar sem haldnar hafa verið síðan borgarastyrjöld hófst í Sýrlandi fyrir um áratug. Styrjöldin hófst þegar stjórnarher Assads mætti mótmælendum sem kröfðust umbóta í Sýrlandi af mikilli hörku. Um 23 milljónir bjuggu í Sýrlandi þegar átökin hófust. Síðan þá hafa minnst 388 þúsund fallið í átökunum og um helmingur íbúa landsins hafa þurft að flýja heimili sín. Minnst fimm milljónir hafa flúið Sýrland. Assad og eiginkona hans, Asma, greiddu atkvæði í Douma, úthverfi Damascus, sem var lengi eitt helsta vígi uppreisnarmanna en stjórnarher Sýrlands náði tökum á Douma árið 2018. Það var eftir mannskæða efnavopnaárás sem stjórnarher Assads hefur verið sakaður um að gera. Aðrir kjósendur umkringdu þau hjón og kyrjuðu: „Með blóði okkar og sálum, fórnum við lífum okkar fyrir þig Bashar,“ samkvæmt AFP. Eftir að hann greiddi atkvæði sitt ræddi Assad við sýrlenska blaðamenn og sagði að Sýrland myndi ekki sætta sig við ummæli vestrænna ríkja, sem hefðu mörg hver átt nýlendur, um kosningarnar. Hagkerfi Sýrlands hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum og þá sérstaklega nú nýlega. Það má að miklu leyti rekja til efnahagsvandræða Líbanon, einnar helstu lífæðar Sýrlands við umheiminn undanfarin ár. AP fréttaveitan segir efnahagsvandræði Sýrlands einnig mega rekja til stríðsrekstrar undanfarin áratug, viðskiptaþvingana og refsiaðgerða og spillingar.
Sýrland Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira