Embætti landlæknis styður bann við spilakössum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. maí 2021 17:26 Embætti landlæknis styður bann við spilakössum samkvæmt umsögn þeirra við frumvarp um bann við spilakössum. vísir/VIlhelm Embætti landlæknis segir rannsóknir benda til þess að spilakassar séu sú tegund fjárhættuspila sem helst tengist spilafíkn og styður bann við spilakössum sem lagt er til í frumvarpi sem nú er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði frumvarpið fram í lok mars en fyrstu umræðu um það er lokið og er það nú til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Í nýrri umsögn frá Landlækni segir að embættið styðji málið. Í því er lagt til að rekstur spilakassa verði með öllu bannaður og að ríkissjóður bæti Íslandsspilum og Háskóla Íslands tekjutapið. Í umsögn Landlæknis er bent á að á sínum tíma hafi um níutíu prósent þeirra sem leituðu til hjálpastöðva um spilavanda í Noregi verið fólk sem spilaði í spilakössum, en þeir voru bannaðir þar í landi árið 2007. Þá sýni sænsk rannsókn að um sjötíu prósent af veltu spilakassa komi frá fólki með spilavanda. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði frumvarpið fram.vísir/Vilhelm Í dag hafa tvö félög heimild til reksturs spilakassa hér á landi. Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil, sem er félag í eigu Rauða krossins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Nokkrar umsagnir hafa borist um frumvarpið sem Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna. Í þeirra umsögn er vísað í könnun Gallup sem sýnir að yfirgnæfandi meirihluti fólks vilji láta loka spilakössum til frambúðar. Í umsögn Háskóla Íslands er tekið undir áhyggjur af tengslum spilavanda við spilakassa. Jón Atli Benediktsson, sem skrifar umsögnina fyrir hönd háskólans, segir hins vegar vafa undiropið að vandinn verði leystur með boðum og bönnum. Vísað er til þess að málið sé til skoðunar í starfshópi. „Áður en til ákvarðana kemur um einstaka þætti er mun nær að greina hvort og þá hvemig unnt er að mæta ýmsum sjónarmiðum sem fram hafa komið varðandi leiðir við tekjuöflun Happdrættisins, án þess að til samdráttar komi og jafnframt um leið að draga úr mögulegum skaða einstaklinga sem glíma við spilafíkn. Með öðmm orðum er mikilvægt, sem fyrr greinir, að mál af þessu tagi séu skoðuð heildstætt og ekki hrapað að niðurstöðu,“ segir í umsögn háskólans. Fjárhættuspil Alþingi Fíkn Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði frumvarpið fram í lok mars en fyrstu umræðu um það er lokið og er það nú til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Í nýrri umsögn frá Landlækni segir að embættið styðji málið. Í því er lagt til að rekstur spilakassa verði með öllu bannaður og að ríkissjóður bæti Íslandsspilum og Háskóla Íslands tekjutapið. Í umsögn Landlæknis er bent á að á sínum tíma hafi um níutíu prósent þeirra sem leituðu til hjálpastöðva um spilavanda í Noregi verið fólk sem spilaði í spilakössum, en þeir voru bannaðir þar í landi árið 2007. Þá sýni sænsk rannsókn að um sjötíu prósent af veltu spilakassa komi frá fólki með spilavanda. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði frumvarpið fram.vísir/Vilhelm Í dag hafa tvö félög heimild til reksturs spilakassa hér á landi. Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil, sem er félag í eigu Rauða krossins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Nokkrar umsagnir hafa borist um frumvarpið sem Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna. Í þeirra umsögn er vísað í könnun Gallup sem sýnir að yfirgnæfandi meirihluti fólks vilji láta loka spilakössum til frambúðar. Í umsögn Háskóla Íslands er tekið undir áhyggjur af tengslum spilavanda við spilakassa. Jón Atli Benediktsson, sem skrifar umsögnina fyrir hönd háskólans, segir hins vegar vafa undiropið að vandinn verði leystur með boðum og bönnum. Vísað er til þess að málið sé til skoðunar í starfshópi. „Áður en til ákvarðana kemur um einstaka þætti er mun nær að greina hvort og þá hvemig unnt er að mæta ýmsum sjónarmiðum sem fram hafa komið varðandi leiðir við tekjuöflun Happdrættisins, án þess að til samdráttar komi og jafnframt um leið að draga úr mögulegum skaða einstaklinga sem glíma við spilafíkn. Með öðmm orðum er mikilvægt, sem fyrr greinir, að mál af þessu tagi séu skoðuð heildstætt og ekki hrapað að niðurstöðu,“ segir í umsögn háskólans.
Fjárhættuspil Alþingi Fíkn Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira