Langri bið eða ævintýri þýsks höfundar lýkur á Drekavöllum Sindri Sverrisson skrifar 29. maí 2021 09:00 Leikmenn Manchester City eða Chelsea munu hafa ástæðu til að fagna í kvöld. Getty Chelsea getur fullkomnað hreint út sagt ævintýralega fjóra mánuði, eftir handriti Þjóðverjans Thomas Tüchel, og Manchester City getur uppfyllt langþráðan draum, þegar liðin mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Portúgal í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19 en upphitun á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkutíma fyrr. Leikurinn var færður frá Istanbúl til Porto vegna kórónuveirufaraldursins, og munu 16.500 manns fá að mæta á Drekavelli til að sjá Evrópumeistara krýnda. Þrátt fyrir alla sína velgengni síðasta áratuginn, þar á meðal fimm Englandsmeistaratitla, er um að ræða fyrsta úrslitaleik City í Meistaradeildinni. Sigur í Evrópukeppni bikarhafa árið 1970 er eini alvöru titill liðsins á alþjóðlegum vettvangi. Pep Guardiola, sem gerði Barcelona tvívegis að Evrópumeistara, hefur komið City af miklu öryggi í úrslitaleikinn í ár, í gegnum PSG, Dortmund og Borussia Mönchengladbach í útsláttarkeppninni án þess að tapa einum einasta leik, eða gera svo mikið sem eitt jafntefli. Liðið getur unnið þrennu í ár því City hefur þegar unnið ensku úrvalsdeildina og deildabikarinn. Það fá 14.500 stuðningsmenn að mæta á leikinn í Porto í kvöld.Getty/Marc Atkins Englandsmeistararnir hafa hins vegar tapað báðum leikjum sínum gegn Chelsea eftir að Lundúnaliðið tók algjörum stakkaskiptum með komu Tüchels. Það eru tvö af fimm töpum City í síðustu 47 leikjum. Tüchel, sem tók við af Frank Lampard í lok janúar, er mættur í úrslitaleik keppninnar í annað sinn á innan við ári stýrði fyrir níu mánuðum liði PSG í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, í tapinu gegn Bayern München. Möguleg byrjunarlið: Manchester City: Ederson - Walker, Stones, Rúben Dias, Zinchenko -Bernardo Silva, Fernandinho, Gündogan - Mahrez, De Bruyne, Foden Chelsea: Mendy - Christensen, Thiago Silva, Rüdiger - Azpilicueta, Jorginho, Kanté, Chilwell - Pulisic, Werner, Mount Tüchel hefur umbreytt Chelsea og skilað því öruggu sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, bikarúrslitaleik og úrslitaleik í Meistaradeildinni. Þó City sé talið sigurstranglegra gæti Chelsea endurtekið leikinn frá því í München árið 2012, þegar Roberto Di Matteo stýrði liðinu til sigurs á Bayern og þar með í keppninni. Chelsea hefur gefið eftir að undanförnu en ætti að vera með sitt sterkasta lið þar sem Edouard Mendy og N'Golo Kanté virðast klárir í slaginn. Hjá Manchester City eru engin meiðsli. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu er á Stöð 2 Sport 2 kl. 19 í kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr en leikurinn sjálfur er í opinni dagskrá. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Leikurinn hefst kl. 19 en upphitun á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkutíma fyrr. Leikurinn var færður frá Istanbúl til Porto vegna kórónuveirufaraldursins, og munu 16.500 manns fá að mæta á Drekavelli til að sjá Evrópumeistara krýnda. Þrátt fyrir alla sína velgengni síðasta áratuginn, þar á meðal fimm Englandsmeistaratitla, er um að ræða fyrsta úrslitaleik City í Meistaradeildinni. Sigur í Evrópukeppni bikarhafa árið 1970 er eini alvöru titill liðsins á alþjóðlegum vettvangi. Pep Guardiola, sem gerði Barcelona tvívegis að Evrópumeistara, hefur komið City af miklu öryggi í úrslitaleikinn í ár, í gegnum PSG, Dortmund og Borussia Mönchengladbach í útsláttarkeppninni án þess að tapa einum einasta leik, eða gera svo mikið sem eitt jafntefli. Liðið getur unnið þrennu í ár því City hefur þegar unnið ensku úrvalsdeildina og deildabikarinn. Það fá 14.500 stuðningsmenn að mæta á leikinn í Porto í kvöld.Getty/Marc Atkins Englandsmeistararnir hafa hins vegar tapað báðum leikjum sínum gegn Chelsea eftir að Lundúnaliðið tók algjörum stakkaskiptum með komu Tüchels. Það eru tvö af fimm töpum City í síðustu 47 leikjum. Tüchel, sem tók við af Frank Lampard í lok janúar, er mættur í úrslitaleik keppninnar í annað sinn á innan við ári stýrði fyrir níu mánuðum liði PSG í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, í tapinu gegn Bayern München. Möguleg byrjunarlið: Manchester City: Ederson - Walker, Stones, Rúben Dias, Zinchenko -Bernardo Silva, Fernandinho, Gündogan - Mahrez, De Bruyne, Foden Chelsea: Mendy - Christensen, Thiago Silva, Rüdiger - Azpilicueta, Jorginho, Kanté, Chilwell - Pulisic, Werner, Mount Tüchel hefur umbreytt Chelsea og skilað því öruggu sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, bikarúrslitaleik og úrslitaleik í Meistaradeildinni. Þó City sé talið sigurstranglegra gæti Chelsea endurtekið leikinn frá því í München árið 2012, þegar Roberto Di Matteo stýrði liðinu til sigurs á Bayern og þar með í keppninni. Chelsea hefur gefið eftir að undanförnu en ætti að vera með sitt sterkasta lið þar sem Edouard Mendy og N'Golo Kanté virðast klárir í slaginn. Hjá Manchester City eru engin meiðsli. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu er á Stöð 2 Sport 2 kl. 19 í kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr en leikurinn sjálfur er í opinni dagskrá. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Möguleg byrjunarlið: Manchester City: Ederson - Walker, Stones, Rúben Dias, Zinchenko -Bernardo Silva, Fernandinho, Gündogan - Mahrez, De Bruyne, Foden Chelsea: Mendy - Christensen, Thiago Silva, Rüdiger - Azpilicueta, Jorginho, Kanté, Chilwell - Pulisic, Werner, Mount
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira