Reglur um aukastörf dómara „talsvert strangari“ en hjá nágrannaþjóðum Sylvía Hall skrifar 30. maí 2021 14:51 Kjartan Bjarni Björgvinsson og Berglind Svavarsdóttir ræddu aukastörf dómara á Sprengisandi í dag. EFTA/Landsbankinn „Þetta snýst alltaf um sjálfstæði og óhæði dómaranna. Að borgarinn geti treyst því að hann njóti og geti flutt mál sitt og fengið úrlausn hjá sjálfstæðum og óvilhöllum dómstól,“ segir Berglind Svavarsdóttir fráfarandi formaður Lögmannafélagsins um aukastörf dómara. Aukastörf íslenskra dómara hafa verið mikið til umræðu undanfarið og því verið velt upp hvort slíkt brjóti gegn meginreglunni um sjálfstæði dómara. Berglind ræddi þessi mál ásamt Kjartani Bjarna Björgvinssyni, formanni Dómarafélagsins, á Sprengisandi í dag. Kjartan segir vert að minnast á að aukastörf dómara lúti einum ströngustu reglum í Evrópu samkvæmt lögum um dómstóla. Þá séu þau í mun minna mæli en þekkist á Norðurlöndunum. „Í fullkomnum heimi getum við alltaf sagt að það sé best að hver og einn dómari sinni bara sínu starfi og engu öðru,“ segir Kjartan og tók undir þau sjónarmið að kjör dómara væru ákveðin með hliðsjón af því að þeir gætu verið sjálfstæðir í störfum sínum. „Þess vegna erum við með þessar ströngu reglur á því að dómarar taki að sér aukastörf. Við erum í raun eina stéttin í landinu sem þurfum að afla fyrir fram leyfis til að taka að okkur aukastörf og rétt að halda því fram að við erum ekki að tala um hefðbundin föst störf heldur er sú krafa gerð samkvæmt íslenskum lögum að tilfallandi verkefni sem dómari tekur að sér; ritun álitsgerðar, samning lagafrumvarps – það getur dómari ekki tekið að sér nema með sérstöku leyfi.“ „Reglurnar okkar eru talsvert strangari þar en sambærilegar reglur í Noregi og Danmörku.“ Úr lögum um dómstóla. Ljóst er að ströng skilyrði eru sett fyrir því að dómarar gegni aukastörfum.Alþingi Lögmannafélagið hefur gert athugasemdir við tilnefningar Að sögn Berglindar er mikilvægt að hafa þrígreiningu ríkisvaldsins í huga í umræðu um þessi mál. Dómsvaldinu sé ætlað að hafa ákveðið eftirlitshlutverk með framkvæmdarvaldinu og segir hún félagið hafa komið því á framfæri við framkvæmdarvaldið að þeim þyki óeðlilegt að það sé óskað eftir setu dómara í ýmsum nefndum. „Mér finnst að allir eigi að stefna í sömu átt með þetta því þetta snýst alltaf fyrst og fremst hvað borgarinn má treysta. Hann á stjórnarskrárvarinn rétt á því að fá úrlausn sinna mála fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstól. Það er alveg óþarfi að leggja í einhverja óvissuferð.“ Kjartan segir umræðu um þessi mál ekki ný af nálinni enda hafi mikið verið ritað um sjálfstæði dómara og hættuna á árekstrum í fræðiskrifum á sviði lögfræði. Hingað til hafi ekki verið litið svo á að það sé sérstök hætta fólgin í því að fá dómara til setu í úrskurðarnefndum, sérstaklega ekki héraðsdómara. „Ef dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur situr í úrskurðarnefnd og eitthvað mál sem varðar þá nefnd kemur til kasta dómstólsins þá eru þarna meira en tuttugu aðrir dómarar sem geta tekið það mál að sér,“ segir Kjartan og tekur fyrir að það gæti leitt til þess að dómari, sem ekki væri hlutlaus til að dæma í málinu, færi að skipta sér af því þegar það væri til úrlausnar hjá öðrum dómara. „Það gerir hann ekki. Það væri brot í starfi og ég myndi reka hann öfugan út. Það væri algjörlega út úr kortinu, að fara að ræða mál sem dómari hefði komið að við annan dómara í málinu og bæri að tilkynna.“ Kjartan segist ekki trúa því að nokkur dómari færi að skipta sér af máli sem hann væri sjálfur óhæfur til að fjalla um.Vísir/Vilhelm Smæð samfélagsins vandamál á fleiri sviðum þjóðfélagsins Að mati Kjartans er spurningin um mögulega hagsmunaárekstra til staðar á öllum sviðum samfélagsins og það sé ekki bundið við störf dómara. „Líka ef við fáum til dæmis lögmenn til að sitja í þessum nefndum, maður veit ekkert hverra hagsmuna lögmenn eru að gæta alltaf. Þeir hafa ýmsa hagsmuni sem við höfum ekki sömu yfirsýn yfir og hagsmuni dómara sem eru opinberlega skráðir og tilkynntir.“ Hann segir nauðsynlegt að líta til þess hversu lítið hið íslenska samfélag er og hafa í huga reynslu nágrannaþjóða. Þar sé mun algengara að dómarar taki að sér aukastörf en hér á landi og því ólíklegt að Íslendingar væru færir um betra fyrirkomulag en þekkist þar. „Gleymum því þó ekki að við erum ekki bara smásamfélag, við erum örsamfélag. Systkini okkar á Norðurlöndum hafa metið það þannig að það sé erfitt að manna þessar nefndir og fá til sín sérfræðinga. Við eigum að leita til fólks í hlutastörfum, bæði lögmanna en einnig dómara. Þá er spurningin: Erum við virkilega það mikið betur sett með okkar mannval?“ Kannast ekki við þöggunarmenningu Á Sprengisandi í síðustu viku ræddi Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, einnig aukastörf dómara en hann hefur ritað um þau undanfarið. Þar var því velt upp hvort ákveðin þöggunarmenning ríkti innan lögfræðingastéttarinar. Sagði Bjarni slíka menningu ríkja varðandi nokkra innri þætti stéttarinnar með þeim hætti að ákveðin viðkvæm málefni væru ekki mikið rædd. Þegar þáttastjórnandi bar upp sambærilega spurningu í dag, hvort þöggunarmenning ríkti innan stéttarinnar almennt, sögðust hvorki Berglind né Kjartan kannast við slíkt. Sagði Berglind bæði lögmenn og dómara þurfa að þola gagnrýni, svo lengi sem hún væri málefnaleg. Hún hefði þó heyrt slík sjónarmið áður og það gæti vel verið að einhverjir upplifðu stöðuna sem svo. „Lögmenn koma mjög oft með gagnrýni á dóma og finnst ekki vera réttar forsendur og segja jafnvel berum orðum að þeir séu rangir. Ég hef ekki orðið vör við annað en að það sé gert,“ sagði Berglind og Kjartan tók í sama streng. „Sem óbreyttur héraðsdómari á plani þá bý ég við það að nokkrum sinnum í mánuði er máli áfrýjað eða kært og það snýst náttúrulega um það hvílíkur vitleysingur þessi dómari var – auðvitað með kurteisu orðalagi.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Dómstólar Sprengisandur Háskólar Aukastörf dómara Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Aukastörf íslenskra dómara hafa verið mikið til umræðu undanfarið og því verið velt upp hvort slíkt brjóti gegn meginreglunni um sjálfstæði dómara. Berglind ræddi þessi mál ásamt Kjartani Bjarna Björgvinssyni, formanni Dómarafélagsins, á Sprengisandi í dag. Kjartan segir vert að minnast á að aukastörf dómara lúti einum ströngustu reglum í Evrópu samkvæmt lögum um dómstóla. Þá séu þau í mun minna mæli en þekkist á Norðurlöndunum. „Í fullkomnum heimi getum við alltaf sagt að það sé best að hver og einn dómari sinni bara sínu starfi og engu öðru,“ segir Kjartan og tók undir þau sjónarmið að kjör dómara væru ákveðin með hliðsjón af því að þeir gætu verið sjálfstæðir í störfum sínum. „Þess vegna erum við með þessar ströngu reglur á því að dómarar taki að sér aukastörf. Við erum í raun eina stéttin í landinu sem þurfum að afla fyrir fram leyfis til að taka að okkur aukastörf og rétt að halda því fram að við erum ekki að tala um hefðbundin föst störf heldur er sú krafa gerð samkvæmt íslenskum lögum að tilfallandi verkefni sem dómari tekur að sér; ritun álitsgerðar, samning lagafrumvarps – það getur dómari ekki tekið að sér nema með sérstöku leyfi.“ „Reglurnar okkar eru talsvert strangari þar en sambærilegar reglur í Noregi og Danmörku.“ Úr lögum um dómstóla. Ljóst er að ströng skilyrði eru sett fyrir því að dómarar gegni aukastörfum.Alþingi Lögmannafélagið hefur gert athugasemdir við tilnefningar Að sögn Berglindar er mikilvægt að hafa þrígreiningu ríkisvaldsins í huga í umræðu um þessi mál. Dómsvaldinu sé ætlað að hafa ákveðið eftirlitshlutverk með framkvæmdarvaldinu og segir hún félagið hafa komið því á framfæri við framkvæmdarvaldið að þeim þyki óeðlilegt að það sé óskað eftir setu dómara í ýmsum nefndum. „Mér finnst að allir eigi að stefna í sömu átt með þetta því þetta snýst alltaf fyrst og fremst hvað borgarinn má treysta. Hann á stjórnarskrárvarinn rétt á því að fá úrlausn sinna mála fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstól. Það er alveg óþarfi að leggja í einhverja óvissuferð.“ Kjartan segir umræðu um þessi mál ekki ný af nálinni enda hafi mikið verið ritað um sjálfstæði dómara og hættuna á árekstrum í fræðiskrifum á sviði lögfræði. Hingað til hafi ekki verið litið svo á að það sé sérstök hætta fólgin í því að fá dómara til setu í úrskurðarnefndum, sérstaklega ekki héraðsdómara. „Ef dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur situr í úrskurðarnefnd og eitthvað mál sem varðar þá nefnd kemur til kasta dómstólsins þá eru þarna meira en tuttugu aðrir dómarar sem geta tekið það mál að sér,“ segir Kjartan og tekur fyrir að það gæti leitt til þess að dómari, sem ekki væri hlutlaus til að dæma í málinu, færi að skipta sér af því þegar það væri til úrlausnar hjá öðrum dómara. „Það gerir hann ekki. Það væri brot í starfi og ég myndi reka hann öfugan út. Það væri algjörlega út úr kortinu, að fara að ræða mál sem dómari hefði komið að við annan dómara í málinu og bæri að tilkynna.“ Kjartan segist ekki trúa því að nokkur dómari færi að skipta sér af máli sem hann væri sjálfur óhæfur til að fjalla um.Vísir/Vilhelm Smæð samfélagsins vandamál á fleiri sviðum þjóðfélagsins Að mati Kjartans er spurningin um mögulega hagsmunaárekstra til staðar á öllum sviðum samfélagsins og það sé ekki bundið við störf dómara. „Líka ef við fáum til dæmis lögmenn til að sitja í þessum nefndum, maður veit ekkert hverra hagsmuna lögmenn eru að gæta alltaf. Þeir hafa ýmsa hagsmuni sem við höfum ekki sömu yfirsýn yfir og hagsmuni dómara sem eru opinberlega skráðir og tilkynntir.“ Hann segir nauðsynlegt að líta til þess hversu lítið hið íslenska samfélag er og hafa í huga reynslu nágrannaþjóða. Þar sé mun algengara að dómarar taki að sér aukastörf en hér á landi og því ólíklegt að Íslendingar væru færir um betra fyrirkomulag en þekkist þar. „Gleymum því þó ekki að við erum ekki bara smásamfélag, við erum örsamfélag. Systkini okkar á Norðurlöndum hafa metið það þannig að það sé erfitt að manna þessar nefndir og fá til sín sérfræðinga. Við eigum að leita til fólks í hlutastörfum, bæði lögmanna en einnig dómara. Þá er spurningin: Erum við virkilega það mikið betur sett með okkar mannval?“ Kannast ekki við þöggunarmenningu Á Sprengisandi í síðustu viku ræddi Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, einnig aukastörf dómara en hann hefur ritað um þau undanfarið. Þar var því velt upp hvort ákveðin þöggunarmenning ríkti innan lögfræðingastéttarinar. Sagði Bjarni slíka menningu ríkja varðandi nokkra innri þætti stéttarinnar með þeim hætti að ákveðin viðkvæm málefni væru ekki mikið rædd. Þegar þáttastjórnandi bar upp sambærilega spurningu í dag, hvort þöggunarmenning ríkti innan stéttarinnar almennt, sögðust hvorki Berglind né Kjartan kannast við slíkt. Sagði Berglind bæði lögmenn og dómara þurfa að þola gagnrýni, svo lengi sem hún væri málefnaleg. Hún hefði þó heyrt slík sjónarmið áður og það gæti vel verið að einhverjir upplifðu stöðuna sem svo. „Lögmenn koma mjög oft með gagnrýni á dóma og finnst ekki vera réttar forsendur og segja jafnvel berum orðum að þeir séu rangir. Ég hef ekki orðið vör við annað en að það sé gert,“ sagði Berglind og Kjartan tók í sama streng. „Sem óbreyttur héraðsdómari á plani þá bý ég við það að nokkrum sinnum í mánuði er máli áfrýjað eða kært og það snýst náttúrulega um það hvílíkur vitleysingur þessi dómari var – auðvitað með kurteisu orðalagi.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómstólar Sprengisandur Háskólar Aukastörf dómara Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira