Handtekinn fyrir að kasta flösku í Kyrie Irving: „Við erum ekki dýr og erum ekki í sirkus“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. maí 2021 08:01 Kyrie Irving skoraði 39 stig og tók ellefu fráköst gegn Boston Celtics. getty/Maddie Malhotra Stuðningsmaður Boston Celtics var handtekinn eftir að hafa kastað vatnsflösku í átt að Kyrie Irving eftir leik gegn Brooklyn Nets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Brooklyn vann leikinn, 126-141. Stuðningsmaðurinn kastaði flöskunni í átt að Irving þegar hann gekk af velli. Sem betur fer hitti hann ekki Irving með flöskunni. Hann var í kjölfarið handtekinn og á von á lífstíðarbanni frá TD Garden, heimavelli Boston. Þetta er ekki fyrsta dæmið um slæma hegðun stuðningsmanna í úrslitakeppni NBA. Stuðningsmaður Philadelphia 76ers sturtaði poppkorni yfir Russell Westbrook, leikmann Washington Wizards, hrækt var á Trae Young, leikmann Atlanta Hawks, og þrír stuðningsmenn Utah Jazz voru fjarlægðir eftir að hafa hrópað ókvæðisorð að fjölskyldu Jas Morant, leikmanns Memphis Grizzlies. Irving, sem skoraði 39 stig og tók ellefu fráköst gegn sínum gömlu félögum í nótt, er kominn með nóg af hegðun stuðningsmannanna. „Þetta hefur verið svona lengi, með undirliggjandi rasisma og koma fram við fólk eins og þetta sé dýragarður,“ sagði Irving sem lék með Boston á árunum 2017-19. Kevin Durant, sem skoraði 42 stig, tók í sama streng og Irving varðandi hegðun stuðningsmannnanna. „Við erum ekki dýr og erum ekki í sirkus. Að fara á leik snýst ekki bara um þig sem stuðningsmann. Þú verður að bera virðingu fyrir leiknum,“ sagði Durant. Brooklyn er 3-1 yfir í einvíginu gegn Boston og vantar aðeins einn sigur í viðbót til að komast í undanúrslit Austurdeildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Stuðningsmaðurinn kastaði flöskunni í átt að Irving þegar hann gekk af velli. Sem betur fer hitti hann ekki Irving með flöskunni. Hann var í kjölfarið handtekinn og á von á lífstíðarbanni frá TD Garden, heimavelli Boston. Þetta er ekki fyrsta dæmið um slæma hegðun stuðningsmanna í úrslitakeppni NBA. Stuðningsmaður Philadelphia 76ers sturtaði poppkorni yfir Russell Westbrook, leikmann Washington Wizards, hrækt var á Trae Young, leikmann Atlanta Hawks, og þrír stuðningsmenn Utah Jazz voru fjarlægðir eftir að hafa hrópað ókvæðisorð að fjölskyldu Jas Morant, leikmanns Memphis Grizzlies. Irving, sem skoraði 39 stig og tók ellefu fráköst gegn sínum gömlu félögum í nótt, er kominn með nóg af hegðun stuðningsmannanna. „Þetta hefur verið svona lengi, með undirliggjandi rasisma og koma fram við fólk eins og þetta sé dýragarður,“ sagði Irving sem lék með Boston á árunum 2017-19. Kevin Durant, sem skoraði 42 stig, tók í sama streng og Irving varðandi hegðun stuðningsmannnanna. „Við erum ekki dýr og erum ekki í sirkus. Að fara á leik snýst ekki bara um þig sem stuðningsmann. Þú verður að bera virðingu fyrir leiknum,“ sagði Durant. Brooklyn er 3-1 yfir í einvíginu gegn Boston og vantar aðeins einn sigur í viðbót til að komast í undanúrslit Austurdeildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum