Datt um stöngina fyrir framan marklínuna en allt endaði vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2021 09:31 Haley Adams varð í öðru sæti eftir heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey. Instagram/@haleyadamssss Silfurmaður síðustu heimsleika í CrossFit, Samuel Kwant, er úr leik í ár eftir keppni helgarinnar. Það gekk líka mikið á þegar Haley Adams og Brooke Wells háðu mikla baráttu um annað sætið á MidAtlanticCrossFit Challenge undanúrslitamótinu en þar var keppt um sæti inn á heimsleikana. Undanúrslit heimsleikanna í CrossFit hófust um helgina og nú er fólk farið að tryggja sér farseðla til Madison þar sem úrslitin fara um mánaðamótin júlí og ágúst. MidAtlanticCrossFit Challenge undanúrslitamótið fór þannig fram í Knoxville í Tennessee fylki í Bandaríkjunum. Fimm sæti voru í boði í öllum flokkunum. Haley Adams og Brooke Wells og voru hnífjafnar á lokasprettinum í næstsíðustu greininni í kvennaflokki sem bar nafnið Triwizard Cup. Þær voru að koma í mark á sama tíma en kappið fór með hina ungu Haley Adams sem datt um stöngina eftir síðustu lyftu sína og fékk á endanum á sig refsingu. Brooke Wells fékk því annað sætið í greininni en Haley lét það ekki slá sig út af laginu. Hér fyrir neðan má sjá klaufaganginn í Haley. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Haley bætti fyrir þetat með því að ná öðru sætinu af Wells með góðri lokaæfingu en báðar eru þær komnar inn á heimsleikana í haust. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey var með talsverða yfirburði í kvennaflokki og vann öruggan sigur en auk Haley og Brooke þá eru þær Amanda Barnhart, æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur, og Jessica Griffith einnig komnar með farseðilinn. Karlameginn þá tryggðu þeir Jayson Hopper, Scott Panchik, Justin Medeiros, Travis Mayer og Zach Watts sér þátttökurétt á heimsleikunum. Samuel Kwant, silfurmaður frá síðustu heimsleikum og æfingafélagi Katrínar Tönju, náði hins vegar aðeins fjórtánda sæti og verður því ekki með á leikunum í ár. Fimm efstu komust beint á leikina og næstu þrír á eftir fá annað tækifæri á síðasta undanúrslitamótinu. Íslenska CrossFit fólkið keppir á sínu undanúrslitamóti í gegnum netið og fara þau fram í júní. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira
Undanúrslit heimsleikanna í CrossFit hófust um helgina og nú er fólk farið að tryggja sér farseðla til Madison þar sem úrslitin fara um mánaðamótin júlí og ágúst. MidAtlanticCrossFit Challenge undanúrslitamótið fór þannig fram í Knoxville í Tennessee fylki í Bandaríkjunum. Fimm sæti voru í boði í öllum flokkunum. Haley Adams og Brooke Wells og voru hnífjafnar á lokasprettinum í næstsíðustu greininni í kvennaflokki sem bar nafnið Triwizard Cup. Þær voru að koma í mark á sama tíma en kappið fór með hina ungu Haley Adams sem datt um stöngina eftir síðustu lyftu sína og fékk á endanum á sig refsingu. Brooke Wells fékk því annað sætið í greininni en Haley lét það ekki slá sig út af laginu. Hér fyrir neðan má sjá klaufaganginn í Haley. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Haley bætti fyrir þetat með því að ná öðru sætinu af Wells með góðri lokaæfingu en báðar eru þær komnar inn á heimsleikana í haust. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey var með talsverða yfirburði í kvennaflokki og vann öruggan sigur en auk Haley og Brooke þá eru þær Amanda Barnhart, æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur, og Jessica Griffith einnig komnar með farseðilinn. Karlameginn þá tryggðu þeir Jayson Hopper, Scott Panchik, Justin Medeiros, Travis Mayer og Zach Watts sér þátttökurétt á heimsleikunum. Samuel Kwant, silfurmaður frá síðustu heimsleikum og æfingafélagi Katrínar Tönju, náði hins vegar aðeins fjórtánda sæti og verður því ekki með á leikunum í ár. Fimm efstu komust beint á leikina og næstu þrír á eftir fá annað tækifæri á síðasta undanúrslitamótinu. Íslenska CrossFit fólkið keppir á sínu undanúrslitamóti í gegnum netið og fara þau fram í júní. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira