Dusterinn er kominn aftur á kreik Snorri Másson skrifar 1. júní 2021 07:01 Dacia Duster er vinsæll bíll hjá bílaleigum á Íslandi. Unsplash/Jesse Huisman Þeir sem fara akandi um stræti Reykjavíkur nú um mundir fara fæstir varhluta af kunnuglegri þróun sem orðið hefur í borginni á allra síðustu vikum. Dacia Duster, uppáhaldsbílaleigubíll ferðamannsins, er aftur kominn á kreik. Samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru Dusterar og aðrir bílaleigubílar í umferðinni orðnir merkjanlega fleiri. Enn er þó ekki að sjá að árekstrum hafi fjölgað sem nemur. Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeildinni, segir að engan skuli undra að þróunin sé þessi þegar sneisafullar flugvélar af ferðamönnum lenda hér dag hvern. Hann telur ferðamennina þó ekki verri ökumenn en Íslendinga. „Þeir eru yfirleitt varfærnir af því að þeir eru ókunnugir aðstæðum en þeir lenda stundum í klaufalegum mistökum. Stórt hlutfall af þessum hópi tel ég að sé fólk sem á ekki bíl í sínu heimalandi vegna almenningssamganga í stórborgum þar. Þau eru þar af leiðandi ekki vanir ökumenn og enn síður í íslenskum aðstæðum,“ segir Guðbrandur. Ferðamönnum stórfjölgar Samkvæmt athugunum Vegagerðarinnar eru Kínverjar, Ítalir og Spánverjar langlíklegastir til að verða sér að voða í umferðinni hér á landi og eru þessar þjóðir raunar margfalt líklegri en margar aðrar. Samgöngustofa hefur lagt mikið upp úr því að búa til kennsluefni fyrir ferðamenn sem er dreift til þeirra í samstarfi við björgunarsveitir og bílaleigur. Þar hefur að sögn Guðbrands verið unnið gríðarlegt forvarnarstarf á umliðnum árum. Sautján flugvélar áforma að lenda á Keflavíkurflugvelli á morgun og ferðamenn hafa ekki streymt í eins stríðum straumum inn í landið síðan löngu fyrir heimsfaraldur. Um leið er slakað á skyldu til dvalar á sóttkvíarhótelum fyrir stóran hóp frá og með 1. júní. Umferð Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Bílar Lögreglumál Tengdar fréttir Páfinn velur Dacia Duster fram yfir Benz, Range Rover og Lamborghini Renault hefur gefið Francis páfa sérsmíðaðan Dacia Duster bíl til að spóka sig um á í Vatíkaninu. 28. nóvember 2019 14:00 „Túristinn er mættur“ Langar raðir hafa myndast við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu við Suðurlandsbraut í sýnatökur undanfarna daga. Þrátt fyrir að þónokkur smit hafi greinst utan sóttkvíar undanfarna daga er fjöldinn ekki vegna þeirra smita, heldur endurkomu ferðamanna hingað til lands. 29. maí 2021 14:03 Ekki lengur krafa um neikvætt Covid-próf fyrir ferðamenn frá Norðurlöndum Sænsk stjórnvöld hafa ákveðið að aflétta kröfu um að ferðamenn sem koma frá Norðurlöndum sýni fram á neikvætt PCR-próf við komuna til Svíþjóðar. Nýjar reglur taka gildi síðasta dag maímánaðar og á þá við ferðamenn frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Íslandi. 28. maí 2021 13:51 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru Dusterar og aðrir bílaleigubílar í umferðinni orðnir merkjanlega fleiri. Enn er þó ekki að sjá að árekstrum hafi fjölgað sem nemur. Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeildinni, segir að engan skuli undra að þróunin sé þessi þegar sneisafullar flugvélar af ferðamönnum lenda hér dag hvern. Hann telur ferðamennina þó ekki verri ökumenn en Íslendinga. „Þeir eru yfirleitt varfærnir af því að þeir eru ókunnugir aðstæðum en þeir lenda stundum í klaufalegum mistökum. Stórt hlutfall af þessum hópi tel ég að sé fólk sem á ekki bíl í sínu heimalandi vegna almenningssamganga í stórborgum þar. Þau eru þar af leiðandi ekki vanir ökumenn og enn síður í íslenskum aðstæðum,“ segir Guðbrandur. Ferðamönnum stórfjölgar Samkvæmt athugunum Vegagerðarinnar eru Kínverjar, Ítalir og Spánverjar langlíklegastir til að verða sér að voða í umferðinni hér á landi og eru þessar þjóðir raunar margfalt líklegri en margar aðrar. Samgöngustofa hefur lagt mikið upp úr því að búa til kennsluefni fyrir ferðamenn sem er dreift til þeirra í samstarfi við björgunarsveitir og bílaleigur. Þar hefur að sögn Guðbrands verið unnið gríðarlegt forvarnarstarf á umliðnum árum. Sautján flugvélar áforma að lenda á Keflavíkurflugvelli á morgun og ferðamenn hafa ekki streymt í eins stríðum straumum inn í landið síðan löngu fyrir heimsfaraldur. Um leið er slakað á skyldu til dvalar á sóttkvíarhótelum fyrir stóran hóp frá og með 1. júní.
Umferð Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Bílar Lögreglumál Tengdar fréttir Páfinn velur Dacia Duster fram yfir Benz, Range Rover og Lamborghini Renault hefur gefið Francis páfa sérsmíðaðan Dacia Duster bíl til að spóka sig um á í Vatíkaninu. 28. nóvember 2019 14:00 „Túristinn er mættur“ Langar raðir hafa myndast við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu við Suðurlandsbraut í sýnatökur undanfarna daga. Þrátt fyrir að þónokkur smit hafi greinst utan sóttkvíar undanfarna daga er fjöldinn ekki vegna þeirra smita, heldur endurkomu ferðamanna hingað til lands. 29. maí 2021 14:03 Ekki lengur krafa um neikvætt Covid-próf fyrir ferðamenn frá Norðurlöndum Sænsk stjórnvöld hafa ákveðið að aflétta kröfu um að ferðamenn sem koma frá Norðurlöndum sýni fram á neikvætt PCR-próf við komuna til Svíþjóðar. Nýjar reglur taka gildi síðasta dag maímánaðar og á þá við ferðamenn frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Íslandi. 28. maí 2021 13:51 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Páfinn velur Dacia Duster fram yfir Benz, Range Rover og Lamborghini Renault hefur gefið Francis páfa sérsmíðaðan Dacia Duster bíl til að spóka sig um á í Vatíkaninu. 28. nóvember 2019 14:00
„Túristinn er mættur“ Langar raðir hafa myndast við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu við Suðurlandsbraut í sýnatökur undanfarna daga. Þrátt fyrir að þónokkur smit hafi greinst utan sóttkvíar undanfarna daga er fjöldinn ekki vegna þeirra smita, heldur endurkomu ferðamanna hingað til lands. 29. maí 2021 14:03
Ekki lengur krafa um neikvætt Covid-próf fyrir ferðamenn frá Norðurlöndum Sænsk stjórnvöld hafa ákveðið að aflétta kröfu um að ferðamenn sem koma frá Norðurlöndum sýni fram á neikvætt PCR-próf við komuna til Svíþjóðar. Nýjar reglur taka gildi síðasta dag maímánaðar og á þá við ferðamenn frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Íslandi. 28. maí 2021 13:51