Rússar ætla að senda „óþægileg merki“ fyrir fund Pútín og Biden Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2021 12:41 Sergei Rjabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, slær tóninn fyrir leiðtogafund Biden og Pútín. Vísir/EPA Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands segir að stjórnvöld í Kreml ætli sér að senda Bandaríkjastjórn „óþægileg merki“ í aðdraganda fundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, í næsta mánuði. Rússar ætla að styrkja herlið sitt á vesturlandamærum sínum. Biden og Pútín ætla að funda í Genf í Sviss 16. júní. Samskipti ríkja þeirra hafa verið stirð undanfarin ár, ekki síst vegna innlimunar Rússa á Krímskaga og afskipta af bandarískum kosningum. Undanfarið hefur spennan aðeins farið vaxandi vegna stuðnings Rússa við uppreisnarmenn í Austur-Úkraínu og Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, eftir að hann lét stöðva för evrópskrar farþegaflugvélar til þess að handtaka andófsmann. Biden hefur sagst ætla að leggja fast að Pútín að virða mannréttindi á fundinum. Stjórnvöld í Kreml eru nú byrjuð að hita upp fyrir fundinn með óljósum hótunum. „Bandaríkjamennirnir verða að gera ráð fyrir að fjöldi merkja sem kemur frá Moskvu verið óþægilegur fyrir þá, þar á meðal á næstu dögum,“ sagði Sergei Rjabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, í dag. Staðhæfði Rjabkov að Rússar yrðu tilbúnir að svara kröfum Biden um mannréttindi í Rússlandi og fullyrti að rússnesk stjórnvöld hefðu sýnt meiri sveigjanleika um dagskrá leiðtogafundarins en stjórnvöld í Washington-borg, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á sama tíma boðaði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, að Rússar ætluðu sér að auka herlið sitt við vesturlandamæri sín til þess að bregðast við því sem hann sagði vaxandi hernaðarumsvif Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins vestan við Rússland. AP-fréttastofan segir að Shoigu hafi vísað til fjölgunar flugferða bandarískra sprengjuflugvéla nærri landamærunum og útgerð herskipa NATO. Rússland Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Biden og Pútín funda í Genf Joe Biden og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, munu funda í Genf í næsta mánuði. Verður það fyrsti fundur þeirra tveggja frá því Biden tók við embætti en spenna milli ríkjanna hefur aukist á undanförnum mánuðum. 25. maí 2021 14:31 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Biden og Pútín ætla að funda í Genf í Sviss 16. júní. Samskipti ríkja þeirra hafa verið stirð undanfarin ár, ekki síst vegna innlimunar Rússa á Krímskaga og afskipta af bandarískum kosningum. Undanfarið hefur spennan aðeins farið vaxandi vegna stuðnings Rússa við uppreisnarmenn í Austur-Úkraínu og Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, eftir að hann lét stöðva för evrópskrar farþegaflugvélar til þess að handtaka andófsmann. Biden hefur sagst ætla að leggja fast að Pútín að virða mannréttindi á fundinum. Stjórnvöld í Kreml eru nú byrjuð að hita upp fyrir fundinn með óljósum hótunum. „Bandaríkjamennirnir verða að gera ráð fyrir að fjöldi merkja sem kemur frá Moskvu verið óþægilegur fyrir þá, þar á meðal á næstu dögum,“ sagði Sergei Rjabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, í dag. Staðhæfði Rjabkov að Rússar yrðu tilbúnir að svara kröfum Biden um mannréttindi í Rússlandi og fullyrti að rússnesk stjórnvöld hefðu sýnt meiri sveigjanleika um dagskrá leiðtogafundarins en stjórnvöld í Washington-borg, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á sama tíma boðaði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, að Rússar ætluðu sér að auka herlið sitt við vesturlandamæri sín til þess að bregðast við því sem hann sagði vaxandi hernaðarumsvif Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins vestan við Rússland. AP-fréttastofan segir að Shoigu hafi vísað til fjölgunar flugferða bandarískra sprengjuflugvéla nærri landamærunum og útgerð herskipa NATO.
Rússland Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Biden og Pútín funda í Genf Joe Biden og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, munu funda í Genf í næsta mánuði. Verður það fyrsti fundur þeirra tveggja frá því Biden tók við embætti en spenna milli ríkjanna hefur aukist á undanförnum mánuðum. 25. maí 2021 14:31 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Biden og Pútín funda í Genf Joe Biden og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, munu funda í Genf í næsta mánuði. Verður það fyrsti fundur þeirra tveggja frá því Biden tók við embætti en spenna milli ríkjanna hefur aukist á undanförnum mánuðum. 25. maí 2021 14:31