Allir vildu vinna hjá Strætó en víða annars staðar fæst ekki fólk til starfa Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. maí 2021 14:00 Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir að auðvelt hafi verið að fá fólk í 25 stöður hjá fyrirtækinu. Steingrímur Birgisson framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar hefur hins vegar allt aðra reynslu. Vísir Framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar telur of marga misnota atvinnuleysisbótakerfið. Fyrirtækið hafi rekið sig á að fólk hafni vinnu og vilji frekar vera á bótum. Framkvæmdastjóri Strætó sem þurfti nýlega að ráða 25 manns til starfa segir hins vegar að auðvelt hafi verið að fá fólk til starfa. Við sögðum frá því í fréttum okkar í síðustu viku að það bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustuna og erfitt hafi verið að fylla í stöður þar þrátt fyrir mikið atvinnuleysi. Þá hefur komið fram í fjölmiðlum að fólk á atvinnuleysisskrá sé jafnvel að hafna störfum. Sviðsstjóri hjá ASÍ sagði hins vegar í fréttum okkar á föstudag að það væri ólíklegt því fólk verði fyrir svo mikilli tekjuskerðingu að vera á atvinnuleysisbótum. Að meðaltali hafi hún verið um 37% í kórónuveirufaraldrinum. Steingrímur Birgisson framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar sagði í þættinum Bítinu í morgun á Bylgjunni að líklega væru einhverjir að misnota atvinnuleysisbótakerfið. Hann tók dæmi þar sem fyrirtækið þurfti að ráða fólk á Norðurlandi. Það hefði fengið lista yfir 10 manns á atvinnuleysisskrá. Af þeim hafi einn verið búinn að fá vinnu, þrír ekki uppfyllt skilyrði, einn verið erlendis og ekki haft áhuga á starfi, fjórir hafi ekki sýnt neinn áhuga og bílaleigunni hafi aðeins tekist að ráða einn einstakling af listanum. „Það eru greinilega alltof margir þarna úti sem eru að misnota þetta. Mér finnst algjörlega galið að fólk geti leitað að vinnu en sé ekki einu sinni á landinu,“ sagði Steingrímur í Bítinu í morgun. Steingrímur telur að mögulega séu atvinnuleysisbætur of háar. „Hvatinn til að vinna er ekki nægur. Við auglýstum t.d. á vef Vinnumálastofnunar eftir starfi á Reykjanesi sú auglýsing er búin að vera þar í 4 vikur. Það hafa tveir sótt um, annar fékk vinnu strax hinn talaði ekki íslensku eða ensku og ætlaði að hringja til baka en hefur ekki gert það,“ segir Steingrímur. Strætó hefur gengið vel að ráða Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir þetta ekki vera sína reynslu. Strætó hafi þurft að ráða 25 manns til starfa síðustu vikur vegna styttingu vinnuvikunnar og sumarstarfa og m.a.til Vinnumálastofnunar eftir fólki. Það hafi gengið afar vel. Strætó er vinsæll vinnustaður miðað við svör framkvæmdastjórans.Vísir/vilhelm „Bara mjög vel þetta er sami hópur og hefur starfað í ferðaþjónustunni. Og ég held að þó að það séu bjartari tímar framundan í ferðaþjónustu er óvissa og ég held að margir velji að ráða sig í starf sem er þá meira varanlegt,“ segir Jóhannes. Meðallaun 600 þúsund hjá nýjum atvinnubílstjórum Strætó Þá segir hann að mögulega séu launin ágæt hjá fyrirtækinu. Hann segir að grunnlaun atvinnubílstjóra séu um og yfir 400 þúsund krónur á mánuði, við það bætist vaktavinna þannig að meðallaunin geti farið í 600 þúsund. Steingrímur Birgisson hjá Bílaleigu Akureyrar sagði í Bítinu fyrirtækið bjóða um 355-370 þúsund krónur í grunnlaun. Ofan á bætist eftirvinna og yfirvinna þannig að algeng heildarlaun hjá Bílaleigu Akureyrar séu um 450-500 þúsund krónur. Fullar atvinnuleysisbætur eru 307.430 kr. á mánuði. Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Strætó Bílaleigur Tengdar fréttir Brýnt að bregðast við svo atvinnuleysi eftir krísu verði ekki meira en fyrir Í nýrri skýrslu ASÍ um áhrif Covid-faraldursins á afkomu launafólks kemur fram að samdrátturinn kom meira niður á viðkvæmum hópum en í öðrum íslenskum kreppum. Þá sé hætta á auknu kerfislægu atvinnuleysi eftir að heimsfaraldrinum lýkur. Stjórnvöld eru hvött til að huga að bættri stefnumótun í atvinnu- og vinnumarkaðsmálum. 28. maí 2021 17:01 „Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00 Brottflutningur erlendra starfsmanna gæti verið ein skýringin Forstjóri Vinnumálastofnunar telur flutning útlendinga frá landinu skýra að hluta að erfitt reynist nú að finna fólk í þúsundir starfa í ferðaþjónustunni. Viðsnúningur sé þó að verða á vinnumarkaði. 27. maí 2021 19:01 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Við sögðum frá því í fréttum okkar í síðustu viku að það bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustuna og erfitt hafi verið að fylla í stöður þar þrátt fyrir mikið atvinnuleysi. Þá hefur komið fram í fjölmiðlum að fólk á atvinnuleysisskrá sé jafnvel að hafna störfum. Sviðsstjóri hjá ASÍ sagði hins vegar í fréttum okkar á föstudag að það væri ólíklegt því fólk verði fyrir svo mikilli tekjuskerðingu að vera á atvinnuleysisbótum. Að meðaltali hafi hún verið um 37% í kórónuveirufaraldrinum. Steingrímur Birgisson framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar sagði í þættinum Bítinu í morgun á Bylgjunni að líklega væru einhverjir að misnota atvinnuleysisbótakerfið. Hann tók dæmi þar sem fyrirtækið þurfti að ráða fólk á Norðurlandi. Það hefði fengið lista yfir 10 manns á atvinnuleysisskrá. Af þeim hafi einn verið búinn að fá vinnu, þrír ekki uppfyllt skilyrði, einn verið erlendis og ekki haft áhuga á starfi, fjórir hafi ekki sýnt neinn áhuga og bílaleigunni hafi aðeins tekist að ráða einn einstakling af listanum. „Það eru greinilega alltof margir þarna úti sem eru að misnota þetta. Mér finnst algjörlega galið að fólk geti leitað að vinnu en sé ekki einu sinni á landinu,“ sagði Steingrímur í Bítinu í morgun. Steingrímur telur að mögulega séu atvinnuleysisbætur of háar. „Hvatinn til að vinna er ekki nægur. Við auglýstum t.d. á vef Vinnumálastofnunar eftir starfi á Reykjanesi sú auglýsing er búin að vera þar í 4 vikur. Það hafa tveir sótt um, annar fékk vinnu strax hinn talaði ekki íslensku eða ensku og ætlaði að hringja til baka en hefur ekki gert það,“ segir Steingrímur. Strætó hefur gengið vel að ráða Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir þetta ekki vera sína reynslu. Strætó hafi þurft að ráða 25 manns til starfa síðustu vikur vegna styttingu vinnuvikunnar og sumarstarfa og m.a.til Vinnumálastofnunar eftir fólki. Það hafi gengið afar vel. Strætó er vinsæll vinnustaður miðað við svör framkvæmdastjórans.Vísir/vilhelm „Bara mjög vel þetta er sami hópur og hefur starfað í ferðaþjónustunni. Og ég held að þó að það séu bjartari tímar framundan í ferðaþjónustu er óvissa og ég held að margir velji að ráða sig í starf sem er þá meira varanlegt,“ segir Jóhannes. Meðallaun 600 þúsund hjá nýjum atvinnubílstjórum Strætó Þá segir hann að mögulega séu launin ágæt hjá fyrirtækinu. Hann segir að grunnlaun atvinnubílstjóra séu um og yfir 400 þúsund krónur á mánuði, við það bætist vaktavinna þannig að meðallaunin geti farið í 600 þúsund. Steingrímur Birgisson hjá Bílaleigu Akureyrar sagði í Bítinu fyrirtækið bjóða um 355-370 þúsund krónur í grunnlaun. Ofan á bætist eftirvinna og yfirvinna þannig að algeng heildarlaun hjá Bílaleigu Akureyrar séu um 450-500 þúsund krónur. Fullar atvinnuleysisbætur eru 307.430 kr. á mánuði.
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Strætó Bílaleigur Tengdar fréttir Brýnt að bregðast við svo atvinnuleysi eftir krísu verði ekki meira en fyrir Í nýrri skýrslu ASÍ um áhrif Covid-faraldursins á afkomu launafólks kemur fram að samdrátturinn kom meira niður á viðkvæmum hópum en í öðrum íslenskum kreppum. Þá sé hætta á auknu kerfislægu atvinnuleysi eftir að heimsfaraldrinum lýkur. Stjórnvöld eru hvött til að huga að bættri stefnumótun í atvinnu- og vinnumarkaðsmálum. 28. maí 2021 17:01 „Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00 Brottflutningur erlendra starfsmanna gæti verið ein skýringin Forstjóri Vinnumálastofnunar telur flutning útlendinga frá landinu skýra að hluta að erfitt reynist nú að finna fólk í þúsundir starfa í ferðaþjónustunni. Viðsnúningur sé þó að verða á vinnumarkaði. 27. maí 2021 19:01 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Brýnt að bregðast við svo atvinnuleysi eftir krísu verði ekki meira en fyrir Í nýrri skýrslu ASÍ um áhrif Covid-faraldursins á afkomu launafólks kemur fram að samdrátturinn kom meira niður á viðkvæmum hópum en í öðrum íslenskum kreppum. Þá sé hætta á auknu kerfislægu atvinnuleysi eftir að heimsfaraldrinum lýkur. Stjórnvöld eru hvött til að huga að bættri stefnumótun í atvinnu- og vinnumarkaðsmálum. 28. maí 2021 17:01
„Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00
Brottflutningur erlendra starfsmanna gæti verið ein skýringin Forstjóri Vinnumálastofnunar telur flutning útlendinga frá landinu skýra að hluta að erfitt reynist nú að finna fólk í þúsundir starfa í ferðaþjónustunni. Viðsnúningur sé þó að verða á vinnumarkaði. 27. maí 2021 19:01