NBA dagsins: Sóknarþríeykið ógurlega hjá Brooklyn skoraði samtals 104 stig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. maí 2021 15:01 Kevin Durant og Kyrie Irving fóru hamförum gegn Boston Celtics. ap/Elise Amendola Sóknarþríeykið ógurlega hjá Brooklyn Nets sýndi allar sínar bestu hliðar þegar liðið vann Boston Celtics, 126-141, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Brooklyn er 3-1 yfir í einvígi liðanna og vantar aðeins einn sigur í viðbót til að komast í undanúrslit Austurdeildarinnar. Í fyrsta og væntanlega síðasta sinn á tímabilinu gátu stuðningsmenn Boston fyllt TD Garden. Þeir sáu Brooklyn fara afar illa með þeirra menn og vinna öruggan sigur. Einn stuðningsmaður Boston varð sér til skammar þegar hann kastaði vatnsflösku í átt að Kyrie Irving eftir leikinn. Hann var handtekinn og á von á lífstíðarbanni frá TD Garden. Miðið var betur stillt hjá Irving en stuðningsmanninum og hann skoraði 39 stig fyrir Brooklyn gegn sínum gömlu félögum. Hann var þó ekki stigahæstur í liði Brooklyn því Kevin Durant skoraði 42 stig úr aðeins tuttugu skotum. James Harden átti einnig góðan leik; skoraði 23 stig og gaf átján stoðsendingar sem er persónulegt met hjá honum í úrslitakeppninni. Irving, Durant og Harden skoruðu samtals 104 stig og jöfnuðu þar með met yfir flest stig skoruð af þremur leikmönnum í sama liði í úrslitakeppninni. Það gerðist fyrst 1973 þegar JoJo White, John Havlicek og Dave Cowens skoruðu 104 stig fyrir Boston og síðan 1986 þegar Dominique Wilkins, Spud Webb og Randy Whitman gerðu slíkt hið sama fyrir Atlanta Hawks. Joe Harris og Bruce Brown skoruðu fjórtán stig hvor fyrir Brooklyn sem var með 59,3 prósent þriggja stiga nýtingu í leiknum. Jayson Tatum skoraði fjörutíu stig fyrir Boston og hefur skorað samtals níutíu stig í síðustu tveimur leikjunum í einvíginu. Marcus Smart og Evan Fournier skoruðu sextán stig hvor. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Boston og Brooklyn sem og öðrum leikjum gærkvöldsins og næturinnar í úrslitakeppni NBA. Klippa: NBA dagsins 31. maí NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Handtekinn fyrir að kasta flösku í Kyrie Irving: „Við erum ekki dýr og erum ekki í sirkus“ Stuðningsmaður Boston Celtics var handtekinn eftir að hafa kastað vatnsflösku í átt að Kyrie Irving eftir leik gegn Brooklyn Nets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Brooklyn vann leikinn, 126-141. 31. maí 2021 08:01 Chris Paul neitaði að hvíla og leiddi Phoenix til sigurs á meisturunum Chris Paul og félagar í Phoenix Suns jöfnuðu metin í einvíginu við meistara Los Angels Lakers í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA með 92-100 sigri í Staples Center í gær. 31. maí 2021 07:30 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Sjá meira
Brooklyn er 3-1 yfir í einvígi liðanna og vantar aðeins einn sigur í viðbót til að komast í undanúrslit Austurdeildarinnar. Í fyrsta og væntanlega síðasta sinn á tímabilinu gátu stuðningsmenn Boston fyllt TD Garden. Þeir sáu Brooklyn fara afar illa með þeirra menn og vinna öruggan sigur. Einn stuðningsmaður Boston varð sér til skammar þegar hann kastaði vatnsflösku í átt að Kyrie Irving eftir leikinn. Hann var handtekinn og á von á lífstíðarbanni frá TD Garden. Miðið var betur stillt hjá Irving en stuðningsmanninum og hann skoraði 39 stig fyrir Brooklyn gegn sínum gömlu félögum. Hann var þó ekki stigahæstur í liði Brooklyn því Kevin Durant skoraði 42 stig úr aðeins tuttugu skotum. James Harden átti einnig góðan leik; skoraði 23 stig og gaf átján stoðsendingar sem er persónulegt met hjá honum í úrslitakeppninni. Irving, Durant og Harden skoruðu samtals 104 stig og jöfnuðu þar með met yfir flest stig skoruð af þremur leikmönnum í sama liði í úrslitakeppninni. Það gerðist fyrst 1973 þegar JoJo White, John Havlicek og Dave Cowens skoruðu 104 stig fyrir Boston og síðan 1986 þegar Dominique Wilkins, Spud Webb og Randy Whitman gerðu slíkt hið sama fyrir Atlanta Hawks. Joe Harris og Bruce Brown skoruðu fjórtán stig hvor fyrir Brooklyn sem var með 59,3 prósent þriggja stiga nýtingu í leiknum. Jayson Tatum skoraði fjörutíu stig fyrir Boston og hefur skorað samtals níutíu stig í síðustu tveimur leikjunum í einvíginu. Marcus Smart og Evan Fournier skoruðu sextán stig hvor. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Boston og Brooklyn sem og öðrum leikjum gærkvöldsins og næturinnar í úrslitakeppni NBA. Klippa: NBA dagsins 31. maí NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Handtekinn fyrir að kasta flösku í Kyrie Irving: „Við erum ekki dýr og erum ekki í sirkus“ Stuðningsmaður Boston Celtics var handtekinn eftir að hafa kastað vatnsflösku í átt að Kyrie Irving eftir leik gegn Brooklyn Nets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Brooklyn vann leikinn, 126-141. 31. maí 2021 08:01 Chris Paul neitaði að hvíla og leiddi Phoenix til sigurs á meisturunum Chris Paul og félagar í Phoenix Suns jöfnuðu metin í einvíginu við meistara Los Angels Lakers í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA með 92-100 sigri í Staples Center í gær. 31. maí 2021 07:30 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Sjá meira
Handtekinn fyrir að kasta flösku í Kyrie Irving: „Við erum ekki dýr og erum ekki í sirkus“ Stuðningsmaður Boston Celtics var handtekinn eftir að hafa kastað vatnsflösku í átt að Kyrie Irving eftir leik gegn Brooklyn Nets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Brooklyn vann leikinn, 126-141. 31. maí 2021 08:01
Chris Paul neitaði að hvíla og leiddi Phoenix til sigurs á meisturunum Chris Paul og félagar í Phoenix Suns jöfnuðu metin í einvíginu við meistara Los Angels Lakers í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA með 92-100 sigri í Staples Center í gær. 31. maí 2021 07:30