Ætla ekki að tjá sig um afsökunarbeiðnina Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2021 23:00 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Vísir/Vilhelm Stjórnendur Samherja ætla sér ekki að útskýra frekar yfirlýsingu þeirra þar sem beðist var afsökunar á harkalegum viðbrögðum þeirra við umfjöllun um fyrirtækið og málefni þess í Namibíu og víðar. Yfirlýsingin, sem send var út í gær, hefur vakið spurningar. Í svari við fyrirspurn fréttastofu um viðtal við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, segir að yfirlýsingin hafi verið skýr og afdráttarlaus og hún hafi fallið í góðan jarðveg. Ekki standi til að veita viðtöl henni tengdri eða fjalla um hana frekar að svo stöddu. Meðal annars, kom fram í yfirlýsingu Samherja í gær, sunnudag, að vegið hefði verið að starfsheiðri með ósanngjörnum hætti og að erfitt gæti verið að bregðast ekki við slíku. Þá var vísað í fréttir af samskiptum skæruliðadeildarinnar svokölluðu og að þau hefðu verið persónuleg samskipti milli starfsfélaga og vina og ekki hafi verið búist við að hún yrði opinber. Í lokin stóð að stjórnendur fyrirtækisins hefðu brugðist of harkalega við umfjöllun og ljóst væri að of langt hafi verið gengið í þeim viðbrögðum. „Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu,“ stóð í yfirlýsingunni. Sjá einnig: Samherji biðst afsökunar Yfirlýsingu þessari var tekið fagnandi af starfsmönnum Ríkisútvarpsins, sem áðurnefnd viðbrögð beindust að mestu gegn, en þeir segjast ekki skilja hana. Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri Ríkisútvarpsins, sagði að ef til vill hefði verið betra ef það væri skýrara „hver væri að biðjast afsökunar á hverju.“ Sagt var frá því í dag að lögmaður á vegum Samherja sendi bréf til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í apríl. Þar var þess óskað að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún átti við þegar hún sagði á þingi að fyrirtækið hefði gengið of langt í viðbrögðum við umfjölluninni. Þá hafði hún verið spurð út í viðbrögð forsvarsmanna Samherja við umfjöllun um fyrirtækið og málefni þess í Namibíu í fjölmiðlum. Bréfið var sent þann 27. apríl af lögmanninum Arnari Þór Stefánssyni og var það degi eftir að Lilja létt ummælin um Samherja falla á þingi. Fór Arnar fram að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún hefði átt við. Í áðurnefndu svari Samherja við viðtalsfyrirspurn er einnig þakkað fyrir áhugann á málefnum Samherja og bent á að á vef félagsins megi lesa um vel heppnaða veiðiferð Kaldbaks EA 1, sem landaði í gær með fullfermi, 190 tonn, eftir einungis fimm daga veiðiferð. Þrettán manna áhöfn skipsins hafi verið við veiðar í þrjá og hálfan sólarhring. Að mestu var um þorsk og ufsa að ræða og verður fiskurinn kominn til erlendra viðskiptavina Samherja síðar í þessari viku. Samherjaskjölin Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Í svari við fyrirspurn fréttastofu um viðtal við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, segir að yfirlýsingin hafi verið skýr og afdráttarlaus og hún hafi fallið í góðan jarðveg. Ekki standi til að veita viðtöl henni tengdri eða fjalla um hana frekar að svo stöddu. Meðal annars, kom fram í yfirlýsingu Samherja í gær, sunnudag, að vegið hefði verið að starfsheiðri með ósanngjörnum hætti og að erfitt gæti verið að bregðast ekki við slíku. Þá var vísað í fréttir af samskiptum skæruliðadeildarinnar svokölluðu og að þau hefðu verið persónuleg samskipti milli starfsfélaga og vina og ekki hafi verið búist við að hún yrði opinber. Í lokin stóð að stjórnendur fyrirtækisins hefðu brugðist of harkalega við umfjöllun og ljóst væri að of langt hafi verið gengið í þeim viðbrögðum. „Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu,“ stóð í yfirlýsingunni. Sjá einnig: Samherji biðst afsökunar Yfirlýsingu þessari var tekið fagnandi af starfsmönnum Ríkisútvarpsins, sem áðurnefnd viðbrögð beindust að mestu gegn, en þeir segjast ekki skilja hana. Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri Ríkisútvarpsins, sagði að ef til vill hefði verið betra ef það væri skýrara „hver væri að biðjast afsökunar á hverju.“ Sagt var frá því í dag að lögmaður á vegum Samherja sendi bréf til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í apríl. Þar var þess óskað að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún átti við þegar hún sagði á þingi að fyrirtækið hefði gengið of langt í viðbrögðum við umfjölluninni. Þá hafði hún verið spurð út í viðbrögð forsvarsmanna Samherja við umfjöllun um fyrirtækið og málefni þess í Namibíu í fjölmiðlum. Bréfið var sent þann 27. apríl af lögmanninum Arnari Þór Stefánssyni og var það degi eftir að Lilja létt ummælin um Samherja falla á þingi. Fór Arnar fram að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún hefði átt við. Í áðurnefndu svari Samherja við viðtalsfyrirspurn er einnig þakkað fyrir áhugann á málefnum Samherja og bent á að á vef félagsins megi lesa um vel heppnaða veiðiferð Kaldbaks EA 1, sem landaði í gær með fullfermi, 190 tonn, eftir einungis fimm daga veiðiferð. Þrettán manna áhöfn skipsins hafi verið við veiðar í þrjá og hálfan sólarhring. Að mestu var um þorsk og ufsa að ræða og verður fiskurinn kominn til erlendra viðskiptavina Samherja síðar í þessari viku.
Samherjaskjölin Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira