NBA dagsins: Skoraði þrjátíu stig þrátt fyrir svefnlitla nótt vegna ofnæmiskasts Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2021 15:01 Rudy Gobert, Donovan Mitchell og félagar í Utah Jazz eru komnir áfram í undanúrslit Vesturdeildarinnar. ap/Rick Bowmer Undirbúningur Donovans Mitchell, leikmanns Utah Jazz, fyrir leikinn gegn Memphis Grizzlies var ekki eins og best verður á kosið. Nóttina fyrir leikinn vaknaði Mitchell nefnilega á hverjum klukkutíma vegna ofnæmiskasts. „Ofnæmið hefur leikið mig grátt og hefur líklega aldrei verið verra,“ sagði Mitchell eftir leikinn í Utah. Ofnæmið og svefnleysið virtist þó ekki hafa mikil áhrif á Mitchell í leiknum, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 26 af þrjátíu stigum sínum. Hann tók einnig sex fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Utah byrjaði leikinn af miklum krafti og var tuttugu stigum yfir eftir 1. leikhlutann, 47-27. Utah hefur aldrei skorað jafn mörg stig í leikhluta í úrslitakeppninni í sögu félagsins. Eftir þessa frábæru byrjun var eftirleikurinn nokkuð auðveldur. Utah náði mest 35 stiga forskoti, 91-56, um miðjan 3. leikhluta en Memphis lagaði stöðuna aðeins í 4. leikhluta. Mitchell missti af fyrsta leiknum gegn Memphis vegna meiðsla og hann tapaðist. Liðið hefur hins vegar unnið alla fjóra leikina síðan hann sneri aftur. Í undanúrslitum Vesturdeildarinnar mætir Utah sigurvegaranum úr einvígi Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks. Jordan Clarkson skoraði 24 stig fyrir Utah í leiknum í nótt og Ruby Gobert lét einnig mikið að sér kveða. Franski miðherjinn skoraði 23 stig og tók fimmtán fráköst. Royce O'Neale og Bojan Bogdanovic skoruðu sautján stig hvor. Ja Morant stóð upp úr í liði Memphis með 27 stig, sjö fráköst og ellefu stoðsendingar. Í sínu fyrsta einvígi í úrslitakeppninni var hann með 30,2 stig, 4,8 fráköst og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Utah og Memphis sem og leikjum Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks, New York Knicks og Atlanta Hawks og Philadelphia 76ers og Washington Wizards auk flottustu tilþrifa leikjanna. Klippa: NBA dagsins 3. júní NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Doncic heldur áfram að kvelja Clippers Luka Doncic átti magnaðan leik þegar Dallas Mavericks tók aftur forystuna í einvíginu gegn Los Angeles Clippers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með 100-105 sigri í leik liðanna í nótt. 3. júní 2021 07:31 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Nóttina fyrir leikinn vaknaði Mitchell nefnilega á hverjum klukkutíma vegna ofnæmiskasts. „Ofnæmið hefur leikið mig grátt og hefur líklega aldrei verið verra,“ sagði Mitchell eftir leikinn í Utah. Ofnæmið og svefnleysið virtist þó ekki hafa mikil áhrif á Mitchell í leiknum, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 26 af þrjátíu stigum sínum. Hann tók einnig sex fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Utah byrjaði leikinn af miklum krafti og var tuttugu stigum yfir eftir 1. leikhlutann, 47-27. Utah hefur aldrei skorað jafn mörg stig í leikhluta í úrslitakeppninni í sögu félagsins. Eftir þessa frábæru byrjun var eftirleikurinn nokkuð auðveldur. Utah náði mest 35 stiga forskoti, 91-56, um miðjan 3. leikhluta en Memphis lagaði stöðuna aðeins í 4. leikhluta. Mitchell missti af fyrsta leiknum gegn Memphis vegna meiðsla og hann tapaðist. Liðið hefur hins vegar unnið alla fjóra leikina síðan hann sneri aftur. Í undanúrslitum Vesturdeildarinnar mætir Utah sigurvegaranum úr einvígi Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks. Jordan Clarkson skoraði 24 stig fyrir Utah í leiknum í nótt og Ruby Gobert lét einnig mikið að sér kveða. Franski miðherjinn skoraði 23 stig og tók fimmtán fráköst. Royce O'Neale og Bojan Bogdanovic skoruðu sautján stig hvor. Ja Morant stóð upp úr í liði Memphis með 27 stig, sjö fráköst og ellefu stoðsendingar. Í sínu fyrsta einvígi í úrslitakeppninni var hann með 30,2 stig, 4,8 fráköst og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Utah og Memphis sem og leikjum Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks, New York Knicks og Atlanta Hawks og Philadelphia 76ers og Washington Wizards auk flottustu tilþrifa leikjanna. Klippa: NBA dagsins 3. júní NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Doncic heldur áfram að kvelja Clippers Luka Doncic átti magnaðan leik þegar Dallas Mavericks tók aftur forystuna í einvíginu gegn Los Angeles Clippers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með 100-105 sigri í leik liðanna í nótt. 3. júní 2021 07:31 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Doncic heldur áfram að kvelja Clippers Luka Doncic átti magnaðan leik þegar Dallas Mavericks tók aftur forystuna í einvíginu gegn Los Angeles Clippers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með 100-105 sigri í leik liðanna í nótt. 3. júní 2021 07:31
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn