Vitnaleiðslur um meint mannréttindabrot í Kína hefjast í Lundúnum á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2021 23:31 Úígúrar í Tyrklandi árið 2018 að mótmæla framferði yfirvalda í Kína gagnvart þjóðflokknum. AP/Lefteris Pitarakis Á morgun hefjast vitnaleiðslur í Lundúnum þar sem markmiðið er að safna gögnum um það hvort meint mannréttindabrot kínverskra yfirvalda í Xinjang héraði séu þjóðarmorð. Átta manna dómnefnd mun hlusta á framburð vitnanna, sem eru um þrjátíu talsins, og munu vitnaleiðslurnar standa yfir í fjóra daga. Vitnaleiðslurnar eru ekki á vegum breska ríkisins og bresk yfirvöld ekki þurfa að grípa til aðgerða, byggt á niðurstöðu dómnefndarinnar, en skipuleggjendur vonast til þess að gögnin muni varpa ljósi á alvarleika málsins. Meðal meðlima dómnefndarinnar eru fræðimenn, lögmenn og fyrrverandi diplómati. Athafnamaðurinn Nick Vetch stendur að baki vitnaleiðslnanna, sem skipuleggjendur kalla Ugyhur Tribunal, eða Dómstól Úígúra. Kínversk yfirvöld hafa verið sökuð um mannréttindabrot og þjóðarmorð í Xinjang. Xinjang er gríðarstórt hérað í norðvesturhluta landsins, sem er heimkynni Úígúra og annarra múslimaþjóða. Sérfræðingar segja að minnst milljón Úígúrar og aðrir múslimar hafi verið handteknir í héraðinu og haldið föngum í fanga- eða vinnubúðum. Þá hafa einstaklingar sem hafa sloppið úr slíkum búðum sagt pyntingar hafa farið fram í búðunum og meira að segja lýst því hvernig fólk hefur verið gert ófrjótt, gegn vilja sínum. Kínversk yfirvöld hafa þvertekið fyrir þessar ásakanir og sagt búðirnar, sem má finna víða í Xinjang, vera endurmenntunarbúðir. Kína England Mannréttindi Bretland Tengdar fréttir Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56 Úígúrar í Tyrklandi óttast að verða framseldir fyrir bóluefni Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið tuga Úígúra sem hafa flúið frá Kína til Tyrklands. Um það bil fimmtíu eru í haldi yfirvalda og í hættu á að verða framseldi. Úígúrar óttast að verða sendir aftur til Kína í skiptum fyrir bóluefni sem Tyrkir hafa keypt af Kínverjum en ekki fengið afhent. 5. febrúar 2021 15:16 Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Átta manna dómnefnd mun hlusta á framburð vitnanna, sem eru um þrjátíu talsins, og munu vitnaleiðslurnar standa yfir í fjóra daga. Vitnaleiðslurnar eru ekki á vegum breska ríkisins og bresk yfirvöld ekki þurfa að grípa til aðgerða, byggt á niðurstöðu dómnefndarinnar, en skipuleggjendur vonast til þess að gögnin muni varpa ljósi á alvarleika málsins. Meðal meðlima dómnefndarinnar eru fræðimenn, lögmenn og fyrrverandi diplómati. Athafnamaðurinn Nick Vetch stendur að baki vitnaleiðslnanna, sem skipuleggjendur kalla Ugyhur Tribunal, eða Dómstól Úígúra. Kínversk yfirvöld hafa verið sökuð um mannréttindabrot og þjóðarmorð í Xinjang. Xinjang er gríðarstórt hérað í norðvesturhluta landsins, sem er heimkynni Úígúra og annarra múslimaþjóða. Sérfræðingar segja að minnst milljón Úígúrar og aðrir múslimar hafi verið handteknir í héraðinu og haldið föngum í fanga- eða vinnubúðum. Þá hafa einstaklingar sem hafa sloppið úr slíkum búðum sagt pyntingar hafa farið fram í búðunum og meira að segja lýst því hvernig fólk hefur verið gert ófrjótt, gegn vilja sínum. Kínversk yfirvöld hafa þvertekið fyrir þessar ásakanir og sagt búðirnar, sem má finna víða í Xinjang, vera endurmenntunarbúðir.
Kína England Mannréttindi Bretland Tengdar fréttir Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56 Úígúrar í Tyrklandi óttast að verða framseldir fyrir bóluefni Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið tuga Úígúra sem hafa flúið frá Kína til Tyrklands. Um það bil fimmtíu eru í haldi yfirvalda og í hættu á að verða framseldi. Úígúrar óttast að verða sendir aftur til Kína í skiptum fyrir bóluefni sem Tyrkir hafa keypt af Kínverjum en ekki fengið afhent. 5. febrúar 2021 15:16 Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56
Úígúrar í Tyrklandi óttast að verða framseldir fyrir bóluefni Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið tuga Úígúra sem hafa flúið frá Kína til Tyrklands. Um það bil fimmtíu eru í haldi yfirvalda og í hættu á að verða framseldi. Úígúrar óttast að verða sendir aftur til Kína í skiptum fyrir bóluefni sem Tyrkir hafa keypt af Kínverjum en ekki fengið afhent. 5. febrúar 2021 15:16
Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46