Ætlar frekar að spila með Kalla kanínu en á Ólympíuleikunum Sindri Sverrisson skrifar 4. júní 2021 16:31 LeBron James fórnar höndum í tapinu gegn Phoenix Suns í nótt. Getty/Keith Birmingham Körfuknattleiksmaðurinn LeBron James er kominn í sumarfrí í NBA-deildinni í körfubolta. Hann gaf sterklega til kynna að hann myndi ekki nýta fríið til að búa sig undir og keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó. James og félagar í LA Lakers féllu í nótt úr leik í 1. umferð úrslitakeppninnar í NBA, eftir 103-100 tap gegn Phoenix Suns og þar með 4-2 tap í einvígi liðanna. Meiðsli hafa gert James og fleirum í liði Lakers erfitt fyrir að verja titilinn, eftir stysta hlé á milli leiktíða í sögu NBA-deildarinnar, og nú er ljóst að það tókst ekki. Keppni í körfubolta karla á Ólympíuleikunum hefst 25. júlí og lýkur 7. ágúst. James ætlar ekki að spila með Bandaríkjunum þar og nýtti tækifærið, aðspurður um Ólympíuleikana, til að minna á kvikmyndina Space Jam 2 sem sýnd verður í sumar. Í Space Jam 2 er James í aðalhlutverki ásamt fleiri körfuboltamönnum og að sjálfsögðu teiknimyndafígúrum á borð við Kalla kanínu, Oddi önd, Tasmaníuskollanum og fleirum. „Ég held að ég muni frekar spila fyrir „Tune-hópinn“ í sumar en á Ólympíuleikunum,“ sagði James eftir tapið í nótt, og vísaði til liðsins sem hann spilar með í Space Jam 2, og Michael Jordan spilaði með í Space Jam. „Það er það sem ég einbeiti mér að. Að reyna að vinna „Goon-hópinn“ eins og við köllum þá núna. Mér gekk ekkert sérstaklega vel á móti Suns svo að núna fer ég að hugsa um Goon-hópinn um miðjan júlí,“ sagði James, en þá verður kvikmyndin frumsýnd. James sagði að aðalatriðið fyrir Lakers væri að Anthony Davis næði fullri heilsu í sumar. „Ég þarf líka að leyfa ökklanum að jafna sig. Ég veit að ég verð orðinn hundrað prósent þegar tímabilið hefst í október og við byggjum á því. Þetta ætti að gefa okkur mesta möguleika á árangri á næstu leiktíð,“ sagði James. NBA Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Sólirnar sendu LeBron og meistarana í sumarfrí Phoenix Suns er komið áfram í undanúrslit Vesturdeildar NBA eftir sigur á Los Angels Lakers, 100-103, í Staples Center í nótt. 4. júní 2021 07:30 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
James og félagar í LA Lakers féllu í nótt úr leik í 1. umferð úrslitakeppninnar í NBA, eftir 103-100 tap gegn Phoenix Suns og þar með 4-2 tap í einvígi liðanna. Meiðsli hafa gert James og fleirum í liði Lakers erfitt fyrir að verja titilinn, eftir stysta hlé á milli leiktíða í sögu NBA-deildarinnar, og nú er ljóst að það tókst ekki. Keppni í körfubolta karla á Ólympíuleikunum hefst 25. júlí og lýkur 7. ágúst. James ætlar ekki að spila með Bandaríkjunum þar og nýtti tækifærið, aðspurður um Ólympíuleikana, til að minna á kvikmyndina Space Jam 2 sem sýnd verður í sumar. Í Space Jam 2 er James í aðalhlutverki ásamt fleiri körfuboltamönnum og að sjálfsögðu teiknimyndafígúrum á borð við Kalla kanínu, Oddi önd, Tasmaníuskollanum og fleirum. „Ég held að ég muni frekar spila fyrir „Tune-hópinn“ í sumar en á Ólympíuleikunum,“ sagði James eftir tapið í nótt, og vísaði til liðsins sem hann spilar með í Space Jam 2, og Michael Jordan spilaði með í Space Jam. „Það er það sem ég einbeiti mér að. Að reyna að vinna „Goon-hópinn“ eins og við köllum þá núna. Mér gekk ekkert sérstaklega vel á móti Suns svo að núna fer ég að hugsa um Goon-hópinn um miðjan júlí,“ sagði James, en þá verður kvikmyndin frumsýnd. James sagði að aðalatriðið fyrir Lakers væri að Anthony Davis næði fullri heilsu í sumar. „Ég þarf líka að leyfa ökklanum að jafna sig. Ég veit að ég verð orðinn hundrað prósent þegar tímabilið hefst í október og við byggjum á því. Þetta ætti að gefa okkur mesta möguleika á árangri á næstu leiktíð,“ sagði James.
NBA Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Sólirnar sendu LeBron og meistarana í sumarfrí Phoenix Suns er komið áfram í undanúrslit Vesturdeildar NBA eftir sigur á Los Angels Lakers, 100-103, í Staples Center í nótt. 4. júní 2021 07:30 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Sólirnar sendu LeBron og meistarana í sumarfrí Phoenix Suns er komið áfram í undanúrslit Vesturdeildar NBA eftir sigur á Los Angels Lakers, 100-103, í Staples Center í nótt. 4. júní 2021 07:30