Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. júní 2021 10:11 Diljá Mist Einarsdóttir. Aðsend Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum. Diljá Mist, sem verður 34 ára á þessu ári, hefur verið aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, en þetta er í fyrsta skipti sem hún býður sig fram í prófkjöri flokksins. Talað hefur verið um að þetta sé einn besti árangur nýliða í prófkjöri. Í samtali við Vísi segist Diljá Mist virkilega stolt af árangrinum og afar þakklát öllum þeim sem lögðu sig fram fyrir framboð hennar í prófkjörinu. „Nú er bara að standa sig,“ segir hún. Helsta stefnumál hennar verður barátta fyrir auknu einstaklingsfrelsi. „Það er alltof fáir stjórnmálamenn að tala fyrir frelsi einstaklingsins og að fólk geti fengið að taka ábyrgð á sér sjálft,“ segir hún. Hafði betur gegn reynslumiklum þingmönnum Guðlaugur Þór, yfirmaður Diljáar Mistar, fór með sigur af hólmi í prófkjörinu og leiðir flokkinn í Reykjavík. Prófkjörið var sameiginlegt fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin en kjörnefnd ákveður röðun frambjóðenda á listana. Diljá Mist segist ánægð með niðurstöðuna í heildinni og segir sérstaklega ánægjulegt að Guðlaugur Þór hafi hlotið afgerandi kosningu í oddvitasætið. Nokkrir sitjandi þingmenn flokksins náðu ekki þeim árangri sem þeir sóttust eftir. Þannig bauð Brynjar Níelsson sig fram til annars sætisins en hafnaði í því fimmta og Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, náði ekki einu af átta efstu sætunum. Birgir Ármannsson stefndi á annað til þriðja sætið en hafnaði í því sjötta. Sjálfstæðisflokkurinn náði samtals fimm mönnum inn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í síðustu kosningum. Telur Diljá Mist að sjálfstæðismenn hafi séð fyrir sér að nýliðun í bland við reynslu væri sigurstranglegur listi fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Heldurðu að sjálfstæðismenn hafi verið að kalla eftir aukinni endurnýjun? „Í bland við reynslu, já, þá held ég að það hafi verið ákall eftir því,“ segir Diljá Mist. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Diljá Mist, sem verður 34 ára á þessu ári, hefur verið aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, en þetta er í fyrsta skipti sem hún býður sig fram í prófkjöri flokksins. Talað hefur verið um að þetta sé einn besti árangur nýliða í prófkjöri. Í samtali við Vísi segist Diljá Mist virkilega stolt af árangrinum og afar þakklát öllum þeim sem lögðu sig fram fyrir framboð hennar í prófkjörinu. „Nú er bara að standa sig,“ segir hún. Helsta stefnumál hennar verður barátta fyrir auknu einstaklingsfrelsi. „Það er alltof fáir stjórnmálamenn að tala fyrir frelsi einstaklingsins og að fólk geti fengið að taka ábyrgð á sér sjálft,“ segir hún. Hafði betur gegn reynslumiklum þingmönnum Guðlaugur Þór, yfirmaður Diljáar Mistar, fór með sigur af hólmi í prófkjörinu og leiðir flokkinn í Reykjavík. Prófkjörið var sameiginlegt fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin en kjörnefnd ákveður röðun frambjóðenda á listana. Diljá Mist segist ánægð með niðurstöðuna í heildinni og segir sérstaklega ánægjulegt að Guðlaugur Þór hafi hlotið afgerandi kosningu í oddvitasætið. Nokkrir sitjandi þingmenn flokksins náðu ekki þeim árangri sem þeir sóttust eftir. Þannig bauð Brynjar Níelsson sig fram til annars sætisins en hafnaði í því fimmta og Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, náði ekki einu af átta efstu sætunum. Birgir Ármannsson stefndi á annað til þriðja sætið en hafnaði í því sjötta. Sjálfstæðisflokkurinn náði samtals fimm mönnum inn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í síðustu kosningum. Telur Diljá Mist að sjálfstæðismenn hafi séð fyrir sér að nýliðun í bland við reynslu væri sigurstranglegur listi fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Heldurðu að sjálfstæðismenn hafi verið að kalla eftir aukinni endurnýjun? „Í bland við reynslu, já, þá held ég að það hafi verið ákall eftir því,“ segir Diljá Mist.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39