Endurkoma Philadelphia dugði ekki og Atlanta tók forystuna í einvíginu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2021 19:55 Úr leik kvöldsins. Tim Nwachukwu/Getty Images Philadelphia 76ers tók á móti Atlanta Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Fór það svo að gestirnir unnu leikinn með fjögurra stiga mun, lokatölur 128-124. Gestirnir byrjuðu vægast sagt með látum og voru 15 stigum yfir að loknum fyrsta leikhluta. Staðan þá 42-27 og ekki skánaði það fyrir heimamenn í öðrum leikhluta, munurinn orðinn 20 stig í hálfleik og ljóst að Philadelphia þurfti á kraftaverki að halda í síðari hálfleik. Hægt og rólega tókst heimamönnum að minnka forskot gestanna og var munurinn kominn niður í 10 stig þegar tvær mínútur og 15 sekúndur voru eftir af leiknum. Rúmri mínútu síðar var munurinn kominn niður í fimm stig og Joel Embiid minnkaði muninn í þrjú stig skömmu síðar. Bogdanovic with a CLUTCH triple pic.twitter.com/5iZDpnbu3a— NBA TV (@NBATV) June 6, 2021 Bogdan Bogdanović setti svo niður risastóra þriggja stiga körfu og kom gestunum sex stigum yfir þegar 41 sekúndu lifði leiks. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi en þegar 14.9 sekúndur voru eftir var staðan orðin 126-119 Hawks í vil. Embiid og Ben Simmons tókst einhvern veginn að minnka muninn í 126-124 áður en Bogdanović kláraði leikinn af vítalínunni. Frábær endasprettur 76ers dugði ekki til og Hawks er því komið 1-0 yfir í einvíginu, lokatölur 128-124. Trae Young var að venju frábær í liði Hawks með 35 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Bogdan Bogdanović og John Collins vor báðir með 21 stig og Clint Capela var með tvöfalda tvennu, 11 stig og tíu fráköst. TRAE YOUNG. FEELING IT. He's got 25 points at the half.3Q of Game 1 underway on ABC. pic.twitter.com/68hS95NaJd— NBA (@NBA) June 6, 2021 Hjá Philadelphia var Embiid með 39 stig, Seth Curry skoraði 21 og Tobias Harris 20 ásamt því að taka tíu fráköst. Körfubolti NBA Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Gestirnir byrjuðu vægast sagt með látum og voru 15 stigum yfir að loknum fyrsta leikhluta. Staðan þá 42-27 og ekki skánaði það fyrir heimamenn í öðrum leikhluta, munurinn orðinn 20 stig í hálfleik og ljóst að Philadelphia þurfti á kraftaverki að halda í síðari hálfleik. Hægt og rólega tókst heimamönnum að minnka forskot gestanna og var munurinn kominn niður í 10 stig þegar tvær mínútur og 15 sekúndur voru eftir af leiknum. Rúmri mínútu síðar var munurinn kominn niður í fimm stig og Joel Embiid minnkaði muninn í þrjú stig skömmu síðar. Bogdanovic with a CLUTCH triple pic.twitter.com/5iZDpnbu3a— NBA TV (@NBATV) June 6, 2021 Bogdan Bogdanović setti svo niður risastóra þriggja stiga körfu og kom gestunum sex stigum yfir þegar 41 sekúndu lifði leiks. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi en þegar 14.9 sekúndur voru eftir var staðan orðin 126-119 Hawks í vil. Embiid og Ben Simmons tókst einhvern veginn að minnka muninn í 126-124 áður en Bogdanović kláraði leikinn af vítalínunni. Frábær endasprettur 76ers dugði ekki til og Hawks er því komið 1-0 yfir í einvíginu, lokatölur 128-124. Trae Young var að venju frábær í liði Hawks með 35 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Bogdan Bogdanović og John Collins vor báðir með 21 stig og Clint Capela var með tvöfalda tvennu, 11 stig og tíu fráköst. TRAE YOUNG. FEELING IT. He's got 25 points at the half.3Q of Game 1 underway on ABC. pic.twitter.com/68hS95NaJd— NBA (@NBA) June 6, 2021 Hjá Philadelphia var Embiid með 39 stig, Seth Curry skoraði 21 og Tobias Harris 20 ásamt því að taka tíu fráköst.
Körfubolti NBA Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn