Clippers áfram þrátt fyrir stórleik Luka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2021 22:45 Clippers er komið í undanúrslit Vesturdeildar. Kevork Djansezian/Getty Images Luka Dončić átti enn einn stórleikinn í liði Dallas Mavericks en það dugði ekki til að þessu sinni er liðið tapaði fyrir Los Angeles Clippers í oddaleik úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Lokatölur 126-115 og Clippers komið áfram. Að venju fór allur sóknarleikur Dallas í gegnum Dončić og hann brást ekki í fyrsta leikhluta. Hann skoraði 19 stig og sá til þess að Dallas var þremur stigum yfir að honum loknum, staðan þá 38-35 Dallas í vil. Heimamenn í Clippers bitu frá sér í öðrum leikhluta. Paul George fór mikinn í leikhlutanum og þá var Marcus Morris Sr. sjóðandi heitur fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann skoraði alls 23 stig í leiknum. With this triple, Marcus Morris Sr. joins Steph Curry as the only players in GAME 7 HISTORY to hit 7 threes! #NBAPlayoffs #ThatsGameWIN or GO HOME GAME 7 on ABC pic.twitter.com/Dzfwy8cnTo— NBA (@NBA) June 6, 2021 Eftir frábæran annan leikhluta var Clippers komið átta stigum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, staðan þá 70-62. Varnarleikur beggja liða ekki upp á marga fiska. Dallas byrjaði síðari hálfleik af miklum krafti og tókst að jafna metin í 72-72 þegar tvær mínútur voru liðnar. Staðan var jöfn um miðbik leikhlutans en þá tóku heimamenn öll völd á vellinum og voru komnir 15 stigum yfir fyrir síðasta fjórðung leiksins, staðan þá 100-85. Líkt og í öðrum leikjum einvígisins var Dončić einfaldlega búinn á því í fjórða leikhluta og virtist sem leikurinn væri tapaður. Hann náði hins vegar að setja niður stóra þriggja stiga körfu þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum og munurinn kominn niður í sjö stig. Reggie Jackson setti niður enn stærri þriggja stiga körfu hinum megin á vellinum í kjölfarið og eftir það var allt loft úr Mavericks-mönnum. Clippers gekk frá leiknum í kjölfarið og vann 15 stiga sigur, lokatölur 126-115. Reggie and Mook coming up clutch. pic.twitter.com/8ycFesqdGP— LA Clippers (@LAClippers) June 6, 2021 Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Clippers með 28 stig. Hann var aðeins einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hann tók 10 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Paul George var svo með 22 stig. Luka skoraði 46 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar. Dorian Finney-Smith kom þar á eftir með 18 stig. Clippers þar með komið áfram í undanúrslit Vesturdeildarinnar þar sem Utah Jazz bíður. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Að venju fór allur sóknarleikur Dallas í gegnum Dončić og hann brást ekki í fyrsta leikhluta. Hann skoraði 19 stig og sá til þess að Dallas var þremur stigum yfir að honum loknum, staðan þá 38-35 Dallas í vil. Heimamenn í Clippers bitu frá sér í öðrum leikhluta. Paul George fór mikinn í leikhlutanum og þá var Marcus Morris Sr. sjóðandi heitur fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann skoraði alls 23 stig í leiknum. With this triple, Marcus Morris Sr. joins Steph Curry as the only players in GAME 7 HISTORY to hit 7 threes! #NBAPlayoffs #ThatsGameWIN or GO HOME GAME 7 on ABC pic.twitter.com/Dzfwy8cnTo— NBA (@NBA) June 6, 2021 Eftir frábæran annan leikhluta var Clippers komið átta stigum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, staðan þá 70-62. Varnarleikur beggja liða ekki upp á marga fiska. Dallas byrjaði síðari hálfleik af miklum krafti og tókst að jafna metin í 72-72 þegar tvær mínútur voru liðnar. Staðan var jöfn um miðbik leikhlutans en þá tóku heimamenn öll völd á vellinum og voru komnir 15 stigum yfir fyrir síðasta fjórðung leiksins, staðan þá 100-85. Líkt og í öðrum leikjum einvígisins var Dončić einfaldlega búinn á því í fjórða leikhluta og virtist sem leikurinn væri tapaður. Hann náði hins vegar að setja niður stóra þriggja stiga körfu þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum og munurinn kominn niður í sjö stig. Reggie Jackson setti niður enn stærri þriggja stiga körfu hinum megin á vellinum í kjölfarið og eftir það var allt loft úr Mavericks-mönnum. Clippers gekk frá leiknum í kjölfarið og vann 15 stiga sigur, lokatölur 126-115. Reggie and Mook coming up clutch. pic.twitter.com/8ycFesqdGP— LA Clippers (@LAClippers) June 6, 2021 Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Clippers með 28 stig. Hann var aðeins einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hann tók 10 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Paul George var svo með 22 stig. Luka skoraði 46 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar. Dorian Finney-Smith kom þar á eftir með 18 stig. Clippers þar með komið áfram í undanúrslit Vesturdeildarinnar þar sem Utah Jazz bíður. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum