„Búinn að ákveða að þetta yrði mitt síðasta tímabil“ Atli Arason skrifar 7. júní 2021 23:39 Jakob Örn Sigurðarson er hluti af 1982 árgangi KR þaðan sem landsliðsmenn á borð við Jón Arnór Stefánsson og Helgi Magnússon komu. Vísir/Bára Dröfn Frábærum ferli Jakobs Arnar Sigurðarsonar, leikmanns KR, er formlega lokið eftir 3-0 tap gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos deildarinnar í kvöld. Skórnir eru á leið upp í hillu. „Mér líður rosalega vel í líkamanum en ég var fyrir löngu búinn að ákveða að þetta yrði mitt síðasta tímabil og ég stend við það. Þetta er komið gott og búinn að vera langur ferill,“ sagði Jakob í leikslok. „Það er auðvitað sárt að tapa í síðasta leik en þegar maður spilar lengi þá kynnist maður því að maður tapar og maður sigrar. Þetta er upp og niður. Maður reynir bara að hugsa út í það jákvæða á ferlinum og hvað þetta var allt skemmtilegt. Ég reyni bara að vera sáttur,“ sagði Jakob Örn. Bakvörðurinn sem er uppalinn í Vesturbænum spilaði stóran hluta ferilsins í Svíþjóð áður en hann sneri aftur heim árið 2019. Engin úrslitakeppni var spiluð í fyrra og frestaðist því titilvörn KR-inga um eitt ár en liðið hafði unnið Íslandsmeistaratitilinn sex ár í röð. „Ég er aðallega svekktur með frammistöðuna. Mér fannst við koma flatir inn í leikinn og náðum aldrei að komast í takt við leikinn og náðum heldur ekki að komast nálægt þeim. Þeir voru alltaf með þessa forystu 10-12 stig og hún endaði í 18. Þeir voru alltaf með stjórn á leiknum og við vorum að elta. Þetta var bara erfitt.“ Aðspurður að því hvers vegna KR-ingar komu svona flatir inn í leikinn var Jakob ekki alveg viss. „Það er erfitt að segja. Við höfum alltaf byrjað leikina vel, alla leiki á móti Keflavík í vetur. Fyrri hálfleikur hefur verið flottur hjá okkur en það var ekki þannig í dag. Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvers vegna en það er alltaf erfitt að spila á móti svona góðu liði og sérstaklega þegar þú þarft að elta allan leikinn. Þeir eru með frábæran leikstjórnanda, þeir spila sem lið og kunna körfubolta, þannig þetta var erfitt,“ svaraði Jakob Örn. KR lagði mikla áherslu á því að stöðva Deane Williams og Dominykas Milka í leiknum og það gekk ágætlega framan af fyrsta leikhluta. KR-ingar þvinguðu þá í erfið skot og af gólfinu var Milka í 1/3 og Deane 3/6. Við það opnaðist þó fyrir aðra menn eins og Calvin Burks sem lét vaða að vild og var stigahæstur Keflvíkinga í fyrsta leikhluta með 9 stig. „Þeir spila saman og þeir taka það sem vörnin gefur þeim. Við stóluðum kannski of mikið á að reyna að stoppa þá [Williams og Milka] og sjá hvað hinir myndu gera en þeir bara stigu upp og settu skot og þá varð þetta enn erfiðara. Þeir voru alltaf með menn tilbúna inn á. Það er erfitt að stoppa þá þegar þeir finna alltaf besta opna skotið,“ sagði Jakob að lokum í sínu síðasta viðtali sem körfuboltaleikmaður. Dominos-deild karla KR Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Sjá meira
„Mér líður rosalega vel í líkamanum en ég var fyrir löngu búinn að ákveða að þetta yrði mitt síðasta tímabil og ég stend við það. Þetta er komið gott og búinn að vera langur ferill,“ sagði Jakob í leikslok. „Það er auðvitað sárt að tapa í síðasta leik en þegar maður spilar lengi þá kynnist maður því að maður tapar og maður sigrar. Þetta er upp og niður. Maður reynir bara að hugsa út í það jákvæða á ferlinum og hvað þetta var allt skemmtilegt. Ég reyni bara að vera sáttur,“ sagði Jakob Örn. Bakvörðurinn sem er uppalinn í Vesturbænum spilaði stóran hluta ferilsins í Svíþjóð áður en hann sneri aftur heim árið 2019. Engin úrslitakeppni var spiluð í fyrra og frestaðist því titilvörn KR-inga um eitt ár en liðið hafði unnið Íslandsmeistaratitilinn sex ár í röð. „Ég er aðallega svekktur með frammistöðuna. Mér fannst við koma flatir inn í leikinn og náðum aldrei að komast í takt við leikinn og náðum heldur ekki að komast nálægt þeim. Þeir voru alltaf með þessa forystu 10-12 stig og hún endaði í 18. Þeir voru alltaf með stjórn á leiknum og við vorum að elta. Þetta var bara erfitt.“ Aðspurður að því hvers vegna KR-ingar komu svona flatir inn í leikinn var Jakob ekki alveg viss. „Það er erfitt að segja. Við höfum alltaf byrjað leikina vel, alla leiki á móti Keflavík í vetur. Fyrri hálfleikur hefur verið flottur hjá okkur en það var ekki þannig í dag. Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvers vegna en það er alltaf erfitt að spila á móti svona góðu liði og sérstaklega þegar þú þarft að elta allan leikinn. Þeir eru með frábæran leikstjórnanda, þeir spila sem lið og kunna körfubolta, þannig þetta var erfitt,“ svaraði Jakob Örn. KR lagði mikla áherslu á því að stöðva Deane Williams og Dominykas Milka í leiknum og það gekk ágætlega framan af fyrsta leikhluta. KR-ingar þvinguðu þá í erfið skot og af gólfinu var Milka í 1/3 og Deane 3/6. Við það opnaðist þó fyrir aðra menn eins og Calvin Burks sem lét vaða að vild og var stigahæstur Keflvíkinga í fyrsta leikhluta með 9 stig. „Þeir spila saman og þeir taka það sem vörnin gefur þeim. Við stóluðum kannski of mikið á að reyna að stoppa þá [Williams og Milka] og sjá hvað hinir myndu gera en þeir bara stigu upp og settu skot og þá varð þetta enn erfiðara. Þeir voru alltaf með menn tilbúna inn á. Það er erfitt að stoppa þá þegar þeir finna alltaf besta opna skotið,“ sagði Jakob að lokum í sínu síðasta viðtali sem körfuboltaleikmaður.
Dominos-deild karla KR Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Sjá meira