„Bjuggumst kannski ekki við að ná 14 stiga forskoti strax í byrjun“ Atli Arason skrifar 7. júní 2021 23:53 Hörður Axel Vilhjálmsson. Vísir/Hulda Margrét Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var glaður yfir sigri á KR í kvöld, sigri sem fleytti Keflavík í úrslita rimmu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. „Við vorum virkilega solid í dag. Við byrjuðum mjög sterkt sem við lögðum mikla áherslu á að við þurftum að koma út mjög ákveðnir af því við vissum að þeir voru að berjast fyrir lífinu sínu. Við ætluðum að setja tóninn sem við náðum heldur betur að gera,“ sagði Hörður Axel í viðtali eftir leik en sterk byrjun Keflavíkur var lykill að sigri þeirra í dag en heimamenn leiddu leikinn frá upphafi til enda. „Þetta var eitthvað sem við lögðum upp með en við bjuggumst kannski ekki við að ná 14 stiga forskoti strax í byrjun. Við erum búnir að bæta það mikið frá því í fyrra að þegar við náum forskoti að halda því og vita hverjum við erum að leita af og halda forskotinu, sem við gerðum þrusu vel í dag.“ Stuðningur úr troðfullri stúku í Keflavík var hreint út sagt magnaður og Hörður var hálf orðlaus yfir þeim stuðning sem heimamenn fengu í kvöld. „Ég hef eiginlega ekki orð yfir þessu. Þetta er bara stórkostlegt og ógeðslega gaman. Ég sast niður í upphitun og í hálfleik og horfði bara upp í stúku til að reyna að taka þetta allt inn og leyfa mér að njóta þess að vera hérna,“ svaraði Hörður aðspurður út í stuðninginn úr stúkunni Sigur Keflavíkur í kvöld þýðir að liðið hefur farið í gegnum heila 500 daga án þess að tapa leik á heimavelli. Ef þessi heimavallar sigurganga heldur áfram er augljóst að liðið endar uppi með þann stóra. Hörður vildi þó ekki fara fram úr sér. „Við tökum bara einn leik í einu. Það er það sem hefur skapað þetta fyrir okkur, við erum ekkert að fara fram úr sjálfum okkur og við erum ekkert að fara of hátt eða of lágt. Við erum með okkar markmið og við vitum hver þau eru. Á sama tíma þá erum við helvíti erfiðir þegar við erum eins og við vorum í dag,“ sagði kátur Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica Sjá meira
„Við vorum virkilega solid í dag. Við byrjuðum mjög sterkt sem við lögðum mikla áherslu á að við þurftum að koma út mjög ákveðnir af því við vissum að þeir voru að berjast fyrir lífinu sínu. Við ætluðum að setja tóninn sem við náðum heldur betur að gera,“ sagði Hörður Axel í viðtali eftir leik en sterk byrjun Keflavíkur var lykill að sigri þeirra í dag en heimamenn leiddu leikinn frá upphafi til enda. „Þetta var eitthvað sem við lögðum upp með en við bjuggumst kannski ekki við að ná 14 stiga forskoti strax í byrjun. Við erum búnir að bæta það mikið frá því í fyrra að þegar við náum forskoti að halda því og vita hverjum við erum að leita af og halda forskotinu, sem við gerðum þrusu vel í dag.“ Stuðningur úr troðfullri stúku í Keflavík var hreint út sagt magnaður og Hörður var hálf orðlaus yfir þeim stuðning sem heimamenn fengu í kvöld. „Ég hef eiginlega ekki orð yfir þessu. Þetta er bara stórkostlegt og ógeðslega gaman. Ég sast niður í upphitun og í hálfleik og horfði bara upp í stúku til að reyna að taka þetta allt inn og leyfa mér að njóta þess að vera hérna,“ svaraði Hörður aðspurður út í stuðninginn úr stúkunni Sigur Keflavíkur í kvöld þýðir að liðið hefur farið í gegnum heila 500 daga án þess að tapa leik á heimavelli. Ef þessi heimavallar sigurganga heldur áfram er augljóst að liðið endar uppi með þann stóra. Hörður vildi þó ekki fara fram úr sér. „Við tökum bara einn leik í einu. Það er það sem hefur skapað þetta fyrir okkur, við erum ekkert að fara fram úr sjálfum okkur og við erum ekkert að fara of hátt eða of lágt. Við erum með okkar markmið og við vitum hver þau eru. Á sama tíma þá erum við helvíti erfiðir þegar við erum eins og við vorum í dag,“ sagði kátur Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica Sjá meira