Félag atvinnurekenda og fríverslunarsamningur við Bretland Erna Bjarnadóttir skrifar 8. júní 2021 20:01 Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) fer mikinn þessa dagana vegna kynningar utanríkisráðherra á samningsdrögum að nýjum fríverslunarsamningi við Bretland. Í langri fréttatilkynningu FA um samningsdrögin eru hlutirnir málaðir sterkum litum. Enn og aftur rennur framkvæmdastjórinn til á svellinu, en það er ekki í fyrsta skipti. En svellið er nú hálla en oft áður ekki síst vegna valkvæðrar frelsisástar FA í málefnum fríverslunar. Verða einstakar fullyrðingar framkvæmdastjórans hér gerðar að umtalsefni. Hagsmunir íslensks landbúnaðar fyrir borð bornir Við gerð fríverslunarsamnings þarf að taka tillit til margra samverkandi þátta. Þannig þarf að liggja fyrir hagsmunamat um það hverjir eru undirliggjandi hagsmunir íslensks atvinnulífs. Sama hagsmunamat er unnið af hálfu breskra stjórnvalda hvað varðar breskt atvinnulíf. Á samningafundum birtast svo hinar eiginlegu samningsafstöður ríkjanna og sameiginleg niðurstaða aðila birtist að lokum í texta fríverslunarsamnings. Þegar um er að ræða einstaka vöruflokka, s.s. landbúnaðarvörur, þarf að komast að málamiðlun enda framleiða báðar þjóðirnar landbúnaðarvörur. Ljóst má vera að íslenskur markaður með landbúnaðarvörur, sem er einn sá minnsti í heimi, má sín lítils samanborið við breskan markað með landbúnaðarvörur, einn sá stærsti í Evrópu. Af þessum ástæðum er ákveðin málamiðlun nauðsynleg. Svo virðist sem að hún hafi náðst, t.d. veitir Ísland heimild til innflutnings á 30 tonnum af ost frá Bretlandi. Í ljósi stöðunnar sem fyrir er þá er þessi heimild eðli málsins samkvæmt mikil og mun valda íslenskum bændum enn meiri búsifjum. Áður hefur höfundur þessarar greinar bent á að íslensk stjórnvöld gengu á sínum tíma lengra en norsk stjórnvöld þegar koma gerð samnings milli Íslands og ESB um landbúnaðarvörur þar á meðal osta. Samningurinn nú bætir þar enn um „betur“. Í öllu falli er ljóst að fullyrðingar FA um að „…tækifæri til að útvíkka fríverslun með búvörur við Bretland hafi … glatast“ eru fjarstæðukenndar. Það er beinlínis rangt að halda því fram að það sé t.d. hagur mjólkurframleiðenda að fá aukna tollkvóta fyrir undanrennuduft gegn því að gefa eftir 120 tonn af ostamarkaði hér á landi í staðinn. Slíkt stenst enga skoðun þegar horft er til heildarhagsmuna mjólkurframleiðenda. Frekari ráðgjöf FA í þessu efni er vinsamlega afþökkuð. FA hefur beinar upplýsingar af samningafundum Athygli vekur að FA fullyrðir að Bretar hafi viljað meiri fríverslun. Í fréttatilkynningunni segir: „Það er ljóst að bresk stjórnvöld höfðu áhuga á að auka talsvert fríverslun með búvörur. Þau buðu umtalsverða aukningu á tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir undanrennuduft sem hefði átt að vera augljóst hagsmunamál fyrir íslenskra mjólkurbænda og -framleiðenda [...] Bretar fóru á móti fram á aukna tollkvóta fyrir osta og kjötvörur, miklu minni að umfangi en þeir tollkvótar sem Íslandi stóðu til boða.“ Hér er ljóst að FA hefur fengið nákvæmar upplýsingar um hvað gerðist í samningaviðræðum Íslands og Bretlands. Hvaðan hefur FA fengið þær upplýsingar? Þessar fullyrðingar FA vekja upp margar spurningar – ekki síst í ljósi þess að FA hefur sakað hagsmunaaðila í landbúnaði að hafa skipt sér af samningaviðræðunum. Ljóst er að hagsmunaaðilar í landbúnaði eru nú að lesa það hverjar kröfur breskra stjórnvalda voru í samningaviðræðunum – og það af heimasíðu FA! Svo virðist sem að FA hafi fengið mun meiri upplýsingar um samningaviðræðurnar heldur en nokkurn tíma hagsmunaaðilar í landbúnaði. Það virðist þá hafa farist fyrir að upplýsa FA einnig um að hagsmunir íslensks landbúnaðar í formi aukinna innflutningsheimilda á mjólkurvörum væru betur tryggðir með því að veita markaðsaðgang fyrir aðrar vörur eins og smjör í stað osta. Til þessa hefur hins vegar verið lítill áhugi á því meðal viðsemjenda okkar í fríverslunarviðræðum líkt og sýndi sig nú. Um blindu Félags atvinnurekanda fyrir innflutningi Í fréttatilkynningu FA er því haldið fram að andstaða hagsmunaaðila í landbúnaði hafi blindað menn fyrir tækifærunum. Þessari fullyrðingu er fylgt eftir með furðulegri umfjöllun um markað fyrir undanrennuduft. Þessi umfjöllun er alger markleysa. Í fréttatilkynningunni er enn fremur vísað til þess að samningurinn við ESB staðfesti vaxandi andstöðu hagsmunaafla í landbúnaði við að „leyfa vindum fríverslunar og samkeppni að blása.“ Sannleikurinn er hins vegar miklu fremur sá að þeir fríverslunar- og tollasamningar sem gerðir hafa verið undanfarin ár, fyrst og fremst við ESB þar til nú við Bretland, hafa farið hér um eins og stormur. Ekki einasta nema tollfrjálsir kvótar t.d. fyrir osta um og yfir 10% af heildarmarkaði, sem er fáheyrt í samanburði við önnur lönd, heldur virðast landamærin hripleka þegar kemur að innflutningi á mörgum búvörum. Þetta hefur komið fram í endurskoðun skattyfirvalda á innflutningi t.d. á blómum, í minnisblöðum fjármála- og efnahagsráðuneytisins, í meðförum alþingis og loks ekki síst í bréfum sem Skatturinn sendir sjálfur til innflytjenda. Það er lágmarks krafa að þessu sé komið til samræmis við ákvæði þegar gerða milliríkjasamninga og tollalög áður en svo mikið sem hugmyndir um að halda lengra eru reifaðar. Þessi samningur við Bretland nú er hrein aukning á tollfrjálsum kvótum sem hafa skilað sér hingað til lands væntanlega með „vindum fríverslunar og samkeppni“. Fordæmalaus aðgangur FA að samningaviðræðum Að lokum verður ekki hjá því komist að vísa fullyrðingum FA um að Bændasamtökin hafi verið umsagnaraðili um fríverslunarsamninginn til föðurhúsanna. Eins og hér hefur verið farið yfir þá virðist FA hafa haft fordæmalausan aðgang að upplýsingum um hvað fór á milli samninganefnda Íslands og Bretlands. Þessi aðkoma sérhagsmuna, félagsmanna FA, er fordæmalaus og á kostnað almennra viðskiptahagsmuni Íslands í samningaviðræðunum. Það mál verður að rannsaka sérstaklega á næstu misserum. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Landbúnaður Utanríkismál Skattar og tollar Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) fer mikinn þessa dagana vegna kynningar utanríkisráðherra á samningsdrögum að nýjum fríverslunarsamningi við Bretland. Í langri fréttatilkynningu FA um samningsdrögin eru hlutirnir málaðir sterkum litum. Enn og aftur rennur framkvæmdastjórinn til á svellinu, en það er ekki í fyrsta skipti. En svellið er nú hálla en oft áður ekki síst vegna valkvæðrar frelsisástar FA í málefnum fríverslunar. Verða einstakar fullyrðingar framkvæmdastjórans hér gerðar að umtalsefni. Hagsmunir íslensks landbúnaðar fyrir borð bornir Við gerð fríverslunarsamnings þarf að taka tillit til margra samverkandi þátta. Þannig þarf að liggja fyrir hagsmunamat um það hverjir eru undirliggjandi hagsmunir íslensks atvinnulífs. Sama hagsmunamat er unnið af hálfu breskra stjórnvalda hvað varðar breskt atvinnulíf. Á samningafundum birtast svo hinar eiginlegu samningsafstöður ríkjanna og sameiginleg niðurstaða aðila birtist að lokum í texta fríverslunarsamnings. Þegar um er að ræða einstaka vöruflokka, s.s. landbúnaðarvörur, þarf að komast að málamiðlun enda framleiða báðar þjóðirnar landbúnaðarvörur. Ljóst má vera að íslenskur markaður með landbúnaðarvörur, sem er einn sá minnsti í heimi, má sín lítils samanborið við breskan markað með landbúnaðarvörur, einn sá stærsti í Evrópu. Af þessum ástæðum er ákveðin málamiðlun nauðsynleg. Svo virðist sem að hún hafi náðst, t.d. veitir Ísland heimild til innflutnings á 30 tonnum af ost frá Bretlandi. Í ljósi stöðunnar sem fyrir er þá er þessi heimild eðli málsins samkvæmt mikil og mun valda íslenskum bændum enn meiri búsifjum. Áður hefur höfundur þessarar greinar bent á að íslensk stjórnvöld gengu á sínum tíma lengra en norsk stjórnvöld þegar koma gerð samnings milli Íslands og ESB um landbúnaðarvörur þar á meðal osta. Samningurinn nú bætir þar enn um „betur“. Í öllu falli er ljóst að fullyrðingar FA um að „…tækifæri til að útvíkka fríverslun með búvörur við Bretland hafi … glatast“ eru fjarstæðukenndar. Það er beinlínis rangt að halda því fram að það sé t.d. hagur mjólkurframleiðenda að fá aukna tollkvóta fyrir undanrennuduft gegn því að gefa eftir 120 tonn af ostamarkaði hér á landi í staðinn. Slíkt stenst enga skoðun þegar horft er til heildarhagsmuna mjólkurframleiðenda. Frekari ráðgjöf FA í þessu efni er vinsamlega afþökkuð. FA hefur beinar upplýsingar af samningafundum Athygli vekur að FA fullyrðir að Bretar hafi viljað meiri fríverslun. Í fréttatilkynningunni segir: „Það er ljóst að bresk stjórnvöld höfðu áhuga á að auka talsvert fríverslun með búvörur. Þau buðu umtalsverða aukningu á tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir undanrennuduft sem hefði átt að vera augljóst hagsmunamál fyrir íslenskra mjólkurbænda og -framleiðenda [...] Bretar fóru á móti fram á aukna tollkvóta fyrir osta og kjötvörur, miklu minni að umfangi en þeir tollkvótar sem Íslandi stóðu til boða.“ Hér er ljóst að FA hefur fengið nákvæmar upplýsingar um hvað gerðist í samningaviðræðum Íslands og Bretlands. Hvaðan hefur FA fengið þær upplýsingar? Þessar fullyrðingar FA vekja upp margar spurningar – ekki síst í ljósi þess að FA hefur sakað hagsmunaaðila í landbúnaði að hafa skipt sér af samningaviðræðunum. Ljóst er að hagsmunaaðilar í landbúnaði eru nú að lesa það hverjar kröfur breskra stjórnvalda voru í samningaviðræðunum – og það af heimasíðu FA! Svo virðist sem að FA hafi fengið mun meiri upplýsingar um samningaviðræðurnar heldur en nokkurn tíma hagsmunaaðilar í landbúnaði. Það virðist þá hafa farist fyrir að upplýsa FA einnig um að hagsmunir íslensks landbúnaðar í formi aukinna innflutningsheimilda á mjólkurvörum væru betur tryggðir með því að veita markaðsaðgang fyrir aðrar vörur eins og smjör í stað osta. Til þessa hefur hins vegar verið lítill áhugi á því meðal viðsemjenda okkar í fríverslunarviðræðum líkt og sýndi sig nú. Um blindu Félags atvinnurekanda fyrir innflutningi Í fréttatilkynningu FA er því haldið fram að andstaða hagsmunaaðila í landbúnaði hafi blindað menn fyrir tækifærunum. Þessari fullyrðingu er fylgt eftir með furðulegri umfjöllun um markað fyrir undanrennuduft. Þessi umfjöllun er alger markleysa. Í fréttatilkynningunni er enn fremur vísað til þess að samningurinn við ESB staðfesti vaxandi andstöðu hagsmunaafla í landbúnaði við að „leyfa vindum fríverslunar og samkeppni að blása.“ Sannleikurinn er hins vegar miklu fremur sá að þeir fríverslunar- og tollasamningar sem gerðir hafa verið undanfarin ár, fyrst og fremst við ESB þar til nú við Bretland, hafa farið hér um eins og stormur. Ekki einasta nema tollfrjálsir kvótar t.d. fyrir osta um og yfir 10% af heildarmarkaði, sem er fáheyrt í samanburði við önnur lönd, heldur virðast landamærin hripleka þegar kemur að innflutningi á mörgum búvörum. Þetta hefur komið fram í endurskoðun skattyfirvalda á innflutningi t.d. á blómum, í minnisblöðum fjármála- og efnahagsráðuneytisins, í meðförum alþingis og loks ekki síst í bréfum sem Skatturinn sendir sjálfur til innflytjenda. Það er lágmarks krafa að þessu sé komið til samræmis við ákvæði þegar gerða milliríkjasamninga og tollalög áður en svo mikið sem hugmyndir um að halda lengra eru reifaðar. Þessi samningur við Bretland nú er hrein aukning á tollfrjálsum kvótum sem hafa skilað sér hingað til lands væntanlega með „vindum fríverslunar og samkeppni“. Fordæmalaus aðgangur FA að samningaviðræðum Að lokum verður ekki hjá því komist að vísa fullyrðingum FA um að Bændasamtökin hafi verið umsagnaraðili um fríverslunarsamninginn til föðurhúsanna. Eins og hér hefur verið farið yfir þá virðist FA hafa haft fordæmalausan aðgang að upplýsingum um hvað fór á milli samninganefnda Íslands og Bretlands. Þessi aðkoma sérhagsmuna, félagsmanna FA, er fordæmalaus og á kostnað almennra viðskiptahagsmuni Íslands í samningaviðræðunum. Það mál verður að rannsaka sérstaklega á næstu misserum. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun