Kristín segir púlsana hafa orðið þéttari og lækkað í nótt Atli Ísleifsson skrifar 10. júní 2021 09:45 Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur og hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunnar, ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Breytingar urðu á eldgosinu í Fagradalsfjalli í nótt. Um klukkan fjögur urðu sérfræðingar á Veðurstofunni varir breytingar á óróanum og tóku eftir að púlsarnir séu orðnir þéttari og aðeins lækkað. Þetta segir Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur og hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunnar, en hún ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Um klukkan fjögur sjáum við breytingar í óróanum og þeir sem hafa verið að rýna í vefmyndavélina sjá að það er eins og það sé ekki jafn mikill kraftur og renni frekar jafnt úr gígnum núna,“ segir Kristín. Hún segir að þegar rýnt sé í óróann þá sjáist að þessir púlsar sem hafa einkennt virknina frá 2. maí eru orðnir þéttari og kannski aðeins lækkað. „En eru þéttari í tíma. Þetta hefur svo sem gerst áður, að við fáum svona tímabil og þetta virðist vera tengt einhverjum grunnstæðum breytingum. Það sem við höfum verið að sjá þegar við erum að skoða magnið af hrauninu sem er að koma, mæla þetta rúmmál sem er að koma úr gosinu, þá erum við að sjá mjög stöðugt flæði, einmitt frá 2. maí. Það er eins og gosrásin stækki, eða komi meira efni inn frá 2. maí, þannig að það varð aukning í framleiðslu á hrauni 2. maí. Við vitum ekki betur en að það sé þannig ennþá.“ Gosopið virðist vera að þrengjast Kristín segir að vísindaráð almannavarna muni funda í dag, þar sem breytingar á sjálfum gígnum verða meðal annars til umræðu. „Það er eins og gosopið efst hafði aðeins verið að þrengjast.“ Hún segir að alltaf sé verið að ræða um einhverjar breytingar sem eru þarna næst yfirborði. „Stóra myndin er sú að við erum komin með þennan stórkostlega gíg sem er orðinn yfir hundrað metra hár og það myndast einhvers konar hellir undir honum, eða einhver konar svæði þar sem kvikan nær að safnast saman. Þetta svæði er bara rétt hundrað metra djúpt eða eitthvað svoleiðis. Svo þaðan liggur bara hreinlega einhver strompur niður marga, marga, marga kílómetra, niður á um tuttugu kílómetra dýpa. Á því dýpi vitum við að er nægt efni þannig að það er erfitt að segja hvað það er sem muni stoppa þetta gos.[…] Við erum með þennan skorstein niður úr öllu og það er búið að vera stöðugt streymi upp um hann og upp úr Fagradalsfjalli.“ Mun renna í pípum faldar í hrauninu Kristín segist ekki að sjá neitt í kortunum sem bendi til að gosið sé að hætta. „Það sem við höfum séð í vikunni er mikil framleiðsla á þessu helluhrauni sem er þunnfljótandi og þetta hraun hefur verið að flæða og mynda mjög fallega breiðu í Meradölum og svo líka búið að flæða í Nátthaga. Það sem má búast við er að hraun fari meira og meira að renna í pípum sem liggja og eru faldar inni í hrauninu.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Bítið Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Þetta segir Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur og hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunnar, en hún ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Um klukkan fjögur sjáum við breytingar í óróanum og þeir sem hafa verið að rýna í vefmyndavélina sjá að það er eins og það sé ekki jafn mikill kraftur og renni frekar jafnt úr gígnum núna,“ segir Kristín. Hún segir að þegar rýnt sé í óróann þá sjáist að þessir púlsar sem hafa einkennt virknina frá 2. maí eru orðnir þéttari og kannski aðeins lækkað. „En eru þéttari í tíma. Þetta hefur svo sem gerst áður, að við fáum svona tímabil og þetta virðist vera tengt einhverjum grunnstæðum breytingum. Það sem við höfum verið að sjá þegar við erum að skoða magnið af hrauninu sem er að koma, mæla þetta rúmmál sem er að koma úr gosinu, þá erum við að sjá mjög stöðugt flæði, einmitt frá 2. maí. Það er eins og gosrásin stækki, eða komi meira efni inn frá 2. maí, þannig að það varð aukning í framleiðslu á hrauni 2. maí. Við vitum ekki betur en að það sé þannig ennþá.“ Gosopið virðist vera að þrengjast Kristín segir að vísindaráð almannavarna muni funda í dag, þar sem breytingar á sjálfum gígnum verða meðal annars til umræðu. „Það er eins og gosopið efst hafði aðeins verið að þrengjast.“ Hún segir að alltaf sé verið að ræða um einhverjar breytingar sem eru þarna næst yfirborði. „Stóra myndin er sú að við erum komin með þennan stórkostlega gíg sem er orðinn yfir hundrað metra hár og það myndast einhvers konar hellir undir honum, eða einhver konar svæði þar sem kvikan nær að safnast saman. Þetta svæði er bara rétt hundrað metra djúpt eða eitthvað svoleiðis. Svo þaðan liggur bara hreinlega einhver strompur niður marga, marga, marga kílómetra, niður á um tuttugu kílómetra dýpa. Á því dýpi vitum við að er nægt efni þannig að það er erfitt að segja hvað það er sem muni stoppa þetta gos.[…] Við erum með þennan skorstein niður úr öllu og það er búið að vera stöðugt streymi upp um hann og upp úr Fagradalsfjalli.“ Mun renna í pípum faldar í hrauninu Kristín segist ekki að sjá neitt í kortunum sem bendi til að gosið sé að hætta. „Það sem við höfum séð í vikunni er mikil framleiðsla á þessu helluhrauni sem er þunnfljótandi og þetta hraun hefur verið að flæða og mynda mjög fallega breiðu í Meradölum og svo líka búið að flæða í Nátthaga. Það sem má búast við er að hraun fari meira og meira að renna í pípum sem liggja og eru faldar inni í hrauninu.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Bítið Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira