Jón Gunnarsson hreppti annað sætið að lokum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2021 23:41 Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti, sem var baráttusætið í þessu prófkjöri. Vísir/Vilhelm Nýjustu og jafnframt síðustu tölur liggja nú fyrir úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og fjármálaráðherra, hafnaði í fyrsta sæti, enda sóttist hann einn eftir því. Baráttan um annað sætið var heldur harðari, en þingmennirnir Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason sóttust öll eftir því sæti. Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson sóttist eftir öðru til þriðja sæti og Vilhjálmur Bjarnason sóttist eftir stuðningi í þriðja sæti eða ofar. Það var hins vegar Jón Gunnarsson sem hreppti annað sætið að endingu, með 1.134 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Bryndís endaði í því þriðja en Óli Björn í fjórða. Arnar Þór varð í fimmta sæti og Sigþrúður Ármann í sjötta. Bjarni Benediktsson leiðir listann, enda sóttist hann einn eftir fyrsta sætinuVísir/Vilhelm Jón var í öðru sætinu þegar fyrstu tölur bárust en þegar aðrar tölur voru tilkynntar hafði Bryndís skotist upp fyrir hann í annað sætið. Að lokum fór þó svo að Jón endaði í sætinu sem hann sóttist eftir. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra þingmenn í kjördæminu í síðustu Alþingiskosningum, árið 2017. Bjarni er fyrsti þingmaður kjördæmisins, Bryndís annar, á meðan Jón er fimmti og Óli Björn tíundi. Bryndís var í öðru sæti þegar aðrar tölur úr prófkjörinu voru birtar. Með lokatölum varð þó ljóst að Jón Gunnarsson endurheimti annað sætið, sem hann var í þegar fyrstu tölur lágu fyrir.Vísir/Vilhelm Alls sóttust tólf frambjóðendur eftir sæti á listanum, en í prófkjörinu var valið í sex sæti. Talin voru 4772 atkvæði, þar af voru 64 ógild. Hér að neðan má sjá stöðu efstu sex frambjóðenda í prófkjörinu: Í fyrsta sæti með 3.825 atkvæði í fyrsta sæti er Bjarni Benediktsson. Í öðru sæti með 1.134 atkvæði í fyrsta til annað sæti er Jón Gunnarsson. Í þriðja sæti með 1.616 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti er Bryndís Haraldsdóttir. Í fjórða sæti með 1.950 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti er Óli Björn Kárason. Í fimmta sæti með 2.261 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti er Arnar Þór Jónsson. Í sjötta sæti með 2.617 atkvæði í fyrsta til sjötta sæti er Sigþrúður Ármann. Óli Björn Kárason endaði í fjórða sæti í prófkjörinu.Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bryndís í öðru sæti eftir nýjustu tölur Breyting hefur orðið á uppröðun á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að aðrar tölur voru birtar rétt í þessu. Bryndís Haraldsdóttir er nú í öðru sæti listans en eftir fyrstu tölur var Jón Gunnarsson alþingismaður í öðru sæti. 12. júní 2021 21:10 Bjarni langefstur og Jón Gunnarsson í öðru sæti eftir fyrstu tölur Jón Gunnarsson þingmaður er í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi þegar fyrstu tölur hafa verið birtar. 12. júní 2021 19:09 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Baráttan um annað sætið var heldur harðari, en þingmennirnir Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason sóttust öll eftir því sæti. Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson sóttist eftir öðru til þriðja sæti og Vilhjálmur Bjarnason sóttist eftir stuðningi í þriðja sæti eða ofar. Það var hins vegar Jón Gunnarsson sem hreppti annað sætið að endingu, með 1.134 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Bryndís endaði í því þriðja en Óli Björn í fjórða. Arnar Þór varð í fimmta sæti og Sigþrúður Ármann í sjötta. Bjarni Benediktsson leiðir listann, enda sóttist hann einn eftir fyrsta sætinuVísir/Vilhelm Jón var í öðru sætinu þegar fyrstu tölur bárust en þegar aðrar tölur voru tilkynntar hafði Bryndís skotist upp fyrir hann í annað sætið. Að lokum fór þó svo að Jón endaði í sætinu sem hann sóttist eftir. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra þingmenn í kjördæminu í síðustu Alþingiskosningum, árið 2017. Bjarni er fyrsti þingmaður kjördæmisins, Bryndís annar, á meðan Jón er fimmti og Óli Björn tíundi. Bryndís var í öðru sæti þegar aðrar tölur úr prófkjörinu voru birtar. Með lokatölum varð þó ljóst að Jón Gunnarsson endurheimti annað sætið, sem hann var í þegar fyrstu tölur lágu fyrir.Vísir/Vilhelm Alls sóttust tólf frambjóðendur eftir sæti á listanum, en í prófkjörinu var valið í sex sæti. Talin voru 4772 atkvæði, þar af voru 64 ógild. Hér að neðan má sjá stöðu efstu sex frambjóðenda í prófkjörinu: Í fyrsta sæti með 3.825 atkvæði í fyrsta sæti er Bjarni Benediktsson. Í öðru sæti með 1.134 atkvæði í fyrsta til annað sæti er Jón Gunnarsson. Í þriðja sæti með 1.616 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti er Bryndís Haraldsdóttir. Í fjórða sæti með 1.950 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti er Óli Björn Kárason. Í fimmta sæti með 2.261 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti er Arnar Þór Jónsson. Í sjötta sæti með 2.617 atkvæði í fyrsta til sjötta sæti er Sigþrúður Ármann. Óli Björn Kárason endaði í fjórða sæti í prófkjörinu.Vísir/Vilhelm
Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bryndís í öðru sæti eftir nýjustu tölur Breyting hefur orðið á uppröðun á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að aðrar tölur voru birtar rétt í þessu. Bryndís Haraldsdóttir er nú í öðru sæti listans en eftir fyrstu tölur var Jón Gunnarsson alþingismaður í öðru sæti. 12. júní 2021 21:10 Bjarni langefstur og Jón Gunnarsson í öðru sæti eftir fyrstu tölur Jón Gunnarsson þingmaður er í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi þegar fyrstu tölur hafa verið birtar. 12. júní 2021 19:09 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Bryndís í öðru sæti eftir nýjustu tölur Breyting hefur orðið á uppröðun á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að aðrar tölur voru birtar rétt í þessu. Bryndís Haraldsdóttir er nú í öðru sæti listans en eftir fyrstu tölur var Jón Gunnarsson alþingismaður í öðru sæti. 12. júní 2021 21:10
Bjarni langefstur og Jón Gunnarsson í öðru sæti eftir fyrstu tölur Jón Gunnarsson þingmaður er í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi þegar fyrstu tölur hafa verið birtar. 12. júní 2021 19:09