Leikmaður ársins fyrst rekinn út úr húsi og svo sópað í sumarfrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 07:31 Devin Booker lét Nikola Jokic heyra það eftir brotið sem á endanum kallaði á annars stiga ásetningsvillu á Jokic og snemmbúna ferð í sturtu. AP/David Zalubowski Tímabilinu er lokið hjá Nikola Jokic og félögum hans í Denver Nuggets í NBA deildinni í körfubolta eftir að þeir töpuðu fjórða leiknum í röð á móti Phoenix Suns í nótt. Suns er þar með fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitum deildanna. Phoenix Suns vann leikinn 125-118 og þar með einvígið 4-0. Chris Paul skoraði 37 stig í leiknum og Devin Booker var með 34 stig. Phoenix vann þrjá síðustu leikina á móti Lakers og hefur því unnið sjö leiki í röð. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 sem Suns liðið kemst svo langt í úrslitakeppninni. CP3 TAKES OVER. SUNS ADVANCE. 37 points on 14-19 shooting25 points on 10-12 in 2nd half@CP3, @Suns are headed to the #NBAWCF presented by AT&T! #ThatsGame pic.twitter.com/h2ESaNwZ3U— NBA (@NBA) June 14, 2021 Nikola Jokic var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA deildarinnar á tímabilinu en það var langt frá því að hann hafi fengið einhverja stjörnumeðferð frá dómurum leiksins sem ráku hann út úr húsi í þriðja leikhluta fyrir brot á Cameron Payne. Flestir voru mjög ósáttir með þennan dóm. „Ég vildi breyta taktinum í leiknum og gefa okkur smá orku. Ég reyndi að brjóta harkalega af mér en hitti ég hann? Ég veit það ekki. Ég biðst afsökunar ef ég gerði það því ég ætlaði aldrei að meiða hann eða slá hann viljandi í höfuðið,“ sagði Nikola Jokic. Book with another closeout game.34 PTS11 REB@Suns advance to the #NBAWCF presented by AT&T! #ThatsGame #NBAPlayoffs pic.twitter.com/cgfS5r1BTa— NBA (@NBA) June 14, 2021 Jokic er fyrsti leikmaður ársins sem er sópað í sumarfrí síðan Magic Johnson í lokaúrslitunum árið 1989. Jokic var kominn með 22 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar á 28 mínútum þegar hann var sendur snemma í sturtu. „Mér fannst þetta aldrei vera annars stigs ásetningsvilla af því að hann er að reyna við boltann. Hann kemur aðeins við nefið hans Cameron Payne. Ég er í sjokki að þeir hafi dæmt svona villu á hann og rekið mikilvægasta leikmann deildarinnar út úr húsi fyrir þetta,“ sagði Michael Malone þjálfari Denver Nuggets. Chris Paul klikkaði varla á skoti í leiknum en hann hitti úr 14 af 19 skotum og var auk stiganna 37 með 7 stoðsendingar. Booker tók 11 fráköst og gaf 4 stoðsendingar en þeir félagar voru í sérflokki í stigaskorun liðsins. Will Barton var stighæstur hjá Denver með 25 stig, Michael Porter Jr. skoraði 20 stig og Monte Morris var með 19 stig. Nuggets saknaði náttúrulega stjörnuleikmanns síns Jamal Murray sem sleit krossband 12. apríl síðastliðinn. The updated #NBAPlayoffs bracket after the @Bucks even the series at 2-2 and the @Suns advance to the #NBAWCF presented by AT&T!MONDAY on TNT 7:30 PM ET: PHI@ATL (76ers lead 2-1)10:00 PM ET: UTA@LAC (Jazz lead 2-1) pic.twitter.com/qjXVEtZoKS— NBA (@NBA) June 14, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Phoenix Suns vann leikinn 125-118 og þar með einvígið 4-0. Chris Paul skoraði 37 stig í leiknum og Devin Booker var með 34 stig. Phoenix vann þrjá síðustu leikina á móti Lakers og hefur því unnið sjö leiki í röð. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 sem Suns liðið kemst svo langt í úrslitakeppninni. CP3 TAKES OVER. SUNS ADVANCE. 37 points on 14-19 shooting25 points on 10-12 in 2nd half@CP3, @Suns are headed to the #NBAWCF presented by AT&T! #ThatsGame pic.twitter.com/h2ESaNwZ3U— NBA (@NBA) June 14, 2021 Nikola Jokic var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA deildarinnar á tímabilinu en það var langt frá því að hann hafi fengið einhverja stjörnumeðferð frá dómurum leiksins sem ráku hann út úr húsi í þriðja leikhluta fyrir brot á Cameron Payne. Flestir voru mjög ósáttir með þennan dóm. „Ég vildi breyta taktinum í leiknum og gefa okkur smá orku. Ég reyndi að brjóta harkalega af mér en hitti ég hann? Ég veit það ekki. Ég biðst afsökunar ef ég gerði það því ég ætlaði aldrei að meiða hann eða slá hann viljandi í höfuðið,“ sagði Nikola Jokic. Book with another closeout game.34 PTS11 REB@Suns advance to the #NBAWCF presented by AT&T! #ThatsGame #NBAPlayoffs pic.twitter.com/cgfS5r1BTa— NBA (@NBA) June 14, 2021 Jokic er fyrsti leikmaður ársins sem er sópað í sumarfrí síðan Magic Johnson í lokaúrslitunum árið 1989. Jokic var kominn með 22 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar á 28 mínútum þegar hann var sendur snemma í sturtu. „Mér fannst þetta aldrei vera annars stigs ásetningsvilla af því að hann er að reyna við boltann. Hann kemur aðeins við nefið hans Cameron Payne. Ég er í sjokki að þeir hafi dæmt svona villu á hann og rekið mikilvægasta leikmann deildarinnar út úr húsi fyrir þetta,“ sagði Michael Malone þjálfari Denver Nuggets. Chris Paul klikkaði varla á skoti í leiknum en hann hitti úr 14 af 19 skotum og var auk stiganna 37 með 7 stoðsendingar. Booker tók 11 fráköst og gaf 4 stoðsendingar en þeir félagar voru í sérflokki í stigaskorun liðsins. Will Barton var stighæstur hjá Denver með 25 stig, Michael Porter Jr. skoraði 20 stig og Monte Morris var með 19 stig. Nuggets saknaði náttúrulega stjörnuleikmanns síns Jamal Murray sem sleit krossband 12. apríl síðastliðinn. The updated #NBAPlayoffs bracket after the @Bucks even the series at 2-2 and the @Suns advance to the #NBAWCF presented by AT&T!MONDAY on TNT 7:30 PM ET: PHI@ATL (76ers lead 2-1)10:00 PM ET: UTA@LAC (Jazz lead 2-1) pic.twitter.com/qjXVEtZoKS— NBA (@NBA) June 14, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn