G7-ríkin héldu að sér höndum um kolabruna Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2021 12:57 Loftslagsmótmælendur á strönd nærri fundarstað fulltrúa G7-ríkjanna í Cornwall á Englandi í gær. AP/Jon Super Engin ákvörðun var tekin um hvenær bruna á kolum verður alfarið hætt á fundi sjö helstu iðnríkja heims sem lauk í gær. Ríkið sammæltust aðeins um að hætta fjármögnun nýrra kolaorkuvera sem búa ekki yfir tækni til að binda kolefni. Meiri einhugur um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni ríkti á G7-fundinum á Englandi nú þegar Joe Biden hefur tekið sæti Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna. Í forsetatíð sinni tók Trump ekki þátt í sameiginlegum ályktunum funda með hefðbundnum bandalagsríkjum og setti oft afstöðu þeirra til loftslagsmála fyrir sig. Ríkin sjö lofuðu í fyrsta skipti að draga úr sameiginlegri losun sinni um helming fyrir árið 2030. Áður höfðu einstök ríki gert það að markmiði sínu. Ætla G7-ríkin jafnframt að stefna að því að afkolefnisvæða orkuframleiðslu sína nær algerlega á þessum áratug. Þegar kom að kolum, helstu uppsprettu gróðurhúsalofttegunda, var niðurstaða fundarins ekki eins afgerandi. Ríkin samþykktu að hætta alþjóðlegri fjármögnun á nýjum kolaorkuverum þar sem ekki er tækni til að fanga og geyma kolefni. Slík tækni er enn skammt á veg komin. Ekki var þó kveðið á um neina lokadagsetningu fyrir bruna á kolum. New York Times segir að sérfræðingar í orkumálum telji að það veiki samningsstöðu iðnríkjanna gagnvart Kína sem er enn að auka kolanotkun. Einnig gæti ríkjunum reynst erfitt að sannfæra önnur ríki um að skera niður losun sína á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Skotlandi síðar á þessu ári. Þróunarríkjum ekki lofað meiri aðstoð Engin fyrirheit um frekara fjármagn til að hjálpa þróunarríkjum að aðlagast loftslagsbreytingum og ráðast í orkuskipti voru heldur gefin á fundi G7-ríkjanna. Iðnríkin samþykktu að stofna 100 milljarða dollara sjóð í því skyni árið 2009 en heimtur í þann sjóð hafa verið takmarkaðar. Aðeins hafa safnast 80 milljarðar dollarar til þessa samkvæmt tölum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) í sjóðinn. Meirihluti þess fjár er á formi lána til þróunarríkja en ekki styrkja. „Þetta eru mikil vonbrigði. Þetta var stund þegar G7-ríkin hefðu getað veitt sögulega forystu en í staðinn skildu þau eftir sig gapandi tómarúm,“ segir Jennifer Morgan, framkvæmdastjóri Grænfriðunga við bandaríska blaðið. Fleiri umhverfisverndarsamtök hafa gagnrýnt ríkin og hvatt þau til að ganga lengra en að ítreka aðeins fyrri loforð sín um aðgerðir, að sögn AP-fréttastofunnar. Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira
Meiri einhugur um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni ríkti á G7-fundinum á Englandi nú þegar Joe Biden hefur tekið sæti Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna. Í forsetatíð sinni tók Trump ekki þátt í sameiginlegum ályktunum funda með hefðbundnum bandalagsríkjum og setti oft afstöðu þeirra til loftslagsmála fyrir sig. Ríkin sjö lofuðu í fyrsta skipti að draga úr sameiginlegri losun sinni um helming fyrir árið 2030. Áður höfðu einstök ríki gert það að markmiði sínu. Ætla G7-ríkin jafnframt að stefna að því að afkolefnisvæða orkuframleiðslu sína nær algerlega á þessum áratug. Þegar kom að kolum, helstu uppsprettu gróðurhúsalofttegunda, var niðurstaða fundarins ekki eins afgerandi. Ríkin samþykktu að hætta alþjóðlegri fjármögnun á nýjum kolaorkuverum þar sem ekki er tækni til að fanga og geyma kolefni. Slík tækni er enn skammt á veg komin. Ekki var þó kveðið á um neina lokadagsetningu fyrir bruna á kolum. New York Times segir að sérfræðingar í orkumálum telji að það veiki samningsstöðu iðnríkjanna gagnvart Kína sem er enn að auka kolanotkun. Einnig gæti ríkjunum reynst erfitt að sannfæra önnur ríki um að skera niður losun sína á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Skotlandi síðar á þessu ári. Þróunarríkjum ekki lofað meiri aðstoð Engin fyrirheit um frekara fjármagn til að hjálpa þróunarríkjum að aðlagast loftslagsbreytingum og ráðast í orkuskipti voru heldur gefin á fundi G7-ríkjanna. Iðnríkin samþykktu að stofna 100 milljarða dollara sjóð í því skyni árið 2009 en heimtur í þann sjóð hafa verið takmarkaðar. Aðeins hafa safnast 80 milljarðar dollarar til þessa samkvæmt tölum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) í sjóðinn. Meirihluti þess fjár er á formi lána til þróunarríkja en ekki styrkja. „Þetta eru mikil vonbrigði. Þetta var stund þegar G7-ríkin hefðu getað veitt sögulega forystu en í staðinn skildu þau eftir sig gapandi tómarúm,“ segir Jennifer Morgan, framkvæmdastjóri Grænfriðunga við bandaríska blaðið. Fleiri umhverfisverndarsamtök hafa gagnrýnt ríkin og hvatt þau til að ganga lengra en að ítreka aðeins fyrri loforð sín um aðgerðir, að sögn AP-fréttastofunnar.
Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira