Veldu hugrekki fram yfir þægindi Ásta Kristín Sigurjónssdóttir skrifar 15. júní 2021 07:31 Þegar mig langar að hreinsa hugann og sækja mér andlega uppliftingu þá fer ég oftast út að hlaupa og hlusta gjarnan á hlaðvörp. Reyndar gerist það þá jafnhraðan að í stað þess að hreinsa hugann fyllist hann af nýjum hugmyndum og andgift sem er sannarlega ekki af verri endanum heldur. Í einni svona hlaupahlustun var í eyrunum þátturinn Normið (sem reyndar verður nánast alltaf fyrir valinu). Að þessu sinni var umræðan „Hugrekki eða þægindi?“ Ég verð að segja að um leið og þessi umræða byrjaði kom uppí hugann minn akkúrat það sem ég hef svo oft hugsað en alls ekki nógu oft sagt upphátt: Svona vinnur Þórdís Kolbrún! Hún velur hugrekki framyfir þægindi í nánast öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Það að taka stórar ákvarðanir sem varða miklar breytingar sem til lengri tíma munu vinna beint inní tilgang og kjarna íslensks samfélags, það er hugrekki. Hugrakkar ákvarðanir eru ekki alltaf þær vinsælustu en þær eru allar teknar með hjartað á sínum stað og með heildar hagsmuni og stóru myndina í huga. Það er stundum erfitt og óþægilegt að leiða fólk í gegnum nýsköpun og breytingar en með verklagi sínu hefur Þórdís Kolbrún sýnt að hún er traustsins verð. Það að við eigum val um svo einstakan stjórnmálamann, sem veit og skilur, hlustar og framkvæmir, það eru forréttindi í sjálfu sér. Það að við eigum val um stjórnmálamann sem skilur að þarfir landsbyggðarinnar eru öðruvísi en stórborgarinnar, beitir sér fyrir orkuskiptum, hugbúnaðarþróun og skilur mikilvægi þess að nýsköpun sé ekki lúxus heldur þörf, það er einstakt. Það að við eigum val um stjórnmálamann sem aðskilur sig ekki frá öðrum, er jarðbundin og heil, treystir fólkinu fyrst og er fær um að hlusta á mismunandi sjónarmið, það er skynsamlegt val. Veljum hugrekki og sækjum okkur innblástur í að gera ekki hlutina innan þægindarammans því þar hvorki stækkum við né þróumst. Breytingar taka á, samfélagið sem bíður okkar er ekki það sama og var. Við þurfum sterka rödd sem þorir, skilur og getur. Þar fer fremst í flokki Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Höfundur er Ásta Kristín Sigurjónsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Þegar mig langar að hreinsa hugann og sækja mér andlega uppliftingu þá fer ég oftast út að hlaupa og hlusta gjarnan á hlaðvörp. Reyndar gerist það þá jafnhraðan að í stað þess að hreinsa hugann fyllist hann af nýjum hugmyndum og andgift sem er sannarlega ekki af verri endanum heldur. Í einni svona hlaupahlustun var í eyrunum þátturinn Normið (sem reyndar verður nánast alltaf fyrir valinu). Að þessu sinni var umræðan „Hugrekki eða þægindi?“ Ég verð að segja að um leið og þessi umræða byrjaði kom uppí hugann minn akkúrat það sem ég hef svo oft hugsað en alls ekki nógu oft sagt upphátt: Svona vinnur Þórdís Kolbrún! Hún velur hugrekki framyfir þægindi í nánast öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Það að taka stórar ákvarðanir sem varða miklar breytingar sem til lengri tíma munu vinna beint inní tilgang og kjarna íslensks samfélags, það er hugrekki. Hugrakkar ákvarðanir eru ekki alltaf þær vinsælustu en þær eru allar teknar með hjartað á sínum stað og með heildar hagsmuni og stóru myndina í huga. Það er stundum erfitt og óþægilegt að leiða fólk í gegnum nýsköpun og breytingar en með verklagi sínu hefur Þórdís Kolbrún sýnt að hún er traustsins verð. Það að við eigum val um svo einstakan stjórnmálamann, sem veit og skilur, hlustar og framkvæmir, það eru forréttindi í sjálfu sér. Það að við eigum val um stjórnmálamann sem skilur að þarfir landsbyggðarinnar eru öðruvísi en stórborgarinnar, beitir sér fyrir orkuskiptum, hugbúnaðarþróun og skilur mikilvægi þess að nýsköpun sé ekki lúxus heldur þörf, það er einstakt. Það að við eigum val um stjórnmálamann sem aðskilur sig ekki frá öðrum, er jarðbundin og heil, treystir fólkinu fyrst og er fær um að hlusta á mismunandi sjónarmið, það er skynsamlegt val. Veljum hugrekki og sækjum okkur innblástur í að gera ekki hlutina innan þægindarammans því þar hvorki stækkum við né þróumst. Breytingar taka á, samfélagið sem bíður okkar er ekki það sama og var. Við þurfum sterka rödd sem þorir, skilur og getur. Þar fer fremst í flokki Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Höfundur er Ásta Kristín Sigurjónsdóttir.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar