Anníe Mist: Hef efast oftar um mig sjálfa á þessu tímabili en nokkurn tímann áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2021 10:30 Anníe Mist Þórisdóttir er þakklát manninum sínum Frederik Ægidiuss em hún segir vera klettinn í lífi hennar. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir er komin inn á sína elleftu heimsleika í CrossFit og hún hefur núna gert upp síðustu helgi í pistli. Anníe Mist tryggði sig inn á heimsleikana aðeins tíu mánuðum eftir að hún eignaðist dótturina Freyju Mist sem hún fæddi í ágúst í fyrra. Anníe Mist verður búin að ljúka keppni á heimsleikunum áður en dóttir hennar heldur upp á eins árs afmælið sitt. Það má heyra á orðum Anníe Mistar að þetta fyrsta tímabil eftir fæðinguna hefur reynst henni afar krefjandi sem gerir heimsleikasætið hennar enn meira afrek. Hún gafst hins vegar ekki upp og gerði mjög vel um síðustu helgi. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Í júlí fer ég á mína elleftu heimsleika. Ég hef efast oftar um mig sjálfa á þessu tímabili en nokkurn tímann áður. Ég var ekki viss um hvort líkaminn minn yrði tilbúinn eða hvort að hugur minn væri klár,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég hef lagt á mig vinnuna í salnum en það er fjölskylda mín, vinir og liðsfélagarnir sem styðja við bakið á mér svo ég geti gert það. Ég hef aldrei áður þurft eins mikið á þeim að halda og þakka þeim mjög mikið og frá mínum hjartarótum,“ skrifaði Anníe. „Frederik Ægidius er kletturinn minn og hann hefur alltaf trú á mér þótt að ég hafi það ekki sjálf. Foreldrarnir mínir styðja alltaf við bakið á mér,“ skrifaði Anníe og hún þakkar líka þjálfara sínum, Jami Tikkanen, sem er að fara með henni á heimsleikana í níunda skiptið. Anníe þakkar líka æfingafélögum sínum og þeim Tönju Davíðsdóttur og Eggerti fyrir að dæma hjá henni um helgina. „Ég vil líka þakka styrktaraðilum mínum fyrir sem setja aldrei pressu á mig en styðja við bakið á mér sama hvað kemur upp,“ skrifaði Anníe. Anníe þakkar líka öllum fylgjendum sínum. „Allt í lagi. Nú er komið nóg af því að vera tilfinningasöm. Nú er bara að bretta upp ermarnar og fara að æfa sig fyrir úrslitin,“ skrifaði Anníe Mist. CrossFit Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Anníe Mist tryggði sig inn á heimsleikana aðeins tíu mánuðum eftir að hún eignaðist dótturina Freyju Mist sem hún fæddi í ágúst í fyrra. Anníe Mist verður búin að ljúka keppni á heimsleikunum áður en dóttir hennar heldur upp á eins árs afmælið sitt. Það má heyra á orðum Anníe Mistar að þetta fyrsta tímabil eftir fæðinguna hefur reynst henni afar krefjandi sem gerir heimsleikasætið hennar enn meira afrek. Hún gafst hins vegar ekki upp og gerði mjög vel um síðustu helgi. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Í júlí fer ég á mína elleftu heimsleika. Ég hef efast oftar um mig sjálfa á þessu tímabili en nokkurn tímann áður. Ég var ekki viss um hvort líkaminn minn yrði tilbúinn eða hvort að hugur minn væri klár,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég hef lagt á mig vinnuna í salnum en það er fjölskylda mín, vinir og liðsfélagarnir sem styðja við bakið á mér svo ég geti gert það. Ég hef aldrei áður þurft eins mikið á þeim að halda og þakka þeim mjög mikið og frá mínum hjartarótum,“ skrifaði Anníe. „Frederik Ægidius er kletturinn minn og hann hefur alltaf trú á mér þótt að ég hafi það ekki sjálf. Foreldrarnir mínir styðja alltaf við bakið á mér,“ skrifaði Anníe og hún þakkar líka þjálfara sínum, Jami Tikkanen, sem er að fara með henni á heimsleikana í níunda skiptið. Anníe þakkar líka æfingafélögum sínum og þeim Tönju Davíðsdóttur og Eggerti fyrir að dæma hjá henni um helgina. „Ég vil líka þakka styrktaraðilum mínum fyrir sem setja aldrei pressu á mig en styðja við bakið á mér sama hvað kemur upp,“ skrifaði Anníe. Anníe þakkar líka öllum fylgjendum sínum. „Allt í lagi. Nú er komið nóg af því að vera tilfinningasöm. Nú er bara að bretta upp ermarnar og fara að æfa sig fyrir úrslitin,“ skrifaði Anníe Mist.
CrossFit Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira