Tólfhundruð mega sjá meistara krýnda á Ásvöllum Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2021 13:00 Geir Guðmundsson með skot að marki Hauka en Einar Þorsteinn Ólafsson er til varnar. Ætla má að um 1.000 manns hafi mætt á fyrri leik Vals og Hauka en að hámarki 1.200 manns geta mætt á seinni leikinn. vísir/hulda margrét Mikil spenna ríkir fyrir seinni leik Hauka og Vals í úrslitunum um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta eftir þriggja marka sigur Vals á Hlíðarenda í gærkvöld, 32-29. Haukar hafa nú auglýst hvernig miðasölu verður háttað fyrir lokaleik og hápunkt tímabilsins, sem er á föstudagskvöld. Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, staðfesti það við íþróttadeild Vísis að Haukar muni geta tekið á móti 1.200 áhorfendum. Það þýðir að fjögur sóttvarnahólf verða mynduð á leiknum og verða inngangar í þau hólf aðskildir. Miðasala á leikinn hefst í dag í appinu Stubbur en hægt verður að kaupa miða á Ásvöllum á milli kl. 13 og 16 á föstudag. Fyrir þau sem ekki komast á leikinn þá verður hann að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Haukar þurfa að lágmarki þriggja marka sigur til að verða Íslandsmeistarar. Ef Valsmenn tapa með þremur mörkum en skora að lágmarki 30 mörk þá verða þeir Íslandsmeistarar á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Ef Haukar vinna 32-29 á föstudaginn, sem sagt með nákvæmlega sömu tölum og Valur vann í gær, mun baráttan um Íslandsmeistaratitilinn verða útkljáð í vítakeppni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Olís-deild karla Haukar Valur Tengdar fréttir Einstaklingsmistök hjá okkur voru allt of dýr Björgvin Páll Gústafsson markvörður Hauka var svekktur með tap í fyrsta leik gegn Val í úrslitaeinvíginu. Leikurinn endaði 32-29. 15. júní 2021 22:00 Valur er með dýrara lið heldur en Haukar Valur tók frumkvæðið í fyrri viðureign gegn Haukum í úrslita einvíginu. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Vals 32-29. Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var allt annað en sáttur með dómgæsluna í leiknum en gaf þó lítið fyrir það eftir leik. 15. júní 2021 21:56 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 32-29 | Valsmenn standa vel að vígi Valur vann þriggja marka sigur á Haukum, 32-29, í fyrri leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla í kvöld. Seinni leikur liðanna fer fram á Ásvöllum á föstudaginn og þá ræðst hvort þeirra verður Íslandsmeistari. 15. júní 2021 21:29 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Haukar hafa nú auglýst hvernig miðasölu verður háttað fyrir lokaleik og hápunkt tímabilsins, sem er á föstudagskvöld. Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, staðfesti það við íþróttadeild Vísis að Haukar muni geta tekið á móti 1.200 áhorfendum. Það þýðir að fjögur sóttvarnahólf verða mynduð á leiknum og verða inngangar í þau hólf aðskildir. Miðasala á leikinn hefst í dag í appinu Stubbur en hægt verður að kaupa miða á Ásvöllum á milli kl. 13 og 16 á föstudag. Fyrir þau sem ekki komast á leikinn þá verður hann að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Haukar þurfa að lágmarki þriggja marka sigur til að verða Íslandsmeistarar. Ef Valsmenn tapa með þremur mörkum en skora að lágmarki 30 mörk þá verða þeir Íslandsmeistarar á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Ef Haukar vinna 32-29 á föstudaginn, sem sagt með nákvæmlega sömu tölum og Valur vann í gær, mun baráttan um Íslandsmeistaratitilinn verða útkljáð í vítakeppni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Olís-deild karla Haukar Valur Tengdar fréttir Einstaklingsmistök hjá okkur voru allt of dýr Björgvin Páll Gústafsson markvörður Hauka var svekktur með tap í fyrsta leik gegn Val í úrslitaeinvíginu. Leikurinn endaði 32-29. 15. júní 2021 22:00 Valur er með dýrara lið heldur en Haukar Valur tók frumkvæðið í fyrri viðureign gegn Haukum í úrslita einvíginu. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Vals 32-29. Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var allt annað en sáttur með dómgæsluna í leiknum en gaf þó lítið fyrir það eftir leik. 15. júní 2021 21:56 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 32-29 | Valsmenn standa vel að vígi Valur vann þriggja marka sigur á Haukum, 32-29, í fyrri leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla í kvöld. Seinni leikur liðanna fer fram á Ásvöllum á föstudaginn og þá ræðst hvort þeirra verður Íslandsmeistari. 15. júní 2021 21:29 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Einstaklingsmistök hjá okkur voru allt of dýr Björgvin Páll Gústafsson markvörður Hauka var svekktur með tap í fyrsta leik gegn Val í úrslitaeinvíginu. Leikurinn endaði 32-29. 15. júní 2021 22:00
Valur er með dýrara lið heldur en Haukar Valur tók frumkvæðið í fyrri viðureign gegn Haukum í úrslita einvíginu. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Vals 32-29. Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var allt annað en sáttur með dómgæsluna í leiknum en gaf þó lítið fyrir það eftir leik. 15. júní 2021 21:56
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 32-29 | Valsmenn standa vel að vígi Valur vann þriggja marka sigur á Haukum, 32-29, í fyrri leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla í kvöld. Seinni leikur liðanna fer fram á Ásvöllum á föstudaginn og þá ræðst hvort þeirra verður Íslandsmeistari. 15. júní 2021 21:29