Erfiðast að fá fólk milli fertugs og fimmtugs í bólusetningu Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2021 12:06 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Rúmlega tuttugu þúsund manns hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu í landshlutanum. Vísir/Egill Allir sextán ára og eldri hafa nú verið boðaðir í bólusetningu á Suðurnesjum og Vestfjörðum. Á Suðurnesjum hefur gengið hvað erfiðast að fá fólk milli fertugs og fimmtugs í bólusetningu og á Vestfjörðum hefur borið á því að fólk geri upp á milli bóluefna. Allir ættu að hafa fengið bólusetningu klukkan tvö Í dag verður gefinn seinni skammtur af Moderna í Laugardalshöll og karlar fæddir 1982 fá fyrri skammt. 78,4 prósent Íslendinga sextán ára og eldri hafa nú fengið að minnsta kosti eina sprautu - þar af eru tæplega fimmtíu prósent fullbólusettir. Samkvæmt Covid.is er hlutfallið hæst á Vestfjörðum. „Við erum búin að boða alla sem eru fæddir 2005 og fyrr einu sinni í bólusetningu og nú erum við að fá í aðra bólusetningu milli þrjú og fjögur hundruð manns, og þá sem hafa fengið boð en ekki verið í bænum eða eitthvað svoleiðis þannig að þeir geta komið í dag. Við hálfköllum það bara opinn dag milli tíu og tólf,“ segir Hildur Elísabet Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. „Þannig að klukkan tvö ættu allir að vera búnir að fá.“ Hildur Elísabet Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.Aðsend Hún segir mætingu hafa verið mjög góða og merkir ekki mun milli aldurshópa í þeim efnum. „Maður finnur mun, það er búið að „hæpa“ þetta Pfizer-efni svo mikið upp að það er eins og fólk fái fyrstu verðlaun ef það er boðað í Pfizer en önnur eða þriðju verðlaun ef það er boðað í hinar bólusetningarnar.“ Í sumar verða svo tveir AstraZeneca-dagar hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þann 23. júní og 14. júlí getur fólk mætt og fengið seinni skammt af bóluefni AstraZeneca ef liðið er nógu langt frá fyrri sprautu. Hildur tekur sérstaklega fram að ekki þurfi vera boðaður sérstaklega í bólusetningu til að mæta þessa daga. „Og á þriðjudaginn næsta [22. júní] ætlum við að hafa opinn Janssen-dag. Þannig að ef fólk vill frekar fá Janssen eða er til dæmis að vinna tímabundið hérna þá er það velkomið klukkan tíu næsta þriðjudag til að fá Janssen.“ Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri hjá heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Aðsend Útlendingar skilað sér vel Þá er stefnt að því að klára að bólusetja alla sextán ára og eldri á Suðurnesjum nú í hádeginu. „Fólk hefur verið duglegt að mæta svona þangað til núna bara í restina,“ segir Andrea Klara Hauksdóttir hjúkrunardeildarstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. „Fólk sem er fætt milli sjötíu og áttatíu, þar hefur verið dræmasta mætingin. Útlendingar hafa skilað sér mjög vel, við erum með stórt samfélag af pólverjum og þeir hafa skilað sér ágætlega.“ Innt eftir því hvort hægt sé að skýra dræma mætingu umrædds aldurshóps í bólusetningu á Suðurnesjum segir Andrea erfitt að segja til um það. „Fólk er kannski byrjað að detta í sumarfrí þegar við byrjum á þessum hópum. Það eru ekki allir sem setja boðaðan tíma í bólusetningu í forgang. En maður vildi endilega bólusetja sem flesta, það er markmiðið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Bólusetningar Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Allir ættu að hafa fengið bólusetningu klukkan tvö Í dag verður gefinn seinni skammtur af Moderna í Laugardalshöll og karlar fæddir 1982 fá fyrri skammt. 78,4 prósent Íslendinga sextán ára og eldri hafa nú fengið að minnsta kosti eina sprautu - þar af eru tæplega fimmtíu prósent fullbólusettir. Samkvæmt Covid.is er hlutfallið hæst á Vestfjörðum. „Við erum búin að boða alla sem eru fæddir 2005 og fyrr einu sinni í bólusetningu og nú erum við að fá í aðra bólusetningu milli þrjú og fjögur hundruð manns, og þá sem hafa fengið boð en ekki verið í bænum eða eitthvað svoleiðis þannig að þeir geta komið í dag. Við hálfköllum það bara opinn dag milli tíu og tólf,“ segir Hildur Elísabet Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. „Þannig að klukkan tvö ættu allir að vera búnir að fá.“ Hildur Elísabet Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.Aðsend Hún segir mætingu hafa verið mjög góða og merkir ekki mun milli aldurshópa í þeim efnum. „Maður finnur mun, það er búið að „hæpa“ þetta Pfizer-efni svo mikið upp að það er eins og fólk fái fyrstu verðlaun ef það er boðað í Pfizer en önnur eða þriðju verðlaun ef það er boðað í hinar bólusetningarnar.“ Í sumar verða svo tveir AstraZeneca-dagar hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þann 23. júní og 14. júlí getur fólk mætt og fengið seinni skammt af bóluefni AstraZeneca ef liðið er nógu langt frá fyrri sprautu. Hildur tekur sérstaklega fram að ekki þurfi vera boðaður sérstaklega í bólusetningu til að mæta þessa daga. „Og á þriðjudaginn næsta [22. júní] ætlum við að hafa opinn Janssen-dag. Þannig að ef fólk vill frekar fá Janssen eða er til dæmis að vinna tímabundið hérna þá er það velkomið klukkan tíu næsta þriðjudag til að fá Janssen.“ Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri hjá heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Aðsend Útlendingar skilað sér vel Þá er stefnt að því að klára að bólusetja alla sextán ára og eldri á Suðurnesjum nú í hádeginu. „Fólk hefur verið duglegt að mæta svona þangað til núna bara í restina,“ segir Andrea Klara Hauksdóttir hjúkrunardeildarstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. „Fólk sem er fætt milli sjötíu og áttatíu, þar hefur verið dræmasta mætingin. Útlendingar hafa skilað sér mjög vel, við erum með stórt samfélag af pólverjum og þeir hafa skilað sér ágætlega.“ Innt eftir því hvort hægt sé að skýra dræma mætingu umrædds aldurshóps í bólusetningu á Suðurnesjum segir Andrea erfitt að segja til um það. „Fólk er kannski byrjað að detta í sumarfrí þegar við byrjum á þessum hópum. Það eru ekki allir sem setja boðaðan tíma í bólusetningu í forgang. En maður vildi endilega bólusetja sem flesta, það er markmiðið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Bólusetningar Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira