Þá segir maður miðjumanninum að þruma einhvern niður og hleypa leiknum upp í bál og brand Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2021 16:00 Ólafur Jóhannesson gerði Val að Íslandsmeisturum árin 2017 og 2018. Vísir/Vilhelm Munurinn á miðju Vals og Breiðabliks í Pepsi Max deild karla var ræddur í Stúkunni í gærkvöld að loknum 3-1 sigri Vals. Ólafur Jóhannesson hefði viljað sjá miðjumenn Breiðabliks fara í eins og eina tæklingu til að koma sér inn í leikinn. „Við vorum aðeins að ræða miðjubaráttu liðanna þegar við vorum að horfa á þennan leik. Valsmenn voru bara yfir í allri baráttu á miðjunni í þessum fótboltaleik,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi. „Eins og ég sagði áðan þá fannst mér Valsmenn líkamlega sterkari. Fóru harðar í allar tæklingar, fengu gul spjöld og svona á meðan Blikarnir eru bara í sínum bolta. Sparka og halda honum aðeins, þeir gera það reyndar ágætlega en í svona fótboltaleik. Hvað gerir maður stundum í svona fótboltaleik þar sem hlutirnir ganga ekki alveg upp og svona, þá segir maður við miðjumanninn að þruma bara einhvern niður. Hleypa helvítis leiknum upp í bál og brand,“ sagði Ólafur Jóhannesson. „Gefa tóninn. Get sagt við Oliver [Sigurjónsson, miðjumann Breiðabliks]: farðu í Hauk [Pál Sigurðsson, fyrirliða Vals] og þrumaðu hann niður. Þá verður allt vitlaust, það kannski kveikir í mönnum. Í staðinn er þetta áfram eins og … það gerist ekkert,“ bætti Ólafur við. Stefán Árni minntist á hversu skrítið það væri að leikmenn Blika hafi ekki fengið gult spjald fyrr en í uppbótartíma þegar leikurinn er farinn. „Allir miðjumenn Vals í leiknum eru komnir með gult spjald í fyrri hálfleik. Það gefur vísbendingar um að Valsarar vildu og ætluðu að spila hart á Blikana á miðsvæðinu og gefa tóninn þar. Síðan eru Blikarnir með á bekknum bæði Finn Orra [Margeirsson] og Andra Rafn [Yeoman] sem kom frábærlega inn í þessum leik,“ sagði Jón Þór Hauksson um það. „Finnur Orri auðvitað grjótharður og kannski hefði maður viljað sjá hann inn á miðsvæðinu í svona stórum leik. Auðvitað auðvelt fyrir okkur að tala um það núna en Valsararnir voru, og eru mjög öflugir inn á miðjunni.“ Þessa umræðu sem og svar Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Blika, við henni má sjá í spilaranum hér að neðan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Valur Breiðablik Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
„Við vorum aðeins að ræða miðjubaráttu liðanna þegar við vorum að horfa á þennan leik. Valsmenn voru bara yfir í allri baráttu á miðjunni í þessum fótboltaleik,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi. „Eins og ég sagði áðan þá fannst mér Valsmenn líkamlega sterkari. Fóru harðar í allar tæklingar, fengu gul spjöld og svona á meðan Blikarnir eru bara í sínum bolta. Sparka og halda honum aðeins, þeir gera það reyndar ágætlega en í svona fótboltaleik. Hvað gerir maður stundum í svona fótboltaleik þar sem hlutirnir ganga ekki alveg upp og svona, þá segir maður við miðjumanninn að þruma bara einhvern niður. Hleypa helvítis leiknum upp í bál og brand,“ sagði Ólafur Jóhannesson. „Gefa tóninn. Get sagt við Oliver [Sigurjónsson, miðjumann Breiðabliks]: farðu í Hauk [Pál Sigurðsson, fyrirliða Vals] og þrumaðu hann niður. Þá verður allt vitlaust, það kannski kveikir í mönnum. Í staðinn er þetta áfram eins og … það gerist ekkert,“ bætti Ólafur við. Stefán Árni minntist á hversu skrítið það væri að leikmenn Blika hafi ekki fengið gult spjald fyrr en í uppbótartíma þegar leikurinn er farinn. „Allir miðjumenn Vals í leiknum eru komnir með gult spjald í fyrri hálfleik. Það gefur vísbendingar um að Valsarar vildu og ætluðu að spila hart á Blikana á miðsvæðinu og gefa tóninn þar. Síðan eru Blikarnir með á bekknum bæði Finn Orra [Margeirsson] og Andra Rafn [Yeoman] sem kom frábærlega inn í þessum leik,“ sagði Jón Þór Hauksson um það. „Finnur Orri auðvitað grjótharður og kannski hefði maður viljað sjá hann inn á miðsvæðinu í svona stórum leik. Auðvitað auðvelt fyrir okkur að tala um það núna en Valsararnir voru, og eru mjög öflugir inn á miðjunni.“ Þessa umræðu sem og svar Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Blika, við henni má sjá í spilaranum hér að neðan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Valur Breiðablik Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira