Inga Sæland segist glöð auglýsa á Facebook Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2021 10:48 Inga Sæland segir að sér sé alveg sama hver á Facebook, hún eigi engan fjölmiðil, og gefur lítið fyrir meint tal um að hún sé að mylja undir auðugasta mann heims. vísir/vilhelm/getty Formaður Flokks fólksins, hélt þrumuræðu yfir stuðningsmönnum sínum á 17. júní hátíð flokksins. Inga fór úr einu í annað í ræðu sinni, sagði að það væri fyrir tilstuðlan Flokks fólksins að „fátæktin væri komin á koppinn“; að aðrir flokkar væru komnir með það mál á dagskrá. Þó lítið hafi miðað í að útrýma fátæktinni. Enda Ísland gengsýrt af spillingu og í landinu byggju tvær þjóðir. „Öðru megin sitja á bakkanum sitja þeir sem allt eiga meðan á hinum sitja þeir sem eiga ekki neitt. Og þurfa að þiggja mylsnuna af alsnægtarborðum auðvaldsins. Þeirra sem hafa söðlað um sig eigurnar okkar, alla fjársjóðina okkar, auðlindina okkar og svo aftur við hin.“ Þá vatt Inga kvæði sínu í kross og sneri sér fyrirvaralaust að máli sem Vísir hefur verið með til umfjöllunar að undanförnu sem eru auglýsingar stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum. Flokkur fólksins hefur varið 1,4 milljónum króna á undanförnum þremur mánuðum í auglýsingar á Facebook. Flokkarnir hafa sótt sér verulegar upphæðir í sameiginlega sjóði til reksturs, eða tæpa þrjá milljarða á kjörtímabilinu og hluta þess fjár hafa sumir þeirra notað til auglýsingakaupa á samfélagsmiðlum. Það hefur meðal annars formaður Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, gagnrýnt; þetta veiki stöðu íslenskra fjölmiðla og grafi undan þeim. Röfl að Inga Sæland sé að mylja undir auðugasta mann heims En Inga gefur lítið fyrir slík sjónarmið og gerir engan sérstakan greinarmun á Facebook og íslenskum fjölmiðlum. „Það er ánægjulegt að eftir því skuli vera tekið að við skulum auglýsa á Facebook. Ég gæti ekki verið glaðari. Og þegar einhver röflar yfir því að Inga Sæland sé að mylja undir auðugasta mann í heiminum með því að auglýsa á Facebook þá segi ég: Hvað á Flokkur fólksins að gera sem ekki á fjölmiðil? Hvað eigum við að gera til að vekja athygli á okkar baráttu?“ Og Inga sagðist auglýsa á Facebook af mikilli gleði: „Auðvitað ber okkur skylda til þess að velja ódýrustu og skilvirkustu leiðina. Og mér gæti ekki verið meira á sama hver á Facebook! Ef við náum augum og eyrum þeirra sem við viljum tala við í gegnum þann miðil þá gerum við það með mikilli gleði.“ Sakar Ríkissjónvarpið um þöggun Inga hélt áfram að útskýra fyrir sínu fólki hvernig í þessu liggur, út frá hennar bæjardyrum séð: „Þannig að þegar einhver segir að við séum að auglýsa allt of mikið þá segi ég að við séum þögguð af öðrum fjölmiðlum. Við fengum tvö prósent af allri dagskrá þingmanna á Ríkissjónvarpinu og útvarpinu. Hugsið ykkur. Tvö prósent! Ætli 1,8 prósent hafi ekki verið út af dóna-Klausturmálinu. Restin út af málefnum okkar.“ Inga sagði að málin sem Flokkur fólksins væri að vinna að væru málin sem skiptu máli. Og hún notaði tækifærið og sendi Gunnari Smára Egilssyni, helsta talsmanni Sósíalistaflokksins, pillu: „Og þegar koma allskonar lukkuriddarar sem þykjast ætla að gera eitthvað annað, hvort sem þeir kalla sig kommúnista eða hvað eina annað, þá á ekki að hlusta á þá! Því það er ekkert að marka þá. Ekki nokkurn skapaðan hæfilegan hlut.“ Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Alþingi Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Inga fór úr einu í annað í ræðu sinni, sagði að það væri fyrir tilstuðlan Flokks fólksins að „fátæktin væri komin á koppinn“; að aðrir flokkar væru komnir með það mál á dagskrá. Þó lítið hafi miðað í að útrýma fátæktinni. Enda Ísland gengsýrt af spillingu og í landinu byggju tvær þjóðir. „Öðru megin sitja á bakkanum sitja þeir sem allt eiga meðan á hinum sitja þeir sem eiga ekki neitt. Og þurfa að þiggja mylsnuna af alsnægtarborðum auðvaldsins. Þeirra sem hafa söðlað um sig eigurnar okkar, alla fjársjóðina okkar, auðlindina okkar og svo aftur við hin.“ Þá vatt Inga kvæði sínu í kross og sneri sér fyrirvaralaust að máli sem Vísir hefur verið með til umfjöllunar að undanförnu sem eru auglýsingar stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum. Flokkur fólksins hefur varið 1,4 milljónum króna á undanförnum þremur mánuðum í auglýsingar á Facebook. Flokkarnir hafa sótt sér verulegar upphæðir í sameiginlega sjóði til reksturs, eða tæpa þrjá milljarða á kjörtímabilinu og hluta þess fjár hafa sumir þeirra notað til auglýsingakaupa á samfélagsmiðlum. Það hefur meðal annars formaður Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, gagnrýnt; þetta veiki stöðu íslenskra fjölmiðla og grafi undan þeim. Röfl að Inga Sæland sé að mylja undir auðugasta mann heims En Inga gefur lítið fyrir slík sjónarmið og gerir engan sérstakan greinarmun á Facebook og íslenskum fjölmiðlum. „Það er ánægjulegt að eftir því skuli vera tekið að við skulum auglýsa á Facebook. Ég gæti ekki verið glaðari. Og þegar einhver röflar yfir því að Inga Sæland sé að mylja undir auðugasta mann í heiminum með því að auglýsa á Facebook þá segi ég: Hvað á Flokkur fólksins að gera sem ekki á fjölmiðil? Hvað eigum við að gera til að vekja athygli á okkar baráttu?“ Og Inga sagðist auglýsa á Facebook af mikilli gleði: „Auðvitað ber okkur skylda til þess að velja ódýrustu og skilvirkustu leiðina. Og mér gæti ekki verið meira á sama hver á Facebook! Ef við náum augum og eyrum þeirra sem við viljum tala við í gegnum þann miðil þá gerum við það með mikilli gleði.“ Sakar Ríkissjónvarpið um þöggun Inga hélt áfram að útskýra fyrir sínu fólki hvernig í þessu liggur, út frá hennar bæjardyrum séð: „Þannig að þegar einhver segir að við séum að auglýsa allt of mikið þá segi ég að við séum þögguð af öðrum fjölmiðlum. Við fengum tvö prósent af allri dagskrá þingmanna á Ríkissjónvarpinu og útvarpinu. Hugsið ykkur. Tvö prósent! Ætli 1,8 prósent hafi ekki verið út af dóna-Klausturmálinu. Restin út af málefnum okkar.“ Inga sagði að málin sem Flokkur fólksins væri að vinna að væru málin sem skiptu máli. Og hún notaði tækifærið og sendi Gunnari Smára Egilssyni, helsta talsmanni Sósíalistaflokksins, pillu: „Og þegar koma allskonar lukkuriddarar sem þykjast ætla að gera eitthvað annað, hvort sem þeir kalla sig kommúnista eða hvað eina annað, þá á ekki að hlusta á þá! Því það er ekkert að marka þá. Ekki nokkurn skapaðan hæfilegan hlut.“
Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Alþingi Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira