Nýjustu þríburar landsins dafna vel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júní 2021 20:03 Hanna Björk og Arnar Long með nýjustu þríbura landsins, börnin sín, sem komu í heiminn 1. apríl. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýjustu þríburar landsins, sem eru tveggja og hálfs mánaðar gamlir fóru í sína fyrstu sumarbústaðaferð í vikunni með foreldrum sínum og bróður. Þríburarnir, sem eru tveir strákar og eins stelpa dafna mjög vel en þau fá að borða á fjögurra tíma fresti. Sumarbústaðaferð fjölskyldunnar var í Grímsnesi en fjölskyldan býr í Reykjanesbæ. Þríburarnir fæddust 1. apríl og eru því rúmlega tveggja og hálfs mánaða gamlir. Síðast fæddust þríburar á Íslandi fyrir um fjórum árum. „Þeir drekka á fjögurra tíma fresti og þá er ákveðin rútína, þeir fá nýja bleyju og svo sofa þau kannski smá á milli og svo er byrjað á nýrri rútínu aftur. Þetta er svona stanslaust yfir allan sólarhringinn,“ segir Hanna Björk Hilmarsdóttir, nýbökuð þríburamamma. Foreldrarnir skipta næturvöktunum á milli sín og passa að hvílast vel sé þess nokkur kostur. Þau eiga líka Ingiberg, sem er tæplega tveggja ára fjörugur og skemmtilegur strákur. Þríburarnir dafna mjög vel en þau heita Írena Long, Bjartur Long og Þorri Long.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki sérstök upplifun að eiga þríbura? „Það er krefjandi og erfitt að eignast eitt barn þannig að þetta er alveg mjög mikið en ég held að við séum bara að standa okkur mjög vel,“ segir Arnar Long Jóhannsson nýbakaður þríburapabbi. En eru þau strax farin að sjá karakter einkenni á þríburunum? „Já að vissu leyti, aðallega stelpunni, hún er ákveðnari. Hún lætur strax vita ef henni líkar ekki eitthvað, þá bara öskrar hún,“ segir Hanna Björk og hlær. En hvernig leggst framtíðin í Hönnu og Arnar með allan þennan barnaskara? „Við erum bara mjög til í þetta, þetta er geggjað. Við erum svo klikkuð, við erum í fæðingarorlofi núna og verðum fram í janúar. Við erum svo að fara með allan herinn til Kaliforníu í 12 tíma flug núna 4. September í haust og verðum til 1. desember, amma mín býr úti“, segir Arnar og Hanna Björk bætir við. „Ég held að hugsunin okkar sé þannig að við ætlum ekki að láta hvað við eigum mikið af börnum stoppa okkur, heldur að gera bara það sem við mundum gera með krakkana.“ Þríburarnir heita Írena Long Arnarsdóttir, Bjartur Long Arnarsson og Þorri Long Arnarsson. Stóri bróðir er mjög ánægður með nýju systkinin sín, tvo bræður og eina systur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Grímsnes- og Grafningshreppur Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Sumarbústaðaferð fjölskyldunnar var í Grímsnesi en fjölskyldan býr í Reykjanesbæ. Þríburarnir fæddust 1. apríl og eru því rúmlega tveggja og hálfs mánaða gamlir. Síðast fæddust þríburar á Íslandi fyrir um fjórum árum. „Þeir drekka á fjögurra tíma fresti og þá er ákveðin rútína, þeir fá nýja bleyju og svo sofa þau kannski smá á milli og svo er byrjað á nýrri rútínu aftur. Þetta er svona stanslaust yfir allan sólarhringinn,“ segir Hanna Björk Hilmarsdóttir, nýbökuð þríburamamma. Foreldrarnir skipta næturvöktunum á milli sín og passa að hvílast vel sé þess nokkur kostur. Þau eiga líka Ingiberg, sem er tæplega tveggja ára fjörugur og skemmtilegur strákur. Þríburarnir dafna mjög vel en þau heita Írena Long, Bjartur Long og Þorri Long.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki sérstök upplifun að eiga þríbura? „Það er krefjandi og erfitt að eignast eitt barn þannig að þetta er alveg mjög mikið en ég held að við séum bara að standa okkur mjög vel,“ segir Arnar Long Jóhannsson nýbakaður þríburapabbi. En eru þau strax farin að sjá karakter einkenni á þríburunum? „Já að vissu leyti, aðallega stelpunni, hún er ákveðnari. Hún lætur strax vita ef henni líkar ekki eitthvað, þá bara öskrar hún,“ segir Hanna Björk og hlær. En hvernig leggst framtíðin í Hönnu og Arnar með allan þennan barnaskara? „Við erum bara mjög til í þetta, þetta er geggjað. Við erum svo klikkuð, við erum í fæðingarorlofi núna og verðum fram í janúar. Við erum svo að fara með allan herinn til Kaliforníu í 12 tíma flug núna 4. September í haust og verðum til 1. desember, amma mín býr úti“, segir Arnar og Hanna Björk bætir við. „Ég held að hugsunin okkar sé þannig að við ætlum ekki að láta hvað við eigum mikið af börnum stoppa okkur, heldur að gera bara það sem við mundum gera með krakkana.“ Þríburarnir heita Írena Long Arnarsdóttir, Bjartur Long Arnarsson og Þorri Long Arnarsson. Stóri bróðir er mjög ánægður með nýju systkinin sín, tvo bræður og eina systur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Grímsnes- og Grafningshreppur Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira