Bjóða þeim sem hafa fengið Covid í bólusetningu Birgir Olgeirsson skrifar 21. júní 2021 11:57 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Rúmlega 20 þúsund skammtar áttu að berast af bóluefni AstraZeneca í vikunni. Þeir munu þó ekki koma í tækatíð til að nota þá í þessari viku og fresta því bólusetning með efninu fram í næstu viku. Um 20 þúsund á höfuðborgarsvæðinu eiga eftir að fá endurbólusetningu með AstraZeneca. „Það er einhver seinkun á sendingum frá AstraZeneca. Þetta er náttúrlega búið að vera svona, það hefur ýmislegt komið upp á með sendingar af þessum efni sem gerir það að verkum að það verður ekki hægt að bólusetja með því fyrr en í næstu viku,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Um 10 þúsund skammtar af Janssen verða gefnir á morgun og um 10 þúsund skammtar af Pfizer á miðvikudag. Við erum að klára handahófskenndu hópana. Þannig að það ættu allir að vera komnir með fyrsta boð. Þessi vika, þá erum við að klára þá sem eru að fá fyrstu skammtana. Næstu vikur, fram í júlí, verðum við eiginlega bara með endurbólusetningar,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Eftir klukkan tvö á morgun verður opið fyrir alla í bólusetningu með Janssen, sérstaklega þá sem eiga boð í bólusetningu en hafa hingað til ekki mætt, á meðan birgðir endast. Það á einnig við á miðvikudag eftir klukkan þrjú. Á morgun og miðvikudag verður þeim sem hafa áður sýkst af kórónuveirunni boðið í bólusetningu við kórónuveirunni. Hópurinn á höfuðborgarsvæðinu telur 4.500 manns. Sóttvarnalæknir mælir með bólusetningu fyrir þá sem hafa áður sýkst af Covid. „Nú er að koma niðurstöður úr rannsóknum sem sýna að það er sennilega heppilegt að bólusetja þá sem hafa fengið Covid þar sem mótefnasvar þeirra er þrengra og veigaminna en eftir tvær bólusetningar. Á þeim grunni munum við bjóða þeim í bólusetningu,“ segir Þórólfur. Eru þeir sem hafa sýkst af Covid með jafn góða vörn fyrir nýjum afbrigðum og þeir sem eru fullbólusettir? „Það virðist vera, en það spurning hvað það endist lengi og það er greinilegt af þeim rannsóknarniðurstöðum sem eru að koma núna að mótefnasvarið er ekki eins breytt og hjá bólusettum. Á þeim grunni er heppilegt að bólusetja þetta fólk.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Rúmlega 20 þúsund skammtar áttu að berast af bóluefni AstraZeneca í vikunni. Þeir munu þó ekki koma í tækatíð til að nota þá í þessari viku og fresta því bólusetning með efninu fram í næstu viku. Um 20 þúsund á höfuðborgarsvæðinu eiga eftir að fá endurbólusetningu með AstraZeneca. „Það er einhver seinkun á sendingum frá AstraZeneca. Þetta er náttúrlega búið að vera svona, það hefur ýmislegt komið upp á með sendingar af þessum efni sem gerir það að verkum að það verður ekki hægt að bólusetja með því fyrr en í næstu viku,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Um 10 þúsund skammtar af Janssen verða gefnir á morgun og um 10 þúsund skammtar af Pfizer á miðvikudag. Við erum að klára handahófskenndu hópana. Þannig að það ættu allir að vera komnir með fyrsta boð. Þessi vika, þá erum við að klára þá sem eru að fá fyrstu skammtana. Næstu vikur, fram í júlí, verðum við eiginlega bara með endurbólusetningar,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Eftir klukkan tvö á morgun verður opið fyrir alla í bólusetningu með Janssen, sérstaklega þá sem eiga boð í bólusetningu en hafa hingað til ekki mætt, á meðan birgðir endast. Það á einnig við á miðvikudag eftir klukkan þrjú. Á morgun og miðvikudag verður þeim sem hafa áður sýkst af kórónuveirunni boðið í bólusetningu við kórónuveirunni. Hópurinn á höfuðborgarsvæðinu telur 4.500 manns. Sóttvarnalæknir mælir með bólusetningu fyrir þá sem hafa áður sýkst af Covid. „Nú er að koma niðurstöður úr rannsóknum sem sýna að það er sennilega heppilegt að bólusetja þá sem hafa fengið Covid þar sem mótefnasvar þeirra er þrengra og veigaminna en eftir tvær bólusetningar. Á þeim grunni munum við bjóða þeim í bólusetningu,“ segir Þórólfur. Eru þeir sem hafa sýkst af Covid með jafn góða vörn fyrir nýjum afbrigðum og þeir sem eru fullbólusettir? „Það virðist vera, en það spurning hvað það endist lengi og það er greinilegt af þeim rannsóknarniðurstöðum sem eru að koma núna að mótefnasvarið er ekki eins breytt og hjá bólusettum. Á þeim grunni er heppilegt að bólusetja þetta fólk.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira