Evrópusambandið vill draga úr framboði á bresku sjónvarpsefni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. júní 2021 23:33 Breskt drama hefur lengi verið langvinsælasta evrópska sjónvarpsefnið. getty/Richard Baker Evrópusambandið hyggst skerða hlut breskra sjónvarpsframleiðenda á mörkuðum sínum eftir að Bretland gekk úr sambandinu. Bretland er stærsti framleiðandi sjónvarpsefnis í Evrópu með mikil yfirráð á þeim markaði. Í óbirtu minnisblaði frá Evrópusambandinu, sem breski miðillinn The Guardian segist hafa lesið, er yfirráðum Bretlands á sjónvarpsmarkaðinum lýst sem ógn við menningarfjölbreytni Evrópusambandsríkjanna. Samkvæmt núverandi reglum sambandsins verður allavega þrjátíu prósent af því efni sem sjónvarpsstöðvar aðildarríkjanna sýna að vera evrópskt. Sum ríki hafa tekið þetta enn lengra, til dæmis Frakkland en þar verður sextíu prósent sjónvarpsefnis að vera evrópskt. Breskt efni flokkast auðvitað sem evrópskt í þessu kvótakerfi en Evrópusambandið hefur nú áhyggjur af því að langstærstur hluti þess evrópska efnis sem aðildarríkin sýna sé breskt. Það ógni stöðu kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerðar annarra evrópskra ríkja, sérstaklega þeirra sem eru smærri og með tungumál sem færri tala. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nú verið falið að greina hættuna sem steðjar að menningarfjölbreytni aðildarríkjanna vegna bresks sjónvarpsefnis. Heimildir The Guardian herma að þetta sé fyrsta skref sambandsins í því að draga úr hlut breskra sjónvarpsframleiðenda á mörkuðum sínum. Bíó og sjónvarp Evrópusambandið Bretland Brexit Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Í óbirtu minnisblaði frá Evrópusambandinu, sem breski miðillinn The Guardian segist hafa lesið, er yfirráðum Bretlands á sjónvarpsmarkaðinum lýst sem ógn við menningarfjölbreytni Evrópusambandsríkjanna. Samkvæmt núverandi reglum sambandsins verður allavega þrjátíu prósent af því efni sem sjónvarpsstöðvar aðildarríkjanna sýna að vera evrópskt. Sum ríki hafa tekið þetta enn lengra, til dæmis Frakkland en þar verður sextíu prósent sjónvarpsefnis að vera evrópskt. Breskt efni flokkast auðvitað sem evrópskt í þessu kvótakerfi en Evrópusambandið hefur nú áhyggjur af því að langstærstur hluti þess evrópska efnis sem aðildarríkin sýna sé breskt. Það ógni stöðu kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerðar annarra evrópskra ríkja, sérstaklega þeirra sem eru smærri og með tungumál sem færri tala. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nú verið falið að greina hættuna sem steðjar að menningarfjölbreytni aðildarríkjanna vegna bresks sjónvarpsefnis. Heimildir The Guardian herma að þetta sé fyrsta skref sambandsins í því að draga úr hlut breskra sjónvarpsframleiðenda á mörkuðum sínum.
Bíó og sjónvarp Evrópusambandið Bretland Brexit Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira