30 ára fangelsi fyrir að hafa svelt, pyntað og drepið þernuna sína Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2021 10:46 Konan hafði misst fimmtán kíló á fjórtán mánuðum þegar hún lést. Getty Kona frá Singapúr hefur verið dæmd í þrjátíu ára fangelsi fyrir að hafa svelt, pyntað og drepið mjanmarska þernu sína. Þernan vó aðeins 24 kíló þegar hún lést árið 2016. Gaiyathiri Murugayan,40 ára eiginkona lögreglumanns í Singapúr, hefur játað að hafa borið ábyrgð á morðinu á Piang Ngaih Don. Þá hefur hún játað ýmsa ákæruliði til viðbótar. Saksóknarar hafa lýst gjörðum hennar sem „illum og ómannúðlegum.“ Dómari í málinu sagði í réttarhöldunum að málið væri eitt það versta sem hann hefði séð og að engin orð gætu lýst ofbeldinu sem unga konan þurfti að þola mánuðina fyrir dauða sinn. Piang flutti til Singapúr um mitt ár 2015 en það var fyrsta skiptið sem hún vann erlendis. Stuttu eftir að hún hóf störf hjá Murugayan hófst ofbeldið gegn henni, eða í október 2015. Ofbeldið náðist oft á myndbandsupptökur en á heimilinu voru víða öryggismyndavélar. Samkvæmt myndbandsupptökunum beitti Murugayan Piang ofbeldi oft á dag. Murugayan er meðal annars sögð hafa brennt Piang með straujárni og á myndbandsupptökunum mátti oft sjá hana kasta Piang um íbúðina „eins og tuskudúkku.“ Piang fékk oft aðeins brauð, sem búið var að bleyta í vatni, að borða eða hrísgrjón. Hún missti 15 kíló, eða 38 prósent líkamsþyngdar sinnar, á aðeins 14 mánuðum. Piang var aðeins 24 ára þegar hún dó í júlí 2016. Fyrir dauða sinn höfðu Murugayan og móðir hennar veist að henni í marga klukkutíma. Samkvæmt skýrslu réttarmeinafræðings lést Piang af völdum súrefnisskorts til heila en þá höfðu mæðgurnar ítrekað kæft hana þennan dag. Eiginmanni Murugayan hefur verið sagt upp störfum sem lögreglumaður og er hann ákærður fyrir aðild í málinu. Sömuleiðis er móðir Murugayan ákærð fyrir aðild að málinu. Meira en 250 þúsund manns af erlendum uppruna vinna í Singapúr sem þjónustufólk. Flestir koma frá löndum eins og Indónesíu, Mjanmar og Filippseyjum. Ofbeldi gegn þjónustufólki í Singapúr er mjög algengt. Til að mynda var par dæmt árið 2017 fyrir að svelta þernu sína og árið 2018 var annað par dæmt fyrir að beita þernu sína frá Mjanmar ofbeldi. Singapúr Mjanmar Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Sjá meira
Gaiyathiri Murugayan,40 ára eiginkona lögreglumanns í Singapúr, hefur játað að hafa borið ábyrgð á morðinu á Piang Ngaih Don. Þá hefur hún játað ýmsa ákæruliði til viðbótar. Saksóknarar hafa lýst gjörðum hennar sem „illum og ómannúðlegum.“ Dómari í málinu sagði í réttarhöldunum að málið væri eitt það versta sem hann hefði séð og að engin orð gætu lýst ofbeldinu sem unga konan þurfti að þola mánuðina fyrir dauða sinn. Piang flutti til Singapúr um mitt ár 2015 en það var fyrsta skiptið sem hún vann erlendis. Stuttu eftir að hún hóf störf hjá Murugayan hófst ofbeldið gegn henni, eða í október 2015. Ofbeldið náðist oft á myndbandsupptökur en á heimilinu voru víða öryggismyndavélar. Samkvæmt myndbandsupptökunum beitti Murugayan Piang ofbeldi oft á dag. Murugayan er meðal annars sögð hafa brennt Piang með straujárni og á myndbandsupptökunum mátti oft sjá hana kasta Piang um íbúðina „eins og tuskudúkku.“ Piang fékk oft aðeins brauð, sem búið var að bleyta í vatni, að borða eða hrísgrjón. Hún missti 15 kíló, eða 38 prósent líkamsþyngdar sinnar, á aðeins 14 mánuðum. Piang var aðeins 24 ára þegar hún dó í júlí 2016. Fyrir dauða sinn höfðu Murugayan og móðir hennar veist að henni í marga klukkutíma. Samkvæmt skýrslu réttarmeinafræðings lést Piang af völdum súrefnisskorts til heila en þá höfðu mæðgurnar ítrekað kæft hana þennan dag. Eiginmanni Murugayan hefur verið sagt upp störfum sem lögreglumaður og er hann ákærður fyrir aðild í málinu. Sömuleiðis er móðir Murugayan ákærð fyrir aðild að málinu. Meira en 250 þúsund manns af erlendum uppruna vinna í Singapúr sem þjónustufólk. Flestir koma frá löndum eins og Indónesíu, Mjanmar og Filippseyjum. Ofbeldi gegn þjónustufólki í Singapúr er mjög algengt. Til að mynda var par dæmt árið 2017 fyrir að svelta þernu sína og árið 2018 var annað par dæmt fyrir að beita þernu sína frá Mjanmar ofbeldi.
Singapúr Mjanmar Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Sjá meira