Leiðtogar katalónskra aðskilnaðarsinna náðaðir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2021 13:44 Níu leiðtogar katalónskra aðskilnaðarsinna voru náðaðir í dag. EPA-EFE/Susanna Saez Níu leiðtogar katalónskra aðskilnaðarsinna hafa hlotið uppreist æru frá spænskum yfirvöldum eftir að þeir boðuðu til þjóðarkosningu um sjálfstæði frá Spáni árið 2017. Nímenningarnir voru fangelsaðir eftir að þeir voru dæmdir sekir fyrir uppreisnaráróður árið 2019. Þrír til viðbótar voru dæmdir sekir fyrir borgaralega óhlýðni en þeir voru ekki dæmdir til fangelsisvistar. Náðunin hefur verið umdeild á Spáni og í raun gagnrýnd af báðum hliðum. Þeir sem eru mótfallnir sjálfstæði Katalóníu hafa gagnrýnt yfirvöld fyrir að náða þessa andófsmenn og mótmæltu tugir þúsunda málinu í liðnum mánuði. Aðskilnaðarsinnar hafa einnig gagnrýnt ákvörðunina og segja stjórnvöld aðeins hafa náðað þá í von um að njóta í kjölfarið pólitískrar góðvildar aðskilnaðarsinna. Ríkisstjórnin vill hins vegar meina að með náðuninni mun spenna vegna Katalóníu minnka. Sjálfstæðisbarátta héraðsins, sem er hálfsjálfstætt, hófst af alvöru fyrir um fjórum árum síðan og varð valdur að mesta pólitíska óstöðugleika á Spáni í hartnær fjóra áratugi. Líklegt er að það muni taka nokkra daga að leysa leiðtogana úr haldi en til þess þarf konungur Spánar að samþykkja náðunina og greina þarf frá henni opinberlega í opinberu dagblaði Spánar. Náðunin mun þó ekki breyta þeirri staðreynd að enginn mannanna mun nokkurn tíma geta boðið sig fram til opinberrar stöðu og eru þeir skilorðsbundnir í einhvern tíma. Brjóti þeir af sér innan þess tíma mun refsing bíða þeirra að nýju. „Með því að náða níu manns munu þeir ekki fela kúgunina sem þeir bita hundruð aðskilnaðarsinna enn þá,“ skrifaði Raül Romeva, fyrrverandi utanríkisráðherra Katalóníu og einn nímenninganna. „Við munum ekki hætta að berjast.“ Fjöldi stjórnarandstöðuflokka hefur lýst því yfir að þeir hyggist áfrýja náðununum. Isabel Díaz Ayuso, leiðtogi mið-hægriflokks Madríd, sagði eftir náðunina að ákvörðun ríkisstjórnarinnar væri niðurlæging fyrir Spán. „Það er fjarri því að þetta leiði til einhverrar samstöðu, þetta ýtir bara undir enn meiri aðskilnað.“ Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Ætlar að veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru Forsætisráðherra Spánar hefur tilkynnt það að hann hyggist veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru í þessari viku. Níu leiðtogar aðskilnaðarhreyfingarinnar voru fangelsaðir fyrir að hafa boðað til sjálfstæðisbyltingar árið 2017. 21. júní 2021 13:46 Mun óska eftir nýrri þjóðarkvæðagreiðslu um sjálfstæði Pere Aragonés var í dag kjörinn forseti héraðsstjórnar Katalóníu af héraðsþinginu. 21. maí 2021 14:49 Héraðsforsetinn settur af og Spánverjar sakaðir um mannréttindabrot Utanríkismálastjóri Katalóníuhéraðs segir yfirvöld á Spáni brjóta gegn tjáningarfrelsinu. Forseti héraðsstjórnar Katalóníu var settur af með dómi hæstaréttar landsins í gær. 29. september 2020 18:30 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Nímenningarnir voru fangelsaðir eftir að þeir voru dæmdir sekir fyrir uppreisnaráróður árið 2019. Þrír til viðbótar voru dæmdir sekir fyrir borgaralega óhlýðni en þeir voru ekki dæmdir til fangelsisvistar. Náðunin hefur verið umdeild á Spáni og í raun gagnrýnd af báðum hliðum. Þeir sem eru mótfallnir sjálfstæði Katalóníu hafa gagnrýnt yfirvöld fyrir að náða þessa andófsmenn og mótmæltu tugir þúsunda málinu í liðnum mánuði. Aðskilnaðarsinnar hafa einnig gagnrýnt ákvörðunina og segja stjórnvöld aðeins hafa náðað þá í von um að njóta í kjölfarið pólitískrar góðvildar aðskilnaðarsinna. Ríkisstjórnin vill hins vegar meina að með náðuninni mun spenna vegna Katalóníu minnka. Sjálfstæðisbarátta héraðsins, sem er hálfsjálfstætt, hófst af alvöru fyrir um fjórum árum síðan og varð valdur að mesta pólitíska óstöðugleika á Spáni í hartnær fjóra áratugi. Líklegt er að það muni taka nokkra daga að leysa leiðtogana úr haldi en til þess þarf konungur Spánar að samþykkja náðunina og greina þarf frá henni opinberlega í opinberu dagblaði Spánar. Náðunin mun þó ekki breyta þeirri staðreynd að enginn mannanna mun nokkurn tíma geta boðið sig fram til opinberrar stöðu og eru þeir skilorðsbundnir í einhvern tíma. Brjóti þeir af sér innan þess tíma mun refsing bíða þeirra að nýju. „Með því að náða níu manns munu þeir ekki fela kúgunina sem þeir bita hundruð aðskilnaðarsinna enn þá,“ skrifaði Raül Romeva, fyrrverandi utanríkisráðherra Katalóníu og einn nímenninganna. „Við munum ekki hætta að berjast.“ Fjöldi stjórnarandstöðuflokka hefur lýst því yfir að þeir hyggist áfrýja náðununum. Isabel Díaz Ayuso, leiðtogi mið-hægriflokks Madríd, sagði eftir náðunina að ákvörðun ríkisstjórnarinnar væri niðurlæging fyrir Spán. „Það er fjarri því að þetta leiði til einhverrar samstöðu, þetta ýtir bara undir enn meiri aðskilnað.“
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Ætlar að veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru Forsætisráðherra Spánar hefur tilkynnt það að hann hyggist veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru í þessari viku. Níu leiðtogar aðskilnaðarhreyfingarinnar voru fangelsaðir fyrir að hafa boðað til sjálfstæðisbyltingar árið 2017. 21. júní 2021 13:46 Mun óska eftir nýrri þjóðarkvæðagreiðslu um sjálfstæði Pere Aragonés var í dag kjörinn forseti héraðsstjórnar Katalóníu af héraðsþinginu. 21. maí 2021 14:49 Héraðsforsetinn settur af og Spánverjar sakaðir um mannréttindabrot Utanríkismálastjóri Katalóníuhéraðs segir yfirvöld á Spáni brjóta gegn tjáningarfrelsinu. Forseti héraðsstjórnar Katalóníu var settur af með dómi hæstaréttar landsins í gær. 29. september 2020 18:30 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Ætlar að veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru Forsætisráðherra Spánar hefur tilkynnt það að hann hyggist veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru í þessari viku. Níu leiðtogar aðskilnaðarhreyfingarinnar voru fangelsaðir fyrir að hafa boðað til sjálfstæðisbyltingar árið 2017. 21. júní 2021 13:46
Mun óska eftir nýrri þjóðarkvæðagreiðslu um sjálfstæði Pere Aragonés var í dag kjörinn forseti héraðsstjórnar Katalóníu af héraðsþinginu. 21. maí 2021 14:49
Héraðsforsetinn settur af og Spánverjar sakaðir um mannréttindabrot Utanríkismálastjóri Katalóníuhéraðs segir yfirvöld á Spáni brjóta gegn tjáningarfrelsinu. Forseti héraðsstjórnar Katalóníu var settur af með dómi hæstaréttar landsins í gær. 29. september 2020 18:30