NBA dagsins: Haukarnir trúa því að þeir geti flogið alla leið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2021 15:00 Trae Young og félögum í Atlanta Hawks virðist líða best á útivelli í úrslitakeppninni. getty/Stacy Revere Í öllum þremur einvígunum sínum í úrslitakeppni NBA í ár hefur Atlanta Hawks unnið fyrsta leikinn á útivelli. Haukarnir trúa því að þeir geti farið alla leið og orðið meistarar. Atlanta sigraði Milwaukee Bucks, 113-116, í nótt og tók þar með forystuna í einvígi liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Atlanta vann einnig fyrsta leikinn á útivelli í einvígunum gegn New York Knicks og Philadelphia 76ers og hefur unnið sex af átta útileikjum sínum í úrslitakeppninni. Trae Young hefur farið hamförum í úrslitakeppninni og átti enn einn stórleikinn í nótt. Hann skoraði 48 stig, tók sjö fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Atlanta var sjö stigum undir þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir en Haukarnir, leiddir áfram af Young, komu til baka og tryggðu sér sigurinn. Atlanta skoraði sautján af síðustu 25 stigum leiksins og Young kom með beinum hætti að þrettán þeirra. Klippa: NBA dagsins 24. júní Haukarnir urðu meistarar 1958 með Bob Pettitt í broddi fylkingar en liðið hefur ekki átt neitt sérstöku gengi að fagna eftir flutninginn frá St. Louis til Atlanta 1968. Atlanta er nú aðeins í annað sinn í úrslitum Austurdeildarinnar eftir flutninginn og sigurinn í nótt var sá fyrsti hjá liðinu í úrslitum Austurdeildarinnar síðan þá. Atlanta komst í úrslit Austurdeildarinnar 2015 en tapaði þá 4-0 fyrir Cleveland Cavaliers. Young trúir því að Atlanta geti farið alla leið og orðið meistari í fyrsta sinn í 63 ár. „Við getum farið eins langt og við viljum. Ég trúi á þetta lið og við trúum á hvern annan,“ sagði Young. Í úrslitakeppninni er Young með 30,5 stig, 3,0 fráköst og 10,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í deildarkeppninni var hann með 25,3 stig, 3,9 fráköst og 9,4 stoðsendingar. Annar leikur Atlanta og Milwaukee fer fram aðfararnótt laugardags og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Milwaukee og Atlanta í nótt auk viðtals við Young. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira
Atlanta sigraði Milwaukee Bucks, 113-116, í nótt og tók þar með forystuna í einvígi liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Atlanta vann einnig fyrsta leikinn á útivelli í einvígunum gegn New York Knicks og Philadelphia 76ers og hefur unnið sex af átta útileikjum sínum í úrslitakeppninni. Trae Young hefur farið hamförum í úrslitakeppninni og átti enn einn stórleikinn í nótt. Hann skoraði 48 stig, tók sjö fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Atlanta var sjö stigum undir þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir en Haukarnir, leiddir áfram af Young, komu til baka og tryggðu sér sigurinn. Atlanta skoraði sautján af síðustu 25 stigum leiksins og Young kom með beinum hætti að þrettán þeirra. Klippa: NBA dagsins 24. júní Haukarnir urðu meistarar 1958 með Bob Pettitt í broddi fylkingar en liðið hefur ekki átt neitt sérstöku gengi að fagna eftir flutninginn frá St. Louis til Atlanta 1968. Atlanta er nú aðeins í annað sinn í úrslitum Austurdeildarinnar eftir flutninginn og sigurinn í nótt var sá fyrsti hjá liðinu í úrslitum Austurdeildarinnar síðan þá. Atlanta komst í úrslit Austurdeildarinnar 2015 en tapaði þá 4-0 fyrir Cleveland Cavaliers. Young trúir því að Atlanta geti farið alla leið og orðið meistari í fyrsta sinn í 63 ár. „Við getum farið eins langt og við viljum. Ég trúi á þetta lið og við trúum á hvern annan,“ sagði Young. Í úrslitakeppninni er Young með 30,5 stig, 3,0 fráköst og 10,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í deildarkeppninni var hann með 25,3 stig, 3,9 fráköst og 9,4 stoðsendingar. Annar leikur Atlanta og Milwaukee fer fram aðfararnótt laugardags og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Milwaukee og Atlanta í nótt auk viðtals við Young. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira