Loksins hnigu Sólirnar til viðar Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2021 07:30 Paul George sækir að körfunni en Deandre Ayton reynir að verjast. AP/Mark J. Terrill Los Angeles Clippers eru orðnir þaulæfðir í því að lenda 2-0 undir í einvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en ná alltaf að svara fyrir sig. Þeir unnu Phoenix Suns 106-92 í nótt í úrslitum vesturdeildarinnar og minnkuðu muninn í 2-1. Utah Jazz og Dallas Mavericks komust bæði í 2-0 gegn Clippers í úrslitakeppninni í ár en voru svo slegin út. Clippers er fyrsta liðið í sögu NBA sem lendir 2-0 undir í þremur einvígum í sömu úrslitakeppni en nær alltaf að vinna þriðja leikinn. Nú er stefnan sett á að jafna einvígið við Phoenix á laugardagskvöld, rétt eins og í hinum tveimur einvígunum. The @LAClippers are the first team in NBA history to win Game 3 after trailing 0-2 three times in the same postseason. pic.twitter.com/Kg96zoRO4s— NBA History (@NBAHistory) June 25, 2021 Phoenix hafði unnið níu leiki í röð í úrslitakeppninni sem er met í sögu félagsins. Í nótt stungu Clippers hins vegar af í þriðja leikhluta. Paul George jafnaði sig eftir að hafa klikkað á vítalínunni á ögurstundu í síðasta leik gegn Phoenix. Hann fór fyrir Clippers og skoraði 27 stig, þar á meðal flautuþrist í lok þriðja leikhluta. George tók líka 15 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Liðið er enn án Kawhi Leonard sem glímir við hnémeiðsli. Paul George from HALFCOURT to beat the 3Q buzzer in the @LAClippers Game 3 win!#PhantomCam #NBAPlayoffs #ThatsGame pic.twitter.com/0ZGedrYwhR— NBA (@NBA) June 25, 2021 Chris Paul sneri hins vegar aftur í lið Phoenix eftir að hafa misst af fyrstu tveimur leikjum einvígisins vegna sóttvarnaráðstafana. Fyrrverandi stuðningsmenn hans í Staples Center bauluðu á hann en Paul hitti aðeins úr 5 af 19 skotum sínum í opnum leik og endaði með 15 stig og 12 stoðsendingar. „Ég verð að gera betur. Ég skaut skelfilega. Maður sá alveg að þeir höfðu mikið meiri orku. Ég þarf að ná upp sama krafti,“ sagði Paul. Cameron Payne, sem hafði fyllt svo vel í skarðið fyrir Paul í fyrstu tveimur leikjunum, fór meiddur af velli vegna ökklameiðsla eftir að hafa spilað í aðeins fjórar mínútur. Clippers voru undir í hálfleik en komust fljótlega yfir í þriðja leikhluta og skoruðu 11 stig í röð um miðjan leikhlutann, sem kom þeim í 71-56. Í lokaleikhlutanum náði Phoenix mest að minnka muninn í sex stig en lítil spenna var í leiknum á síðustu mínútunum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira
Utah Jazz og Dallas Mavericks komust bæði í 2-0 gegn Clippers í úrslitakeppninni í ár en voru svo slegin út. Clippers er fyrsta liðið í sögu NBA sem lendir 2-0 undir í þremur einvígum í sömu úrslitakeppni en nær alltaf að vinna þriðja leikinn. Nú er stefnan sett á að jafna einvígið við Phoenix á laugardagskvöld, rétt eins og í hinum tveimur einvígunum. The @LAClippers are the first team in NBA history to win Game 3 after trailing 0-2 three times in the same postseason. pic.twitter.com/Kg96zoRO4s— NBA History (@NBAHistory) June 25, 2021 Phoenix hafði unnið níu leiki í röð í úrslitakeppninni sem er met í sögu félagsins. Í nótt stungu Clippers hins vegar af í þriðja leikhluta. Paul George jafnaði sig eftir að hafa klikkað á vítalínunni á ögurstundu í síðasta leik gegn Phoenix. Hann fór fyrir Clippers og skoraði 27 stig, þar á meðal flautuþrist í lok þriðja leikhluta. George tók líka 15 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Liðið er enn án Kawhi Leonard sem glímir við hnémeiðsli. Paul George from HALFCOURT to beat the 3Q buzzer in the @LAClippers Game 3 win!#PhantomCam #NBAPlayoffs #ThatsGame pic.twitter.com/0ZGedrYwhR— NBA (@NBA) June 25, 2021 Chris Paul sneri hins vegar aftur í lið Phoenix eftir að hafa misst af fyrstu tveimur leikjum einvígisins vegna sóttvarnaráðstafana. Fyrrverandi stuðningsmenn hans í Staples Center bauluðu á hann en Paul hitti aðeins úr 5 af 19 skotum sínum í opnum leik og endaði með 15 stig og 12 stoðsendingar. „Ég verð að gera betur. Ég skaut skelfilega. Maður sá alveg að þeir höfðu mikið meiri orku. Ég þarf að ná upp sama krafti,“ sagði Paul. Cameron Payne, sem hafði fyllt svo vel í skarðið fyrir Paul í fyrstu tveimur leikjunum, fór meiddur af velli vegna ökklameiðsla eftir að hafa spilað í aðeins fjórar mínútur. Clippers voru undir í hálfleik en komust fljótlega yfir í þriðja leikhluta og skoruðu 11 stig í röð um miðjan leikhlutann, sem kom þeim í 71-56. Í lokaleikhlutanum náði Phoenix mest að minnka muninn í sex stig en lítil spenna var í leiknum á síðustu mínútunum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira