Segja enga tilraun hafa verið gerða til að leyna upptökum Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2021 18:52 Hljóð vantaði á hluta upptöku úr búkmyndavélum lögregluþjónana sem önsuðu útkallinu vegna samkvæmis í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Vísir/Egill Eftirlitsnefnd með störfum lögreglunnar hafði frá upphafi nákvæmt eftirrit af ummælum lögregluþjóna sem sinntu umdeildu útkalli í Ásmundarsal á Þorláksmessu og engin tilraun var gerð til þess að leyna því sem kom fram á upptökum búkmyndavéla þeirra, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt áliti eftirlitsnefndarinnar var háttsemi tveggja lögregluþjóna sem fóru í Ásmundarsal eftir að tilkynning barst um að þar væri samkvæmi í gangi sem kynni að brjóta gegn þágildandi sóttvarnareglum vegna kórónuveirufaraldursins ámælisverð. Útkallið vakti landsathygli þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var einn gesta á samkomunni. Hann baðst síðar afsökunar á því. Á upptöku úr búkmyndavélum þeirra heyrðust lögreglumennirnir meðal annars tala um hvernig að fréttatilkynning um útkallið yrði orðuð og talaði annar þeirra um einhvern tengdan Sjálfstæðisflokknum sem „framapotara“. Eftirlitsnefndin sagðist hafa átt í erfiðleikum með að fá upptökurnar afhentar og þegar þær hafi loks fengist hafi verið búið að afmá hluta af hljóðupptökunni. Í yfirlýsingu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins nú í kvöld kemur fram að eftirlitsnefndin hafi haft „tæmandi“ eftirrit af samræðum lögreglumanna á vettvangi frá upphafi rannsóknar hennar. Hluti af upptökum úr búkmyndavélunum hafi vissulega verið án hljóðs en þegar nefndin gerði athugasemd við það hafi rétt eintak verið sent. „Engin tilraun var gerð til að leyna því sem fram kom á upptökunum,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar. Lögreglan segir hafa niðurstöðu nefndarinnar um ámælisverða háttsemi lögregluþjónana til meðferðar. Að öðru leyti veiti hún ekki upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna. Fyrstu upplýsingar að um einkasamkvæmi væri að ræða Dagbókarfærsla lögreglunnar á aðfangadagsmorgun þar sem kom fram að ráðherra hafi verið viðstaddur samkvæmið var talin efnislega röng að áliti eftirlitsnefndarinnar. Lögreglan segir í yfirlýsingu sinni nú að fyrstu upplýsingar hafi verið að um einkasamkvæmi væri að ræða í Ásmundarsal og því hafi það verið skráð sem slíkt í dagbók. „Hins vegar leiddi frekari rannsókn málsins í ljós að svo var ekki. Markmið með birtingu upplýsinga úr dagbókarfærslum er að fjalla um verkefni lögreglu eins og þau birtast á hverjum tíma. Eðli máls samkvæmt geta mál skýrst eða tekið aðra stefnu eftir því sem rannsókn miðar áfram,“ segir í yfirlýsingu lögreglu. Eigendur Ásmundarsals gengust á endanum undir sektargreiðslu vegna þess að grímuskylda var ekki virt á viðburðinum sem þeir lýstu sem sölusýningu og því ættu sóttvarnareglur um verslanir að gilda um samkvæmið. Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Samkvæmt áliti eftirlitsnefndarinnar var háttsemi tveggja lögregluþjóna sem fóru í Ásmundarsal eftir að tilkynning barst um að þar væri samkvæmi í gangi sem kynni að brjóta gegn þágildandi sóttvarnareglum vegna kórónuveirufaraldursins ámælisverð. Útkallið vakti landsathygli þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var einn gesta á samkomunni. Hann baðst síðar afsökunar á því. Á upptöku úr búkmyndavélum þeirra heyrðust lögreglumennirnir meðal annars tala um hvernig að fréttatilkynning um útkallið yrði orðuð og talaði annar þeirra um einhvern tengdan Sjálfstæðisflokknum sem „framapotara“. Eftirlitsnefndin sagðist hafa átt í erfiðleikum með að fá upptökurnar afhentar og þegar þær hafi loks fengist hafi verið búið að afmá hluta af hljóðupptökunni. Í yfirlýsingu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins nú í kvöld kemur fram að eftirlitsnefndin hafi haft „tæmandi“ eftirrit af samræðum lögreglumanna á vettvangi frá upphafi rannsóknar hennar. Hluti af upptökum úr búkmyndavélunum hafi vissulega verið án hljóðs en þegar nefndin gerði athugasemd við það hafi rétt eintak verið sent. „Engin tilraun var gerð til að leyna því sem fram kom á upptökunum,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar. Lögreglan segir hafa niðurstöðu nefndarinnar um ámælisverða háttsemi lögregluþjónana til meðferðar. Að öðru leyti veiti hún ekki upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna. Fyrstu upplýsingar að um einkasamkvæmi væri að ræða Dagbókarfærsla lögreglunnar á aðfangadagsmorgun þar sem kom fram að ráðherra hafi verið viðstaddur samkvæmið var talin efnislega röng að áliti eftirlitsnefndarinnar. Lögreglan segir í yfirlýsingu sinni nú að fyrstu upplýsingar hafi verið að um einkasamkvæmi væri að ræða í Ásmundarsal og því hafi það verið skráð sem slíkt í dagbók. „Hins vegar leiddi frekari rannsókn málsins í ljós að svo var ekki. Markmið með birtingu upplýsinga úr dagbókarfærslum er að fjalla um verkefni lögreglu eins og þau birtast á hverjum tíma. Eðli máls samkvæmt geta mál skýrst eða tekið aðra stefnu eftir því sem rannsókn miðar áfram,“ segir í yfirlýsingu lögreglu. Eigendur Ásmundarsals gengust á endanum undir sektargreiðslu vegna þess að grímuskylda var ekki virt á viðburðinum sem þeir lýstu sem sölusýningu og því ættu sóttvarnareglur um verslanir að gilda um samkvæmið.
Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira