Segir skerta þjónustu við íbúa birtingarmynd rekstrarvanda hjúkrunarheimila Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 28. júní 2021 21:01 María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu, segir skerta þjónustu við íbúa heimilisins eina birtingarmynd rekstrarvanda hjúkrunarheimilanna. Vísir/Vilhelm Íbúar á Hrafnistu geta héðan í frá hvorki fengið fylgd í fótsnyrtingu né hárgreiðslu, sem þeir hafa fengið hingað til. Forstjóri Hrafnistuheimilanna segir þessa skerðingu enn eina birtingarmynd rekstrarvanda hjúkrunarheimilanna. Í aðsendri skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun fjallar höfundurinn Þorgerður María Halldórsdóttir um ákvörðun Hrafnistu þess efnis að héðan í frá hafi starfsfólk Hrafnistuheimilanna ekki tök á að fylgja íbúum sem ekki komast sjálfir leiða sinna í fótsnyrtingu né hárgreiðslu. Slíkt þurfi aðstandendur nú að sjá um sjálfir. Forstjóri Hrafnistu segir þessa ákvörðun enn eina birtingarmynd rekstrarvanda hjúkrunarheimilanna. „Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það er rekstrarvandi hjá hjúkrunarheimilunum. Við þurfum að reyna að beina okkur mannafla þangað sem þörfin er mest og það eru grunnþarfir okkar íbúa þannig við þurfum að forgangsraða og þetta er bara hluti af því,“ segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu. Hér áður fyrr gátu flestir heimilismenn farið sjálfir leiða sinna sjálfir í hárgreiðslu og fótsnyrtingu, nú geti það fæstir. „Staðan er önnur þar sem strangara skilyrði færni og heilsumatsnefndar þá er veikara og veikara fólk að koma til okkar og við þurfum að skutla og sækja hvern einn og einasta,“ segir María. „Það tekur meira en nokkrar mínútur að fara með einstakling og sækja hann aftur þannig að samanlagt er þetta að taka stóran hluta af okkar fáa mannafla sem er inni á deild hverju sinni.“ María segir að líkt og flestum sé kunnugt vanti hjúkrunarheimilunum fjármagn og úr því hafi enn ekki verið leyst. „Markmið okkar er fyrst og fremst að tryggja öryggi fólks og þjónustu til fólks og með þessu erum við að tryggja hana,“ segir María. Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Tengdar fréttir Fötlunarskattur á Hrafnistu Í maí bárust þau tíðindi frá Hrafnistu að frá 1. júní myndi starfsfólk ekki lengur fylgja íbúum heimilanna sem ekki komast sjálfir, í fótsnyrtingu eða hárgreiðslu né sjá um tímabókanir. 28. júní 2021 08:31 Hjúkrunarheimilin þurfa fimm milljarða Rúmir fimm milljarðar króna hafa bæst við heildarrekstrarkostnað hjúkrunarheimila á Íslandi ef borin eru saman árin 2021 og 2019. Fjöldi hjúkrunarheimila er í afar bágri fjárhagsstöðu, meðal annars vegna launahækkana sem enn ekki hefur fengist aukið framlag frá ríkinu til að greiða fyrir. 23. apríl 2021 18:50 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Í aðsendri skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun fjallar höfundurinn Þorgerður María Halldórsdóttir um ákvörðun Hrafnistu þess efnis að héðan í frá hafi starfsfólk Hrafnistuheimilanna ekki tök á að fylgja íbúum sem ekki komast sjálfir leiða sinna í fótsnyrtingu né hárgreiðslu. Slíkt þurfi aðstandendur nú að sjá um sjálfir. Forstjóri Hrafnistu segir þessa ákvörðun enn eina birtingarmynd rekstrarvanda hjúkrunarheimilanna. „Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það er rekstrarvandi hjá hjúkrunarheimilunum. Við þurfum að reyna að beina okkur mannafla þangað sem þörfin er mest og það eru grunnþarfir okkar íbúa þannig við þurfum að forgangsraða og þetta er bara hluti af því,“ segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu. Hér áður fyrr gátu flestir heimilismenn farið sjálfir leiða sinna sjálfir í hárgreiðslu og fótsnyrtingu, nú geti það fæstir. „Staðan er önnur þar sem strangara skilyrði færni og heilsumatsnefndar þá er veikara og veikara fólk að koma til okkar og við þurfum að skutla og sækja hvern einn og einasta,“ segir María. „Það tekur meira en nokkrar mínútur að fara með einstakling og sækja hann aftur þannig að samanlagt er þetta að taka stóran hluta af okkar fáa mannafla sem er inni á deild hverju sinni.“ María segir að líkt og flestum sé kunnugt vanti hjúkrunarheimilunum fjármagn og úr því hafi enn ekki verið leyst. „Markmið okkar er fyrst og fremst að tryggja öryggi fólks og þjónustu til fólks og með þessu erum við að tryggja hana,“ segir María.
Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Tengdar fréttir Fötlunarskattur á Hrafnistu Í maí bárust þau tíðindi frá Hrafnistu að frá 1. júní myndi starfsfólk ekki lengur fylgja íbúum heimilanna sem ekki komast sjálfir, í fótsnyrtingu eða hárgreiðslu né sjá um tímabókanir. 28. júní 2021 08:31 Hjúkrunarheimilin þurfa fimm milljarða Rúmir fimm milljarðar króna hafa bæst við heildarrekstrarkostnað hjúkrunarheimila á Íslandi ef borin eru saman árin 2021 og 2019. Fjöldi hjúkrunarheimila er í afar bágri fjárhagsstöðu, meðal annars vegna launahækkana sem enn ekki hefur fengist aukið framlag frá ríkinu til að greiða fyrir. 23. apríl 2021 18:50 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Fötlunarskattur á Hrafnistu Í maí bárust þau tíðindi frá Hrafnistu að frá 1. júní myndi starfsfólk ekki lengur fylgja íbúum heimilanna sem ekki komast sjálfir, í fótsnyrtingu eða hárgreiðslu né sjá um tímabókanir. 28. júní 2021 08:31
Hjúkrunarheimilin þurfa fimm milljarða Rúmir fimm milljarðar króna hafa bæst við heildarrekstrarkostnað hjúkrunarheimila á Íslandi ef borin eru saman árin 2021 og 2019. Fjöldi hjúkrunarheimila er í afar bágri fjárhagsstöðu, meðal annars vegna launahækkana sem enn ekki hefur fengist aukið framlag frá ríkinu til að greiða fyrir. 23. apríl 2021 18:50