„Þetta er grafalvarlegt mál“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. júní 2021 14:37 Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis. VÍSIR/SIGURJÓN Á þriðja tug kvenna hafa kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna stöðu skimana fyrir leghálskrabbameini hér á landi. Umboðsmaður segir um grafalvarlegt mál að ræða og að hann fylgist grannt með stöðu mála. Um áramótin fluttust skimanir fyrir leghálskrabbameini frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Óhætt er að segja að síðan þá hafi málin verið í miklum ólestri en bið eftir niðurstöðu úr leghálssýnatöku er þrír mánuði. Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, segir að á þriðja tug kvartana hafi borist umboðsmanni vegna málsins. Telja að brotið hafi verið á sér „Frá þá bæði konum sem telja að brotin hafi verið á sér réttur og þeirra öryggi jafnvel ógnað og síðan þá ábendingar sem eru almennar eðlis og þeirra á meðal er ábending frá félagi kvensjúkdómalækna,“ segir Skúli. Málið hafi verið til skoðunar hjá heilbrigðisráðherra og Alþingi. Skúli lítur svo á að vandinn hafi verið viðurkenndur og að verið sé að bregðast við honum. Umboðsmaður Alþingis fylgist þó áfram vel með gangi mála. Í morgun hafi hann átt fund með Ernu Bjarnadóttur forsvarsmanni Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna og Gunnari Bjarna Ragnarssyni formanni félags krabbameinslækna. „Að mínu mati er þessi fundur til marks um það að umboðsmaður tekur þetta mál alvarlega. Við höfum verið að fylgjast með málinu og erum að því og munum gera það áfram,“ segir Skúli. Heilsa kvenna í húfi Ef vandinn verði áfram til staðar og ekki brugðist við af hálfu stjórnvalda hafi umboðsmaður úrræði til að bregðast við með. „Staðan er þannig að mínu mati að það er verið að vinna að lausn vandans og þá fylgjumst við með því í hæfilegri fjarlægð og gefum stjórnvöldum svigrúm til að vinna sína vinnu.“ Málið sé grafalvarlegt. „Þetta er grafalvarlegt mál. Hér er heilsa kvenna í húfi og þetta er mikill fjöldi sýna sem við erum að tala um þannig auðvitað er ekki annað hægt að segja en að þetta sé grafalvarlegt mál,“ segir Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Umboðsmaður Alþingis Kvenheilsa Tengdar fréttir Áttu „mjög góðan“ fund með umboðsmanni „Hann hefur verið að fylgjast með málinu, er að gera það og mun gera það,“ segir Erna Bjarnadóttir, forsvarsmaður Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna, sem fundaði með Umboðsmanni Alþingis nú í morgun. 30. júní 2021 13:05 Með frumubreytingar og einkenni en sýninu engu að síður hent Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 26. júní 2021 11:32 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Um áramótin fluttust skimanir fyrir leghálskrabbameini frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Óhætt er að segja að síðan þá hafi málin verið í miklum ólestri en bið eftir niðurstöðu úr leghálssýnatöku er þrír mánuði. Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, segir að á þriðja tug kvartana hafi borist umboðsmanni vegna málsins. Telja að brotið hafi verið á sér „Frá þá bæði konum sem telja að brotin hafi verið á sér réttur og þeirra öryggi jafnvel ógnað og síðan þá ábendingar sem eru almennar eðlis og þeirra á meðal er ábending frá félagi kvensjúkdómalækna,“ segir Skúli. Málið hafi verið til skoðunar hjá heilbrigðisráðherra og Alþingi. Skúli lítur svo á að vandinn hafi verið viðurkenndur og að verið sé að bregðast við honum. Umboðsmaður Alþingis fylgist þó áfram vel með gangi mála. Í morgun hafi hann átt fund með Ernu Bjarnadóttur forsvarsmanni Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna og Gunnari Bjarna Ragnarssyni formanni félags krabbameinslækna. „Að mínu mati er þessi fundur til marks um það að umboðsmaður tekur þetta mál alvarlega. Við höfum verið að fylgjast með málinu og erum að því og munum gera það áfram,“ segir Skúli. Heilsa kvenna í húfi Ef vandinn verði áfram til staðar og ekki brugðist við af hálfu stjórnvalda hafi umboðsmaður úrræði til að bregðast við með. „Staðan er þannig að mínu mati að það er verið að vinna að lausn vandans og þá fylgjumst við með því í hæfilegri fjarlægð og gefum stjórnvöldum svigrúm til að vinna sína vinnu.“ Málið sé grafalvarlegt. „Þetta er grafalvarlegt mál. Hér er heilsa kvenna í húfi og þetta er mikill fjöldi sýna sem við erum að tala um þannig auðvitað er ekki annað hægt að segja en að þetta sé grafalvarlegt mál,“ segir Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Umboðsmaður Alþingis Kvenheilsa Tengdar fréttir Áttu „mjög góðan“ fund með umboðsmanni „Hann hefur verið að fylgjast með málinu, er að gera það og mun gera það,“ segir Erna Bjarnadóttir, forsvarsmaður Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna, sem fundaði með Umboðsmanni Alþingis nú í morgun. 30. júní 2021 13:05 Með frumubreytingar og einkenni en sýninu engu að síður hent Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 26. júní 2021 11:32 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Áttu „mjög góðan“ fund með umboðsmanni „Hann hefur verið að fylgjast með málinu, er að gera það og mun gera það,“ segir Erna Bjarnadóttir, forsvarsmaður Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna, sem fundaði með Umboðsmanni Alþingis nú í morgun. 30. júní 2021 13:05
Með frumubreytingar og einkenni en sýninu engu að síður hent Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 26. júní 2021 11:32